Gunnar Sigmar Eðvaldsson

Gunnar Eðvaldsson var fæddur á Siglufirði 16. ágúst 1937. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri þann 1. ágúst 2010.

Foreldrar hans voru hjónin Lára Gunnarsdóttir, f. 14.9. 1909, d. 2.1. 1996, og Eðvald Eiríksson, f. 7.2. 1908, d. 26.4. 1977. 

Börn Eðvalds og Láru eru:

1) Helga Eðvaldsdóttir, f. 5.2. 1931,

2) Rósa Eðvaldsdóttir,  f. 26.5. 1934

3) Gunnar Eðvaldsson,  f, 16.8.1937

4) Kári Eðvaldsson, f. 19.9. 1939,

Gunnar Eðvaldsson

Gunnar Eðvaldsson

5) Ari Eðvaldsson f. 3.2. 1943, 

6) Kristbjörg Eðvalddóttir, f. 4.3. 1948, og

7) Sverrir Epvaldsson, f. 8.5. 1952.

Þann 7. júní 1959 kvæntist Gunnar eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingigerður Guðmundsdóttir, f. á Húsavík 29. janúar 1938.

Foreldrar hennar voru Unnur Sigurðardóttir, f. 29.9. 1912, d. 13.7. 1999, og Guðmundur Ágúst Aðalsteinsson, f. 31.5. 1910, d. 8.1. 1988.

Gunnar og Ingigerður eignuðust 4 börn. Þau eru:

1) Sigurður Gunnarsdóttir, f. 22.3. 1960, maki Elín Anna Guðmundsdóttir og eiga þau 2 börn, Unni, f. 13. júlí 1986, og Bjarka, f. 6. júní 1992.

2) Lára Gunnarsdóttir, f. 31.12. 1967, maki Ingólfur Valur Ívarsson og eiga þau 2 börn,

Gunnar Ingi, f. 11. nóvember 1997, og 

Petra Sif, f. 1. ágúst 1999,

auk þess sem Ingólfur Valur átti tvo syni fyrir hjónaband. 

3) Axel Gunnarsson, f. 4.4. 1971, maki Sigríður Gróa Þórarinsdóttir og eiga þau 2 börn,

Anna Björk, f. 26. desember 1998, 

Thelma Rún, 16. febrúar 2005. 

4) Birgir Gunnarsson, f. 27.9. 1975, maki Guðrún Huld Gunnarsdóttir og eiga þau 2 börn,

Kristófer Gunnar, f. 10. september 2005, og 

Kata Huld, f. 4. október 2007.

Gunnar fór ungur til sjós en starfaði lengst af sem yfirumsjónarmaður með fasteignum Akureyrarbæjar eða allt til starfsloka árið 2002. Auk þess starfaði hann með varaliði Slökkviliðs Akureyrar til fjölda ára.