Tengt Siglufirði
Hafdís Ragnarsdóttir fæddist á Siglufirði 19. mars 1946. Hún lést í sjúkrahúsi Suðurnesja 18. júní 1995.
Foreldrar hennar eru hjónin María Guðmundsdóttir, f. 27. október 1923, og Ragnar Gíslason, útgerðarmaður á Siglufirði, f. 28. október 1918.
Ólöf var næstelst í hópi sex barna þeirra hjóna.
1) Halldóra Guðlaug Ragnarsdóttir, f. 1944, búsett í Keflavík;
2) Ólöf Ragnarsdóttir
3) María Lillý Ragnarsdóttir, f. 1950, búsett á Siglufirði, maki Haukur Jónsson skipstjóri
4) Guðmundur Ragnarsson verkfræðingur, f. 1953, búsettur á Sauðárkróki;
5) Kristín Ragnarsdóttir, f. 1956, búsett á Siglufirði; og
6) Ragnar Ragnarsson skipstjóri, (Raggi Ragg) f. 1957, búsettur á Siglufirði.
Hafdís gekk í hjónaband 26. nóvember 1966 með Einar Júlíusson, verslunarmaður og söngvari, f. 20. ágúst 1944. Þau hjónin eignuðust fjórar dætur.
Vilborg Einarsdóttir, f. 23. okt. 1967,
hennar sambýlismaður er Þórólfur Beck;
Halldóra Einarsdóttir, f. 10. júní 1969;
María Ragna Einarsdóttir, f. 12. febrúar 1971; og
Ólöf Hafdís Einarsdóttir, f. 26. desember 1975.
Ólöf starfaði sem verslunarmaður hjá versl. Álnabæ í Keflavík um nokkurra ára skeið, síðar hóf hún störf hjá versluninni Seymu í Reykjavík. Er hún hætti þar hóf hún aftur störf hjá Álnabæ í Keflavík og þá á saumastofu Álnabæjar, þar sem hún starfaði við saumaskap þar til hún hætti í ársbyrjun 1994 vegna veikinda.