Gottskálk Sölvi Rögnvaldsson

Gottskálk Rögnvaldsson fæddist á Siglufirði 11. september 1927. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar á Siglufirði 29. september 2015.

Foreldrar Gottskálks voru hjónin Rögnvaldur Guðni Gottskálksson, frá Dalabæ í Úlfsdölum við Siglufjörð, f. 26.8. 1893, d. 5.4. 1981, og Guðbjörg Kristín Aðalbjörnsdóttir, frá Máná í Úlfsdölum við Siglufjörð, f. 3.9. 1903, d. 16.11. 1977. var þriðji í röð fimm systkina.

Systkini Gottskálks eru:

Gottskálk Rögnvaldsson

Gottskálk Rögnvaldsson

Gottskálk ólst upp á Siglufirði og á uppvaxtarárum sínum bjó hann lengst af á Hvanneyrarbraut 5b. Hann lauk skólaskyldu á Siglufirði ásamt tveimur árum í iðnskólanámi. Að því loknu stundaði hann nám við Héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði og lauk þar tveggja ára námi.

Í kringum 1948 kynntist Gottskálk lífsförunaut sínum, Unnur Guðbjörg Jónsdóttir frá Ólafsfirði, f. 29.4. 1931, d. 6.5. 2011. Þau gengu í hjónaband 23.12. 1951. Foreldrar Unnar voru hjónin Jón Jónsson, bóndi á Auðnum í Ólafsfirði, f. 13.9. 1886, d. 11.2. 1939, og Anna Guðvarðardóttir ljósmóðir, f. 19.6. 1890, d. 5.8. 1933.

Unnur átti fósturmóður, Guðrún Sveinsdóttir, f. 28.2. 1884, d. 22.2. 1974 og flutti hún til Gottskálks og Unnar fljótlega eftir að þau gengu í hjónaband og bjó hjá þeim fram að andláti sínu.

Synir Gottskálks og Unnar eru:

1) Rögnvaldur Gottskálksson, f. 17.5. 1955, maki Auður Björk Erlendsdóttir, f. 11.5. 1957.
Dætur þeirra eru:
 •  a) Unnur Guðrún Rögnvaldsdóttir, f. 27.5. 1979, sambýlismaður hennar er Kristinn Kristjánsson, f. 15.4. 1973.
  Börn þeirra eru
 • Hilmir Darri, f. 25.5. 2010,
 • Auður Anna, f. 22.2. 2013.
  Sonur Kristins er
 • Arnór Gauti, f. 17.6. 2000.
 • b) Aðalheiður Lovísa, f. 3.1. 1982. Sambýlismaður hennar er Guðjón Hallur Sigurbjörnsson, f. 9.1. 1981.
 • Dætur þeirra eru 
 • Lárey Lind, f. 27.12. 2008, og
 • Magnea Mist, f. 16.11. 2012.

2) Gunnar Gottskálksson, f. 8.8. 1964, maki Erla Ósk Hermannsdóttir, f. 10.12. 1967.
Dætur þeirra eru:
 • a) Elsa María Gunnarsdóttir, f. 12.5. 1991. Sambýlismaður hennar er Jónas Valgeirsson, f. 25.4. 1986.
 • Dóttir þeirra er
 • Sunna Björk, f. 26.4. 2015.
 • b) Elva Björg, f. 24.6. 1997.

Gottskálk vann við ýmis störf og má þar nefna akstur vörubíla, lagningu á landsíma, vegagerð, fiskvinnslu og fleira tilfallandi. Árið 1955 þáði Gottskálk fast starf sem afgreiðslumaður hjá ÁTVR á Siglufirði og árið 1970 varð hann útsölustjóri verslunarinnar og starfaði við það fram að starfslokum eða til sjötugs.

Gottskálk sinnti ýmsum félagsmálum og var meðal annars virkur í Lionshreyfingunni á Siglufirði. Þá var hann ötull bridsspilari. Gottskálk og Unnur fóru ófáar ferðir, innanlands sem utan, með fjölskyldu og vinum auk þess að dvelja saman í sumarbústað sem þau byggðu sér í Fljótunum.