Jóhannes Þórðarson fyrrverandi yfirlögregluþjónn

Jóhannes Þórðarson,  Siglufirði, fæddist á Siglufirði 29. september 1919. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 5. júlí 2016.

Foreldrar: Þórunn Ólafsdóttir saumakona, f. 14. apríl 1884 í Reykjavík, d. 28. nóvember 1972, og Þórður Guðni Jóhannesson trésmíðameistari, f. 13. júlí 1890 á Sævarlandi, Laxárdal í Skagafirði, d. 15. mars 1978.

Systkini Jóhannesar: 

Björn Þórðarson, f. 19. september 1913, d. 5. janúar 2006, 

Davíð Þórðarson, f. 29. september 1915, d. 12. apríl 2007, 

Sigríður Ólöf Þórðardóttir, f. 2. janúar 1917, d. 20. apríl 2002, 

Guðbjörg Auður Þórðardóttir, f. 14. júlí 1921, d. 20. nóvember 1928, og 

Jóhannes Þórðarson -  Ljósmynd: Kristfinnur

Jóhannes Þórðarson - Ljósmynd: Kristfinnur

Nanna Þuríður Þórðardóttir, f. 30. apríl 1923, d. 23. nóvember 2005.

Hálfsystkini, sammæðra, 

Jóhanna Soffía Pétursdóttir, f. 3. nóvember 1904, d. 13. júní 1970, og samfeðra, Anna Pálína Pétursdóttir, f. 8. apríl 1935.

Þann 24. ágúst 1946 kvæntist Jóhannes, á Hólum í Hjaltadal, Halldóra Sigurlaug Jónsdóttir, (Halldóra Jónsdóttir) f. 11. mars 1921 í Þverárdal í Bólstaðarhlíðarhreppi, Austur-Húnavatnssýslu, d. 25. september 2009. 

Foreldrar Halldóru voru Jón Björnsson, bóndi á Heiði, f. 17. júlí 1891, d. 27. júlí 1983, og Finney Reginbaldsdóttir húsfreyja, f. 22. júní 1897, d. 7. desember 1988.

Börn Jóhannesar og Halldóru: 

1) Jón Finnur Jóhannesson rafiðnfræðingur, f. 24. september 1951, d. 28. maí 2003. Fyrri kona hans: Guðrún Helga Hjartardóttir, f. 25. desember 1961.Seinni kona hans: Ólafía Margrét Guðmundsdóttir, f. 28. mars 1955.

Börn Jóns Finns:

a) Jóhannes Már, f. 30. september 1974, barnsmóðir Þóra Hansdóttir, maki Halldóra Íris Sigurgeirsdóttir, f. 14. desember 1972, dóttir þeirra, 

Eydís Ósk, f. 10. mars 1999. 

b) Kjartan Orri, f. 20. júní 1978, barnsmóðir Þorgerður Heiðrún Hlöðversdóttir, maki Sigrún Ásgeirsdóttir, f. 15. ágúst 1979, dóttir 

Anna Lilja, f. 13. janúar 2015. 

c) Margrét Finney, f. 12. desember 1997, barnsmóðir Ólafía Margrét Guðmundsdóttir.

2) Soffía Guðbjörg Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 11. maí 1957, maki Ólafur Kristinn Ólafs viðskiptafræðingur, f. 11. maí 1957.

Dætur þeirra:

a) Halldóra Sigurlaug, f. 23. júní 1985, maki Hobie Lars Hansen, f. 27. desember 1985, 

b) Magnea Jónína, 14. nóvember 1989, maki Björgólfur Hideaki Takefusa, f. 11. maí 1980, dóttir þeirra, 

Jasmín Ósk, f. 14. apríl 2015.

Jóhannes ólst upp á Siglufirði og bjó í fæðingarbæ sínum alla tíð ef frá eru talin síðustu sex árin er hann dvaldi á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík. 

Á unglingsárunum starfaði Jóhannes meðal annars við síldarsöltun, múrverk og trésmíðar, var í sumarstarfi í sjö ár hjá Síldarverksmiðjum ríkisins og tvo vetur var hann í járn- og vélsmiðju. 

Hann var fastráðinn lögregluþjónn á Siglufirði 1. apríl 1945 og tók við starfi yfirlögregluþjóns 19. október 1947, sem hann gegndi samfellt í 41 ár þar til hann fór á eftirlaun 1988.