Tengt Siglufirði
Gísli Hallgrímsson var fæddur á Dalvík 8. nóvember 1914. Hann lést í Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 9. september 1996
Foreldrar hans voru
Hallgrímur Gíslason og k.h. Hansína Jónsdóttir.
Gísli átti sjö systkini:
Stefán Hallgrímsson, f. 1911,
Jónas Hallgrímsson, f. 1912,
Guðrúnu Hallgrímsdóttir, f. 1918,
Kristin Hallgríms, f. 1922,
Guðlaug Hallgrímsdóttir, f. 1924,
Rós Hallgrímsdóttir, f. 1926 og
Maríanna Hallgrímsdóttir, f. 1928, d. 1980.
Kona Gísla var Sigríður Guðlaugsdóttir, f. 16.7. 1918, d. 5.3. 1991, en þau slitu samvistum 1969.
Gísli og Sigríður eignuðust sex börn. Þau eru:
Rögnvaldur Gíslason, f. 1943, kvæntur Sigríður Andersen, en þau eiga saman tvö börn auk þess sem hann átti fyrir tvö börn og hún önnur tvö;
Svanhildur Gísladóttir, f. 1949, maki Róbert Sigurmundsyni, þau eiga fimm börn;
Hansína Gísladóttir, f. 1951, en hún á eina dóttur og er sambýlismaður hennar Ólafur Egilsson;
Sigurður Gíslason, f. 1948, drukknaði á Siglufirði á barnsaldri;
Sigríður Gíslasdóttir, f. 1957, á hún þrjú börn;
Flosi Jónsson, f. 1953, kvæntur Halldóra Kristjánsdóttir og eiga þau fjögur börn.