Tengt Siglufirði
Guðbrandur Magnússon fæddist á Hólum í Steingrímsfirði 24. ágúst 1907. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 15. október 2007.
Foreldrar Guðbrandar voru Magnús Steingrímsson, hreppstjóri í Steingrímsfirði, og Kristín Árnadóttir, kona hans.
Guðbrandur var þriðji í röðinni af sex systkinum. Hin voru
Ingimundur Tryggvi, f. 1901, d. 1933,
Steingrímur, f. 1903, d. 1924,
Skúli, f. 1908, d. 1940,
Petrína, f. 1911, d. 1991, og
Borghildur Kristín, f. 1915.
Eftirlifandi eiginkona Guðbrands er Anna Júlía Magnúsdóttir, f. í Vestmannaeyjum 7. júlí 1920. Guðbrandur kvæntist Önnu í febrúar 1940.
Börn þeirra eru:
1) Skúli Guðbrandsson, f. 1940, maki Þóra Björg Guðmundsdóttir,
2) Hildur Guðbrandsdóttir, f. 1941, maki Ævari Sveinsson,
3) Filippía Þóra Guðbrandsdóttir, f. 1943, d. sama ár,
4) Anna Gígja Guðbrandsdóttir, f. 1946, maki Haraldur Eiríksson,
5) Magnús Guðbrandsson, f. 1948, maki Jónína G Ásgeirsdóttir,
6) Kristín Guðbrandsdóttir, f. 1950, maki Friðbjörn Björnsson,
7) Filippía Þóra Guðbrandsdóttir, f. 1953,
8) Þorsteinn Guðbrandsson, f. 1962,
maki Margrét D Ericsdóttir.
Barnabörn Guðbrandar og Önnu eru 22 og barnabarnabörn eru 17.
Guðbrandur varð gagnfræðingur frá Akureyri 1928 og lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1935. Hann stundaði enskunám í Pulteney Institute í London 19371938. Guðbrandur var kennari við bændaskólann á Hvanneyri 19351936, við Austurbæjarskólann í Reykjavík 193637 og skólastjóri á Hofsósi 1938. Kaupfélagsstjóri Kf. Steingrímsfjarðar á Hólmavík var hann 193941.
Hann kenndi við gagnfr.sk. á Siglufirði 1941-46 og var jafnframt skólastjóri iðnskólans þar frá 194446. Var skólastjóri gagnfr.sk. á Akranesi 1946-47 og aftur kennari við gagnfr.sk. á Siglufirði frá 1947, skólastj. 1956-57 og yfirkennari við skólann til 1976, er hann lét af störfum.
Hann var formaður skólanefndar á Siglufirði í fjögur ár, vann mörg sumur við tollgæslu, lögreglustörf og í ÁTVR á Siglufirði. Var meðhjálpari og kirkjuvörður á Siglufirði 195882. Einnig vann hann mikið við bókband og skrautskrift. Skrifaði fjölda blaða- og tímaritsgreina, einkum um náttúrufræði.
Ritaði bækurnar "Skriftin og skapgerðin" útg. 1951 og "Saga spilanna" útg. 1978. Vann við gerð gróðurkorts af Skagafjarðarsýslu um árabil. Var kjörfélagi Hins íslenska náttúrufræðifélags og sæmdur gullmerki þess