Björn Hafliðason fv. yfirlögregluþjónn

Björn Hafliðason. Fæddur 31. júlí 1920 Dáinn 12. mars 1991 -

Björn var sonur hjónanna Jóhanna Sigvaldadóttir og Hafliði Jónsson. skipstjóra.

Björn ól allan aldur sinn hér í Siglufirði, hann vandist ungur á að taka til hendinni við ýmis störf sem til féllu. Ungur að árum fór Björn að stunda sjó, bæði með föður sínum, en einna lengst var hann á Gróttu, með Gesti Guðjónssyni. Þá sóttu bátar héðan af Norðurlandshöfnum til Faxaflóasvæðisins og var gert út ýmist frá Reykjavík eða Keflavík.

Nokkur sumur var Björn í vegavinnu, við að leggja veg úr Fljótum til Siglufjarðar, yfir Siglufjarðarskarð. Þar stjórnaði Björn jarðýtu, þeirri fyrstu sem notuð var við vegarlagningu yfir Siglufjarðarskarð. Mörg vor og haust vann Björn við snjómokstur yfir Siglufjarðarskarð, en það gat orðið kalsaleg vinna, sérstaklega á haustin, því ekkert hús var á ýtunni.

24. desember 1942 kvæntist Björn eftirlifandi eiginkonu sinni, Jónína Jónasdóttir, og varð þeim hjónum 6 barna auðið. Þau eru: 

Björn Hafliðason

Björn Hafliðason

1) Sævar Björnsson, kvæntur og búsettur í Reykjavík, á 2 börn. 

2) Birna Björnsdóttir, ekkja, búsett hér í bæ, á 3 börn. 

3) Jónas Björnsson, ókvæntur og býr hér í bænum. 

4) Hanna Björg Björnsdóttir, gift og búsett í Reykjavík, á 4 börn. 

5) Guðjón Björnsson, kvæntur og búsettur hér í bænum, á 4 börn, og 

6) Haraldur Björnsson, kvæntur og búsettur hér í bæ, á 2 börn.

Nú, þegar lífsbók Björns hefur verið lokað, er margs að minnast frá rösklega 30 ára samstarfi, bæði í gleði og sorg. Fyrsta vakt Björns hér í lögreglunni, var 11. ágúst 1953. Var hann sumarlögreglu þjónn í nokkur sumur, en frá 1962 var hann fastráðinn lögreglumaður allt þar til 31. júlí sl., að hann varðað láta af störfum sökum aldurstakmarka ríkisstarfsmanna, en þann dag varð Björn sjötugur. Þá héldu börn þeirra hjóna og tengdabörn honum veglegt samsæti í Þormóðsbúð hér í bænum. Þar var fjölmenni samankomið, til að hylla af mælisbarnið, en engum datt í hug á þeirri stundu að Björn gengi ekki heill heilsu, jafnvel ekki honum sjálfum.

Síðla í september sl. fór Björn í læknisrannsókn til Akureyrar, en kom heim eftir vikutíma og vann þá hér í lögreglunni frá 29. okt. til 4. nóv., en var þá kallaður í annað sinn til Akureyrar og upp úr því kom í ljós, að hann gekk með þann sjúkdóm sem ekki var hægt að stöðva. Yfir jól og nýár var Björn heima, en eftir það var hann að mestu leyti á Sjúkrahúsi Siglufjarðar. Þar naut hann allrar þeirrar hjúkrunar og umönnunar af hendi lækna og hjúkrunarliðs, sem unnt var að veita.

Ekki má niður falla að geta um áhugamál Björns. Hann hafði kindur í mörg ár, bæði til gagns og gamans. Gagnið, til að framfleyta fjölskyldu sinni á meðan atvinna var stopul á vetrum. Seinni árin hafði hann hesta sér til gleði og ánægju og á sjötugsafmæli Björns var hann kjörinn heiðursfélagi Hestamannafélagsins Glæsis og mat hann þann heiður mikils.

Það sakna margir vinar í stað, nú að leiðarlokum, því Björn hafði ánægju af að gera samferðafólki sínu greiða, ef hann hafði tök á, drengur góður í orðsins bestu merkingu. Björn var vinsæll af starfsfélögum sínum og samferðamönnum sökum prúðmennsku, en þó ákveðinn ef þess þurfti með.

Ég heimsótti Björn á sjúkrahúsið eins oft og aðstæður leyfðu og það vil ég taka fram, að Björn sýndi slíkt æðruleysi að fáum er gefið. Ekki ónáðaði hann starfsfólkið sér til hjálpar, nema brýna nauðsyn bæri til.

Síðasta daginn sem Björn lifði, sat ég óvenju lengi hjá honum, þá ríkti ró og friður yfir honum. Það má með sanni segja að hann hvarf úr þessum heimi sáttur við allt og alla. Þetta var í samræmi við allt hans lífshlaup.

Björn hafði fastmótaðar skoðanir á mönnum og málefnum. Hann fylgdi Sjálfstæðisflokknum öll þau ár sem hann kaus. Tryggð hans og vináttu var hægt að treysta, það sem hann helgaði sér, var af einlægum hug og hjarta gjört. Ég sendi eftirlifandi eiginkonu, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og systkinum dýpstu samúðarkveðju frá mér persónulega og lögreglumönnum sem Björn starfaði með.[.]....

Ólafur Jóhannsson