Gunnar Friðriksson bifvélavirki

Gunnar Friðriksson fæddist á Hólavegi 17 á Siglufirði hinn 1. febrúar 1945. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 29. júlí 2003.

Gunnar var sonur hjónanna  Friðrik Stefánsson, f. 24.2. 1924, og  Hrefna Einarsdóttir, f. 9.8. 1926. 

1) Gunnar Friðriksson var elstur sex systkina en þau eru 

2) Sigrún Stefánsdóttir, f. 1947, búsett í Noregi; 

3) Jónína Gunnlaug Stefánsdóttir, f. 1949, búsett á Álftanesi, alin upp af  Ásgeir Björnsson og Sigrún Ásbjarnardóttir; 

4) Kolbrún Stefánsdóttir, f. 1950; 

5) Sigurður Stefánsson, f. 1952; og 

Gunnar Friðriksson

Gunnar Friðriksson

6) Stefán Friðriksson, f. 1960, en þau eru öll búsett á Siglufirði.

Hinn 26.12. 1967 gekk Gunnar að eiga Kristrún Sigurbjörnsdóttir, f. 28.11. 1947, foreldrar hennar eru Jóhanna Antonsdóttir, f. 1913, og Sigurbjörn Bogason, f. 1906, d. 1983. 

Gunnar og Kristrún eignuðust þrjú börn en þau eru: 

1) Jóhanna Hrefna Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, f. 1969, maki Sævaldur Jens Gunnarsson frá Dalvík. Börn þeirra eru:

Viktor Daði, f. 1997, 

Kristbjörn Leó, f. 1998, og 

Vigdís, f. 2001. 

2) Sigurður Jón Gunnarsson, viðskiptafræðingur, f. 1971, maki Silja Arnarsdóttir frá Selfossi. Dætur þeirra eru:

María Sól, f. 2000,

Ásthildur, f. 2002. 

3) Dagur Gunnarsson, bílamálari, f. 1975. Sambýliskona hans er Hanna Viðarsdóttir frá Garðabæ.

Fyrir átti Gunnar dótturina 

Hanna Kristjana Gunnarsdóttir, f. 1963, maki Guðjón Betúelsson. Þeirra börn eru

Gísli Betúel, f. 1986, 

Hrafnhildur Inga, f. 1990.

Þau eru búsett í Reykjavík. Móðir Hönnu Kristjönu er Hlín Sigurðardóttir, f. 1946 Eiginmaður hennar og uppeldisfaðir Hönnu Kristjönu er Gísli Jónsson, f. 1937.

Gunnar lauk sveinsprófi í bifvélavirkjun 8.6. 1968 og 12.10. 1973 fékk hann meistaraprófsskírteini. Hann rak bifreiðaverkstæði um tíma en í seinni tíð sneri hann sér meira að bílaréttingum og bílamálun. Frá árinu 1991 var hann með eigin rekstur, fyrst ásamt Stefáni bróður sínum en frá árinu 1997 rak Gunnar fyrirtækið einn undir nafninu Réttingaverkstæði Gunnars ehf.

Gunnar var félagi í hestamannafélaginu Glæsi á Siglufirði og var meðal annars formaður um tíma. Hann var einnig félagi í Harmónikusveit Siglufjarðar.