Gunnar Jóhannsson fv. Þingmaður

Gunnar Jóhannsson. Fæddur í Bjarnastaðagerði í Unadal 29. september 1895, dáinn 17. október 1971.

Foreldrar: Jóhann Sveinn Símonarson fæddur 19. september 1862, dáinn 26. maí 1910, bóndi að Hrauni í Unadal og kona hans Anna Guðrún Ólafsdóttir fædd 24. október 1859, dáin 29. desember 1935 húsmóðir. 

Maki (23. maí 1923): Steinþóra Einarsdóttir (fædd 18. ágúst 1890, dáin 3. mars 1984) húsmóðir.  Foreldrar: Einar Einarsson og 2. kona hans Margrét Hjartardóttir. Sonur: 

Pétur Breiðfjörð (1926)

Stjúpbörn, börn Steinþóru: 

Ingvar Sædal (1915), 

Gunnar Jóhannsson

Gunnar Jóhannsson

Dagrún Sædal (1918), 

Bjarni Sædal Bjarnason (Bjarni Bjarnason / Boddi Gunnars) 1921).

Nám í unglingaskóla veturinn 1911–1912. 

Gunnar stundaði sjómennsku í 12 ár og síðan landvinnu. Fluttist til Reykjavíkur 1917 og þaðan til Siglufjarðar 1928. Vann þar að ýmsum störfum, m. a. verkstjórn. Starfsmaður verkalýðsfélaganna á Siglufirði í 10 ár. Dvaldist að mestu í Reykjavík átta síðustu æviárin.

Í bæjarstjórn Siglufjarðar 1934–1958, forseti bæjarstjórnar fjögur ár.

Landskjörinn alþingismaður (Siglfirðinga, Norðurlands vestra) 1953–1963 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn, Alþýðubandalag).