Tengt Siglufirði
Guðný Ósk Friðriksdóttir fæddist á Siglufirði 6. júní 1932. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni Fjallabyggð laugardaginn 26. september 2015
Foreldrar
hennar voru
Friðrik Ingvar Stefánsson verkamaður, f. á Steinavöllum í Flókadal Skagafirði 13. september 1897, d. 16. nóvember 1976 og Margrét Marsibil Eggertsdóttir húsmóðir, f. á Melabergi, Miðneshreppi, Gull. 23. apríl 1903, d. 9. júlí 1985.
Friðrik og Margrét áttu saman 3 börn. Eitt dó í frumbernsku; Guðný Una fædd 19. apríl 1931, d. 13. nóvember 1932.
Systir Guðnýjar er Guðbjörg Oddný Friðriksdóttir fædd 10. apríl 1936.
Hinn 6. Júní 1954 giftist Guðný eftirlifandi manni sínum Steingrímur Kristinsson, f. 21. febrúar 1934. Foreldrar hans voru:
Kristinn Guðmundsson útvarpsvirki f. 24. desember 1914, d. 5. október 1980 og Valborg Steingrímsdóttir verkakonu, f. 1. febrúar 1914, d. 10. nóvember 1973.
Börn Guðnýjar Ósk og Steingríms eru:
Börn þeirra eru
Eiginmaður Láreyar er Baldur Þór Baldursson, f. 8. júní 1981.
Eiginkona Valbjörns Ingvars er Jóhanna Dagbjartsdóttir, f. 18. september 1983
Börn hennar eru:
Börn hans eru
Eiginkona Steingríms Arnars er Fjóla Kristinsdóttir, f. 2. maí 1945.
Börn og hans konu hans eru
Eiginmaður Guðnýjar er Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, f. 19. júní 1972.
Börn þeirra eru:
Börn Silju og maka eru
Eiginmaður Silju er Halldór Arnar Karlsson -
Guðný Ósk Friðriksdóttir kom víða við á langri starfsæfi. Hún starfaði við almenn verkamannastörf, afgreiðslu og verslunarstörf bæði í eigin atvinnurekstri og hjá öðrum en hún rak ásamt fjölskyldunni í um 17 ár Nýja Bíó á Siglufirði.
Guðný Ósk var virk í félagsstörfum og nutu mörg félög hennar starfskrafta. Má þar nefna Systrafélag Siglufjarðarkirkju, Slysavarnadeildina Vörn, Kvenfélagið Von, handboltadeild KS en hún þjálfaði kvennaliðið félagsins með góðum árangri.
Guðný Ósk var einnig öflugur liðsmaður Sjálfstæðisflokksins og flokkurinn átti þar alltaf hauk í horni þegar á þurfti að halda.