Tengt Siglufirði
Halldóra Jónsdóttir - fæddist í Þverárdal í Bólstaðarhlíðarhreppi, Austur-Húnavatnssýslu, 11. mars 1921. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar föstudaginn 25. september 2009.
Foreldrar Halldóru voru Jón Björnsson bóndi á Heiði, f. á Ytri-Löngumýri í Blöndudal, Austur-Húnavatnssýslu 17. júlí 1891, d. 27. júlí 1983, og Finney Reginbaldsdóttir húsfreyja, f. á Látrum í Aðalvík, Norður-Ísafjarðarsýslu 22. júní 1897, d. 7. desember 1988.
Systir Halldóru er
Þann 24. ágúst 1946 giftist Halldóra, á Hólum í Hjaltadal, Jóhannes Þórðarson yfirlögregluþjóni, f. á Siglufirði 29. september 1919.
Foreldrar Jóhannesar voru Þórður Guðni Jóhannesson, f. á Sævarlandi, Laxárdal ytri, Skagafirði, 13. júlí 1890, d. 15. mars 1978, og Þórunn Ólafsdóttir, f. í Reykjavík 14. apríl 1884, d. 28. nóvember 1972.
Börn Halldóru og Jóhannesar eru:
Halldóra Jónsdóttir ólst upp í Skagafirði. Fram til 5 ára aldurs bjó hún á Sjávarborg í Borgarsveit og til 15 ára aldurs á Heiði í Gönguskörðum er hún flutti til Sauðárkróks. Hún hóf skólagöngu sína í farskólum til skiptis á bæjunum Heiði og Veðramóti og útskrifaðist gagnfræðingur frá Sauðárkróki. Hún stundaði síðan nám í húsmæðradeild Kvennaskólans í Reykjavík. Halldóra fór þá til starfa á Sjúkrahúsi Siglufjarðar.
Á Siglufirði kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum Jóhannesi Þórðarsyni og bjuggu þau þar eftir það. Halldóra vann meðal annars við verslunarstörf, síldarsöltun og ræstingar.
Halldóra starfaði mikið að félagsmálum og lét til sín taka í mörgum félagasamtökum, meðal annars í Slysavarnafélaginu, Rauða krossinum, Krabbameinsfélaginu, Hjartavernd og Framsóknarflokknum. Í mörgum félögunum á Siglufirði var hún formaður um langt skeið.
Hún starfaði jafnframt í nefndum á vegum Siglufjarðarbæjar.