Gunnar Jóhannsson sjómaður

Gunnar Jóhannsson fæddist á Bjargarstíg í Reykjavík 6. febrúar 1927. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 23. apríl 2015.

Foreldrar hans voru Sigríður Guðmundsdóttir, f. 31.12. 1882, d. 18.2. 1965, og Jóhann Kristinsson, f. 25.11. 1883, d. 18.12. 1969.

Gunnar var yngstur 13 systkina, þar af voru 12 alsystkin.  Systkini hans voru 

 • 1) Vilhjálmur Jóhannsson, 
 • 2) Magnúsína Jóhannsson, 
 • 3) Kornelía Jóhannsdóttir, 
 • 4) Kristín Helga Jóhannsdóttir, 
 • 5) Kristinn Júlíus Jóhannsson, 
 • 6 ) Jóhann Jóhannsson, 
 • 7) Jósefína Marsibil Jóhannsdóttir, 
 • 8) Fannberg Jóhannsson, 
 • 9) Sigurlína Ásta Jóhannsdóttir, 
 • 10) Guðmundur Jóhannsson,
 • 11) Gunnólf Jóhannsdóttir, 
 • 12) Guðleif Jóhannsdóttir,
 • 13) Maggý Helga Jóhannsdóttir.
Gunnar Jóhannsson

Gunnar Jóhannsson

Gunnar giftist Valey Jónasdóttir, f. 21. nóvember 1931, 2. júní 1957. Þau eignuðust saman fjögur börn, 

 • 1) Óðin Gunnarsson, 
 • 2) Jóhanna Gunnarsdóttir, 
 • 3) Jökull Gunnarsson.
 • 4) Ingibjörg Gunnarsdóttir.
 • En fyrir átti Valey son;
 • Arnþór Þórsson. 

Gunnar flutti með foreldrum sínum og systkinum á milli landshluta til að elta vinnu sem gafst á vertíðum, þar á meðal til Siglufjarðar, Vestmanneyja og Ólafsfjarðar. Stærsta hluta ævi sinnar bjó Gunnar á Siglufirði þar sem hann réri til sjós. Ásamt konu sinni Valeyju rak hann biljarðstofu og veitingasölu um árabil. 

Útför Gunnars fór fram frá Siglufjarðarkirkju 
------------------------------------------

Mig langar að skrifa nokkur orð um pabba. Efst í huga mér núna er þakklæti fyrir að hafa haft hann hjá okkur svona lengi. Að verða 88 ára gamall er ekki sjálfsagður hlutur og vera svona andlega hress eins og hann var líka er ekki heldur sjálfsagður hlutur. Pabbi hvorki drakk né reykti og hef ég alla tíð verið ótrúlega stolt af því og alltaf sagt frá því ef talað var um hann.

Hann var hógvær maður, fastur á skoðunum sínum, heiðarlegur en hans stærsti kostur að mínu mati var léttleikinn og það var alltaf stutt í skemmtilegar sögur eða eitthvert grín, alveg fram á síðustu daga. Einnig átti hann mjög auðvelt með að skemmta barnabörnunum sínum og síðar barnabarnabörnunum.

Pabbi og mamma spiluðu mikið við okkur systkinin og var það fastur liður að spila þegar við komum norður í heimsókn og þá var sko mikið hlegið því að pabbi tók nú spilamennskuna ansi alvarlega og taldi helst allar sortirnar og fannst nú eðlilegt að við gerðum það líka.

Pabbi vildi helst alltaf vera á Siglufirði og hafði lítinn áhuga á að ferðast. 

Ég og fjölskyldan mín eigum svo sannarlega eftir að koma áfram til Siglufjarðar og fara í gamla sumarbústaðinn okkar með mömmu, sem við byggðum öll saman. 

Það verður þó skrítið þar sem pabbi er ekki þar lengur en minninguna um hann geymum við í hjörtum okkar.

Ingibjörg (Inga).