Jón Ólafur Sigurðsson (Jón í Hrímnir)

Jón  Sigurðsson fæddist á Siglufirði 14. ágúst 1918. Hann lést í Reykjavík 4. nóvember 1997. 

Foreldrar hans voru Sigurður Árnason trésmiður, ættaður frá Tréstöðum í Hörgárdal í Eyjafirði, f. 5. ágúst 1881, d. 17. janúar 1959, og kona hans  Salbjörg Engilráð Jónsdóttir, ættuð frá Lundi í Fljótum í Skagafirði, f. 28. apríl 1878, d. 2. mars 1954. Jón var einkabarn þeirra.

Uppeldissystir Jóns var Ólöf Steinþórsdóttir, d. 28. júlí 1984. Þau voru systrabörn.

Jón kvæntist Unnur Helga Möller frá Siglufirði, f. 10. desember 1919, og voru þau búsett þar. 

Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: 

Jón  Sigurðsson, Hrímnir

Jón Sigurðsson, Hrímnir

1) Björgvin Sigurður Jónsson, f. 9. febrúar 1942, búsettur á Siglufirði. Eiginkona hans er Halldóra Ragna Pétursdóttir. Börn Björgvins og Halldóru eru: 

Halldóra Salbjörg Björgvinsdóttir,

Jón Ólafur Björgvinsson

Sigurður Tómas Björgvinsson.

2) Steinunn Kristjana Jónsdóttir, f. 22. janúar 1943, búsett á Siglufirði. Eiginmaður hennar er Freyr Sigurðsson. Börn þeirra eru:

Helga Freysdóttir,

Sigurður Freysson 

Katrín Freysdóttir.

3) Brynja Jónsdóttir, f. 18. ágúst 1944, búsett á Akranesi. Eiginmaður hennar er Hallgrímur Jónsson. Börn þeirra eru

Andrés Helgi,

Unnur 

Sigrún Margrét.

4) Salbjörg Engilráð Jónsdóttir, f. 28. júní 1947, búsett í Grindavík. Eiginmaður hennar er Sigurður Vilmundsson. Börn þeirra eru

Vilmundur,

Jón Ólafur,

Gígja Rós 

Harpa Ósk. 

Jón og Unnur slitu samvistum. Eftirlifandi kona Jóns er  Valdís Ármannsdóttir, f. 6. mars 1930 á Hofi á Höfðaströnd, hún fluttist ung til Siglufjarðar. Valdís er starfsmaður á Hrafnistu í Reykjavík.Þau eignuðust tvo syni.

1) Guðmundur Kristinn Jónsson, f. 6. nóvember 1959, búsettur í Reykjavík. Eiginkona hans er Halldóra Pétursdóttir. Börn þeirra eru 

Valdís Björt og 

Pétur Mikael.

2) Sigurður Jónsson, f. 20. september 1972, búsettur í Reykjavík. Sambýliskona hans er Elísabet Þorvaldsdóttir. Sigurður á einn son, 

Sigurð Pálmi

Langafabörn Jóns eru orðin fimmtán.

Jón Sigurðsson starfaði fyrst sem verkamaður hjá Síldarverksmiðjum ríkisins en hóf ungur störf sem verkstjóri hjá Friðrik Guðjónsson í Hrímni hf. við fiskverkun og síldarfrystingu. 

Jón festi síðan kaup á Hrímni hf. ásamt fleiri athafnamönnum og var þar starfrækt síldarsöltunarstöð ásamt síldarfrystingu öll síldarárin. Jón var síldarmatsmaður í nokkur ár og ferðaðist mikið um landið.

Jón fluttist til Reykjavíkur árið 1969 og hóf sama ár störf sem tjónaskoðunarmaður hjá Sjóvá og starfaði þar til ársins 1989 þegar hann lét af störfum vegna aldurs.