Friðrik Bjarni Friðriksson

Friðrik Friðriksson fæddist á Siglufirði 19. ágúst 1932. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands í Fjallabyggð 8. september 2016.

Foreldrar hans voru  Þóra Guðmunda Bjarnadóttir, f. 29.8. 1912, d. 8.10. 1990, og Friðrik Steinn Friðriksson, f. 11.12. 1908, d. 19.4. 1963.

Systkini Friðriks eru 

1) Björg Sigríður Sæby Friðriksdóttir, (Björg Friðriksdóttir) f. 9.10. 1938. Maki Sveinn Sveinsson, f. 4.12. 1936. Þau eiga tvær dætur, fimm barnabörn og fjögur barnabarnabörn.

2) Jóhannes Guðmundur Friðriksson, (Jóhannes Friðriksson)  f. 3.4. 1942. Maki Kristín Guðbjörg Baldursdóttir, (Kristín Baldursdóttir) f. 3.10. 1942. Þau eiga tvö börn og sex barnabörn. 

Friðrik Friðriksson

Friðrik Friðriksson

Sambýliskona Friðriks til nokkurra ára var Halla Jóhannsdóttir, hún lést 18.5. 1975.
Seinni kona Friðriks er Gerða Pálsdóttir, f. 13.11. 1930 í Þýskalandi.

Foreldrar hennar voru Poul Henrik og Adellheidi Vilhemia, þau eru bæði látin. Systkini, Hildigaard, látin, Herbert Paul, f. 1934. Kristeld, f. 1936.

Börn Gerðu af fyrra hjónabandi eru: 

Páll Herbert Þormóðsson, f. 1951, 

Birgir Jóhann Þormóðsson, f. 1952, 

Álfhildur Þormóðsdóttir, f. 1955, 

Alma Þormóðsdóttir, f. 1961. 

Barnabörnin eru 13, barnabarnabörn eru 26 og barnabarnabarnabörn eru tvö. 

Á unga aldri var fyrsta atvinna Friðriks ræsari á síldarplani. Hann eignaðist nokkrar trillur með vinum sínum og reri til fiskjar. Síðan starfaði hann hjá Síldarverksmiðjum ríkisins í Mjölhúsi SR46 og Siglufjarðarkaupstað síðar við akstur, tækjavinnu og viðgerðir.

Hann fór á vertíð til Suðurnesja á veturna og vann líka á Keflavíkurflugvelli. Starfaði um tíma við múrverk. 

Árið 1970 gerðist hann útgerðarmaður og fiskverkandi, stofnaði fyrirtækið Dag sf. ásamt Jóhannesi bróður sínum, Sveini Sveinssyni mági og Jóni Sveinssyni og gerðu þeir út bátinn Dagur SI 66, einnig ráku þeir fiskverkun. Nokkrum árum síðar seldu þeir Dag SI-66 og keyptu annan bát, Laufey ÍS, og gerðu hann út í tvö ár. 

Eftir það taka Friðrik og Gerða við fiskverkuninni og ráku hana í nokkur ár. 

Hann lauk starfsævi sinni við vinnu í Mjölhúsi SR.