Tengt Siglufirði
Friðleifur Jóhannsson fæddist á Siglufirði 12. október 1944. Hann lést á Landakotsspítala 1. mars 2013.
Foreldrar: Jóhann Friðleifsson, vélstjóri á Siglufirði, f. 5. júní 1906, d. 19. apríl 1987, og Svanhildur Björnsdóttir, húsfreyja á Siglufirði, f. 28. ágúst 1912, d. 23. október 1961. Systkini: Alda, f. 1936, Sigríður, f. 1943, og Jóhanna, f. 1951.
Systir samfeðra: Íris Jóhannsdóttir, f. 1932.
Friðleifur kvæntist 9. október 1970 Snjólaug Sigurðardóttir, f. 12. febrúar 1943, einkaritara og síðar fulltrúa á skrifstofu forstjóra Landsvirkjunar.
Foreldrar: Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur, f. 1912, d. 1983, og Inga Þórarinsson, f. Backlund 1918, d. 1993.
Börn Friðleifs og Snjólaugar eru:
1) Jóhann Sveinn Friðleifsson, f. 30. nóvember 1971. Maki: Íris Stefánsdóttir, f. 9. desember 1973.
Þeirra börn:
Sara Hlín, f. 2000, og
Birkir Ísak, f. 2002.
2) Sigurður Ingi Friðleifsson, f. 17. október 1974. Maki: Brynhildur Bjarnadóttir, f. 7. febrúar 1974.
Þeirra börn:
Valdís, f. 1999,
Katrín, f. 2000,
Sindri, f. 2005,
Sölvi, f. 2009.
Friðleifur ólst upp á Siglufirði en bjó stærstan hluta ævi sinnar í Seljahverfi í Reykjavík. Hann fluttist í Mosfellsbæ 2006. Hann útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1964 og með cand. oecon-viðskiptafræðipróf frá Háskóla Íslands 1970. Hann lauk bóklegu námi til löggildingar endurskoðenda 1976. Friðleifur hóf störf 1970 hjá embætti ríkisskattstjóra í Reykjavík og starfaði þar alla sína starfstíð til ársins 2006 að undanskildu árinu 1982 er hann var starfsmaður á endurskoðunarskrifstofu í Reykjavík.
Friðleifur var settur skattstjóri Vesturlandsumdæmis á árinu 1991, forstöðumaður endurskoðunarsviðs hjá ríkisskattstjóra 1992 og forstöðumaður tekjuskattsskrifstofu þar 1993 en í kjölfar veikinda starfaði Friðleifur sem sérfræðingur síðustu ár sín hjá embættinu. Hann var í stjórn kjaradeildar ríkisstarfsmanna innan Félags viðskipta- og hagfræðinga 1977-80 og formaður 1979-80. Átti sæti og var starfsmaður í nokkrum opinberum nefndum um skattamál á árunum 1987-94.