Guðjón Teitur Magnússon vélsmiður

Guðjón Magnússon fæddist á Selhellu í Mjóafirði eystra 1. september 1916. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 24. ágúst 2003. 

Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Filippusdóttir, f. 18. september 1884, d. 16. júlí 1958, og Magnús Árnason, f. 19. júlí 1873, d. 19. janúar 1951. 

Guðjón átti einn bróður, Árni Magnússon, f. 3. maí 1914, d. 16. september 1999.

Guðjón fluttist frá Mjóafirði með foreldrum sínum og bróður til Siglufjarðar 1942 og lærði þar járnsmíði, sem hann vann lengst við. 

Hann fluttist til Neskaupstaðar eftir lát foreldra sinna og síðan til Reykjavíkur, síðustu sjö árin dvaldist hann á Hrafnistu í Reykjavík.

Guðjón Magnússon var ókvæntur og barnlaus.

Guðjón Magnússon - Ljósmynd: Kristfinnur

Guðjón Magnússon - Ljósmynd: Kristfinnur