Eiríkur Ásmundsson

Eiríkur Ásmundsson fæddist á Stóru-Reykjum í Fljótum í Skagafjarðarsýslu 22. janúar 1927.

Hann lést á lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri 5. ágúst 2004. 

Foreldrar hans voru þau Ásmundur Jósefsson bóndi á Stóru-Reykjum, f. 6 2. 1899, d. 25.5. 1991, og Arnbjörg Eiríksdóttir ljósmóðir, f. 27.12. 1896, d. 1.9. 1988. 

Systkini Eiríks eru; 

Guðrún Svanfríður, f. 1.10. 1925, d. sama ár, 

Hreiðar Ásmundsson, f. 18.2. 1929, d. 28.1. 2001, 

Guðmundur Árni Ásmundsson verkamaður í Kópavogi, f. 18 2. 1929, og 

Lúðvík Ásmundsson, f. 17.11. 1931, d. 2.10. 1996.

Eiríkur Ásmundsson - Ljósmynd: Kristfinnur

Eiríkur Ásmundsson - Ljósmynd: Kristfinnur

Eiríkur kvæntist 22.1. 1948 Hulda Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 9.5. 1928. Foreldrar hennar voru Magnús Konráðsson verkamaður, f. 28.9. 1897, d. 25.3. 1982 og Steinunn Ingibjörg Ólafsdóttir húsmóðir, f. 30.6. 1904. d. 29.9. 1936. 

Börn Eiríks og Huldu eru 

1) Steinunn Arnbjörg Eiríksdóttir, f. 5.12. 1947, hún á tvær dætur og tvö barnabörn. 

2) Ásmundur Eiríksson, f. 6.9. 1950, maki Unnur Þorsteinsdóttir, þau eiga tvö börn og þrjú barnabörn. 

3) Magnús Eiríksson, f. 17.11. 1951, maki Guðrún Ólöf Pálsdóttir (Gunnóla), þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. 

4) Steinar Ingi Eiríksson, f. 21.4. 1954, maki Ólína Sigríður Jóhannsdóttir, þau eiga fjögur börn og fjögur barnabörn. 

5) Ingþór Eiríksson, f. 17.9. 1959. 

6) Hrafnhildur Eiríksdóttir, f. 28.2. 1963, sambýlismaður Sigurður Helgi Bergþórsson, þau eiga tvo syni, fyrir á Hrafnhildur einn son. 

7) Haukur 10.3. 1964, maki Bára Sævaldsdóttir, þau eiga einn son, fyrir á Haukur tvö börn.

Eiríkur varð gagnfræðingur frá Gagnfræðaskóla Siglufjarðar. Fyrst vann hann hin ýmsu störf til sjós og lands. 

Árið 1950 hófu hann og Hulda búskap á Stóru-Reykjum. Eiríkur var framkvæmdastjóri Samvinnufélags Fljótamanna frá 1966 til 1973.

Hann var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Króksfjarðar frá1973 til 1980. 

Frá 1980 til 1986 var Eiríkur fulltrúi og bókari hjá KSÞ Svalbarðseyri og starfaði síðan hjá Iðnaðardeild SÍS á Akureyri frá 1986 til 1993. 

Hjónin Eiríkur og Hulda ráku gistiheimilið Hamraborg á Svalbarðseyri á árunum 1994 til haustsins 2003