Guðlaugur Henrik Henreksen (Gulli)

Guðlaugur Henreksen fæddist á Siglufirði þann 29. janúar 1936. Hann lést á heimili sínu á Siglufirði þann 29. júní 2016.

Foreldrar hans voru Olav Sundfør Dybdahl Henreksen, f. 30. janúar 1903 í Noregi, d. 31. desember 1956, og Sigrún Guðlaugsdóttir Henreksen, f. 5. febrúar 1907 á Akureyri, d. 5. ágúst 1954.  Systkini Guðlaugs: 

1) Erna Henreksen, f. 24. maí 1928, d. 29. júní 1929, 

2) Henning Henreksen, f. 14. mars 1933, d. 6. ágúst 1988, 

3) Birgit Henreksen, f. 12. ágúst 1942.

Guðlaugur Henreksen kvæntist Erla Kristinsdóttir, f. 5. júní 1937, d. 3. apríl 2016, þann 9. apríl 1960. Foreldrar Erlu voru Ásta Ólafsdóttir, f. 11. júlí 1911 í Reykjavík, d. 10. mars 1990, og Kristinn Jón Guðmundsson, f. 29. febrúar 1912 að Tjörnum í Sléttuhlíð, Skagafirði, d. 24. ágúst 1955. 

Guðlaugur Henreksen

Guðlaugur Henreksen

Börn Guðlaugs og Erlu eru: 

1) Sigrún Henreksen, f. 23. október 1961, eiginmaður Petter Stokke, f. 15. júlí 1953.

Börn þeirra eru:

a) Henrik, f. 28. janúar 1989, sambýliskona Marianne Ask, sonur þeirra er

Mikkel, f. 7. maí 2015, 

b) Rannveig, f. 15. júlí 1990, 

c) Sunneva, f. 30. nóvember 1994, 

2) Ásta Henreksen, f. 29. desember 1964.

Synir hennar eru:

a) Daníel, f. 13. júní 1994, 

b) Óskar, f. 28. mars 1999, 

3) Ólafur Hinrik Henreksen, f. 17. nóvember 1968, eiginkona Lilja Sveinsdóttir, f. 13. maí 1964,sonur hennar er Sveinn Leó Bogason, f. 9. febrúar 1990, 

4) Elín Henriksen, f. 14. janúar 1971, maki Bjarni Sv. Ellertsson, f. 24. nóvember 1969. Börn þeirra eru:

a) Bjarni Anton, f. 8. júní 2004, 

b) Alexandra Elín, f. 13. október 2007.

Guðlaugur gekk í barnaskóla og gagnfræðaskóla Siglufjarðar og lauk landsprófi þaðan. Hann dvaldi um skeið í Haugasundi í Noregi við nám og störf en kom heim við fráfall föður síns og tók við rekstri söltunarstöðvar O. Henriksen ásamt Henning bróður sínum. 

Þáttur Henriksen-fjölskyldunnar í atvinnusögu Siglufjarðar er allverulegur og með fráfalli Guðlaugs lýkur kafla í norsk-íslenskri síldarsögu Siglufjarðar. 

Afi Guðlaugs var einn af þeim frumkvöðlum sem hófu síldarsöltun á Siglufirði í kringum 1903. Faðir hans hélt rekstrinum áfram og eftir að hann féll frá tóku Guðlaugur og bróðir hans Henning við. Eftir að síldin hvarf héldu þeir bræður atvinnustarfsemi áfram og hófu útgerð sem þeir ráku allt til ársins 1988. Síðustu ár starfsævinnar vann Guðlaugur hjá Skeljungi og Flytjanda.

Guðlaugur sinnti meðfram störfum sínum ýmsum félagsstörfum. Hann tók virkan þátt í starfi Björgunarsveitarinnar Stráka auk þess sem hann tók þátt í starfi Slökkviliðsins á Siglufirði. Hann var einn af stofnendum Tennis- og badmintonfélags Siglufjarðar og sat í stjórn þess.

Guðlaugur var mikill íþróttamaður á sínum yngri árum. Hann æfði fimleika og sýndi með fimleikaflokki á Siglufirði, æfði og keppti í badminton í mörg ár og síðar stundaði hann útivist og fjallgöngur.