Elsa María Hertervig

Elsa María Hertervig var fædd á Siglufirði hinn 9. desember 1927. Hún andaðist á heimili sínu í Keflavík hinn 28. október 1994. 

Hún var dóttir hjónanna Óli J. Hertervig, bakarameistari, f.1899, d. 1977, og Lína G. Hertervig, f. 1897, d.1984. 

Önnur börn þeirra hjónanna eru 

Anna Lára Hertervig, kaupkona, f. 1923, búsett á Siglufirði, 

Bryndís Hertervig, húsmóðir, f. 1926, búsett í Svíþjóð, 

Inga Dóra Hertervig, húsmóðir, f. 1930, búsett í Reykjavík, og 

Óli Hákon Hertervig, arkitekt, f. 1932, búsettur í Reykjavík.

Elsa giftist  Kjartani Jónssyni lyfjafræðingi 29.9. 1951. Þau eignuðust þrjú börn, 

Sverrir, 

Lína og 

Theódór. 

Sverrir er skipstjóri, f. 1953. Sambýliskona hans er Guðríður Hansdóttir, f. 1958. Hann á tvö börn með fyrrverandi eiginkonu, Elsu Maríu, f. 1978, og Arnar, f. 1982.

Lína er eldvarnaeftirlitsmaður, f. 1955. Hún á tvö börn, Theódór, f. 1986, og Töru Maríu, f. 1990. Theódór er brunavörður, f. 1960. Hann er kvæntur Guðnýju Aðalsteinsdóttur, f. 1967. Dóttir þeirra er Birta Ósk, f. 1993. Þá ólu þau Elsa og Kjartan upp son Kjartans frá fyrra hjónabandi, Ólaf Hrafn, tæknifræðing, f. 1945, en móðir hans hafði látist frá honum barnungum. Ólafur Hrafn er kvæntur Kristínu Nikolaidóttur, f. 1947. Þau eiga fjögur börn, Sigríði Sólveigu, f. 1967, en sambýlismaður hennar er Stefán Stefánsson og eiga þau dótturina Sylvíu Kristínu, f. 1993, Kjartan, f. 1973, Berglindi Sölku, f. 1977, og Hrafn Nikolai, f. 1979.

Elsa ólst upp á Siglufirði, þar til hún fór til Ósló árið 1947 til náms í fæðingar- og ungbarnafræði. Hún lauk síðan námi í Ljósmæðraskóla Íslands hinn 30.9. 1949. Starfaði hún sem ljósmóðir við fæðingardeild Landspítalans 1949­1953. Hún starfaði á sjúkrahúsinu í Keflavík frá 1962­1973, á fæðingardeild Sólvangs í Hafnarfirði frá 1973-1976 og við hjúkrun á Elli- og hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði frá 1976, þar til skömmu fyrir andlát sitt.