Friðrik Kjartansson bifreiðarstjóri

Friðrik Kjartansson var fæddur á Siglufirði 21. maí 1924.

Hann var sonur hjónanna Kjartans Stefánssonar skipstjóra frá Móskógum í Fljótum og Rósa Halldórsdóttir (Rósa í Turninum) frá Bjarnagili í Fljótum.

Hann dvaldist sem barn hjá Guðrún Halldórsdóttir móðursystur sinni og Guðleifur Valgeir Jónsson á Syðstahóli í Sléttuhlíð.

Friðrik átti tvö systkini, 

Kjartan Kjartansson og 

Stella Klara Bohns Hak.-

Friðrik fór aftur ungur til Siglufjarðar þar sem hann hóf akstur og önnur störf. 

Friðrik Kjartansson - Ljósmynd: Kristfinnur

Friðrik Kjartansson - Ljósmynd: Kristfinnur

Hann hafði taugar til æskustöðva sinna, og fór um þær slóðir á hverju sumri. 

Friðrik átti þrjú börn;

þau eru

Bryndís, 

Robert og 

Kjartan,

og sex barnabörn; þau eru 

Friðrik Þorbergsson, 

Þorbergur Þórður, 

Inga Þórlaug, 

Gunnhildur Helga, 

Friðrik Kjartansson og 

Sveinn Ingi.

Síðar flytur afi til Akureyrar þar sem hann vann við ýmis störf, svo sem ökukennslu. 

Nemendur afa urðu allmargir víðaum landið.

1971 fluttist hann til Reykjavíkur þar sem hann bjó í um áratug og þar hélt hann ökukennslu áfram í nokkur ár, en gerðist síðan leigubílstjóri hjá Bæjarleiðum í Reykjavík. 

Snemma vors 1982 flutti afi afturtil Akureyrar þar sem hann hélt áfram leigubílaakstri á Bifreiðastöð Oddeyrar. Voru viðskiptavinir hans orðnir allmargir uns yfir lauk.