Hanna Þorláksdóttir

Hanna Þorláksdóttir fæddist á Siglufirði 11. júní 1937. Hún lést á Borgarspítalanum 25. apríl 1995. 

Foreldrar hennar voru Ásta Júlíusdóttir og Þorlákur Þorkelsson. Systkini hennar eru

Sigurður Þorláksson,

Stella Þorláksdóttir,

Valbjörn Þorláksson, 1934 árg.

Anna Þorláksdóttir (tvíburi við Hönnu) og

Róbert Þorláksson.

Hálfsystkini hennar sammæðra eru

Unnur, Brynhildur Sigurðsdóttir 

Hanna Þorláksdóttir - Fermingardagur, þá fötluð á Sjúkrahúsi Siglufjarðar, eftir bílslys. - 
Ljósmynd: Kristfinnur

Hanna Þorláksdóttir - Fermingardagur, þá fötluð á Sjúkrahúsi Siglufjarðar, eftir bílslys. -
Ljósmynd: Kristfinnur

Reinhart Harry Sigurðsson.

Útför Hönnu fór fram frá Langholtskirkju.
-------------

Hanna Þorláksdóttir frá Siglufirði er látin aðeins 57 ára gömul. Hanna var á margan hátt lánsöm kona. Hún átti góða að sem studdu hana með ráðum og dáð. Var mjög ánægjulegt að fylgjast með hvernig hún rækti tengslin við sitt fólk. Hún var ekki einungis þiggjandi í slíkum samskiptum heldur var hún einnig mjög gefandi. Þeirri hlið sneri hún ætíð að okkur hér í Sjálfsbjargarhúsinu.

Þannig var hún í mínum huga og veit ég margra annarra góð kona með stórt hjarta, sem húsmóðir á stóru heimili. Eftirfarandi lýsing á Hönnu og aðstæðum hennar er tekin úr viðtali er tekið var við hana fyrir tímarit Sjálfsbjargar árið 1973 þegar hún flutti í Sjálfsbjargarhúsið. "Þegar við litum inn til Hönnu Þorláksdóttur frá Siglufirði var allt á ferð og flugi. Fólk var að koma og fara. Allir virtust eiga erindi við Hönnu og hún tók gestum sínum með geislandi gleði."

Hún tók mér opnum örmum er ég hóf störf hjá Sjálfsbjörg síðla árs 1989. Hún hafði starfað við símvörslu hjá Sjálfsbjörg frá 1. mars 1985. Sinnti hún starfinu af kostgæfni og eljusemi þannig að eftir því var tekið allt fram á síðasta ár þar til hún veiktist.

Horfinn er okkur samferðamaður er við, samstarfs- og samferðamenn hennar í Sjálfsbjargarhúsinu, munum ætíð minnast fyrir þrautseigju, lífsgleði og umhyggjusemi. Systkinum hennar og öðrum ástvinum sendi ég innilegar samúðarkveðjur.

Blessuð sé minning Hönnu Þorláksdóttur.

Tryggvi Friðjónsson.
--------------------------------------------

Morgunblaðið 1. ágúst 1957

Aðeins hinir sjúku geta verið fullkomlega glaðir, segir Hanna Þorláksdóttir eftir 11 ára legu.

DANSKA blaðið „B. T." birti fyrir tveim vikum myndir af og heilsíðugrein um íslenzka stúlku, sem legið hefur rúmföst í 11 ár, en fékk nýlega að fara í Tivoli í fyrsta sinn. Stúlkan heitir Hanna Þorláksdóttir og er frá Siglufirði. Hún er nú tvítug að aldri. Þegar hún var 9 ára gömul, ætlaði hún dag nokkurn að hlaupa yfir götuna og ná í rauða boltann sinn, en í þeim svifum bar þar að langferðabíl og stúlkan lenti undir honum. .Það var 20. júlí 1946. (ath.; sk: Var vörubifreið)

Upp frá því var hún lömuð. Síðustu 11 árin hefur hún legið á ýmsum sjúkrahúsum á Íslandi, en kom til Kaupmannahafnar fyrir hálfum öðrum mánuði. Hún liggur á Ortopædisk Hospital, og enginn veit, hve lengi hún verður að liggja þar. Hún er lömuð á báðum fótum og upp að mitti. 1 Tivoli A miðvikudaginn í fyrri viku kom Hanna sem sagt í Tivoli í fyrsta sinn og skemmti sér vel, enda þótt hún lægi bara á börum.

Hún var glaðlynd og broshýr, og þolir alls ekki, að menn kenni í brjósti um hana, segir danski blaðamaðurinn, sem hitti hana. Þegar hún kom fyrir rúmum 6 vikum, kunni hún varla orð í dönsku, en nú skilur hún allt og talar málið ágætlega. Hún hló og gerði að gamni sínu þar sem hún lá á börunum í Tivoli og rabbaði við blaðamanninn.

Hún hreyfir efri hluta líkamans án fyrirhafnar, er skjót í hreyfingum og óþvinguð. —

Ertu glaður? spyr hún blaðamanninn. —

Já, hvers vegna ætti ég ekki að vera það? segir hann hissa. —

Nei, þú ert ekki glaður. Þú ert heilbrigður, svo þú getur ekki verið fullkomlega glaður. Þú ert of önnum kafinn. Þú þýtur úr einu í annað. Þú hugsar ekki um Smáhlutina. Aðeins við, sem erum sjúk, getum verið fullkomlega glöð. Við erum ekki svo önnum kafin. Við hugsum um litlu hlutina, því hjá okkur sjúklingunum á sjúkrahúsunum gerast aðeins litlir hlutir. Þá fær maður tíma til að hugsa um svo margt. Stundum kvíðin.

Blaðamaðurinn lýsir þessari hughrekku stúlku. Hún fær honum undrunar með glaðlyndi sínu, en stundum sér hann undir yfirborð glaðværðarinnar og veit, að hún er stundum kvíðin og efagjörn. En hún lætur kvíðann aldrei ná tökum á sér, gefur herbergisnautum sínum orð í eyra, þegar þeir eru súrir á svip, og sýnir í öllu fasi sínu, að hún er ekki með neitt yfirskyn, þegar hún segist trúa á Guð, því það hjálpi sér óumræðilega.

Sjúkrahús á Íslandi Hún segir frá sjúkrahúsdvöl sinni á Íslandi, hvernig hún fór frá einum lækni til annars, unz þeir þreyttust. Svo var hún sett á elliheimili, þannig að hún lifði meira í andrúmslofti heimilis en sjúkrahúss. Það var ömurleg dvöl, sem hún minntist með hrolli. Svo fór hún út til Danmerkur, enda þótt læknar og aðrir teldu úr henni kjarkinn. Nú líður henni vel og trúir því, að hún geti einhvern tíma lært að ganga.

Nýtur alls í Tívoli eru skilningarvit hennar opin og hún nýtur alls, sem fyrir hana ber þennan hljóðláta miðvikudagsmorgun. Hún sleikir sykurþræði og leikur sér að litlum Tivoli-dáta. Hún er verulega glöð þennan morgun, og blaðamaðurinn danski hrífst með af gleði hennar.

Hanna Þorláksdóttir á börunum, í Tivoli fyrir tveim vikum. Mynd þessi ásamt textanum hér fyrir framan, fylgdi grein sem birt var í Morgunblaðinu 1. ágúst 1957

Hanna Þorláksdóttir á börunum, í Tivoli fyrir tveim vikum. Mynd þessi ásamt textanum hér fyrir framan, fylgdi grein sem birt var í Morgunblaðinu 1. ágúst 1957