Halldóra Björnsdóttir í Bakka

Halldóra Björnsdóttir Fædd 5. okt. 1863. Dáin 28. febrúar 1965. 

Þann 6. marz sl. var elzta kona bæjarins borin til hinzta hvíldarstaðar í grafreit kaupstaðarins, Halldóra Björnsdóttir í Bakka. Hún var fædd að Skeri á Látraströnd við Eyjafjörð, 5. okt. 1863, og því 101 árs gömul er hún lézt. 

Foreldrar hennar voru Þórunn Pétursdóttir, bónda í Bændagerði í Kraðklingahlíð, og Björn Þórarinsson, frá Hléskógum í Fnjóskadal. 

Halldóra mun hafa komið til Siglufjarðar árið 1888, og settist að í Hvanneyrarkoti, en þar bjó Bjarni Guðmundsson, sem í mörg ár tók á móti hákarlalifur af skipum Gránufélagsverzlunarinnar, bræddi hana og þótti snillingur við þann starfa.

28. sept. 1889 giftist Halldóra Guðmundur Bjarnason (eldri) í Bakka. Á fyrstu búskaparárum þeirra byggðu þau timburhús veglegt, ofar í bakkanum og nefndu Bakki (1907). Stendur hús þetta enn og sjást lítil hrörn ummerki á því, enda alltaf haldið vel við.

Halldóra og Guðmundur eignuðust tvo syni, 

Halldóra Björnsdóttir í Bakka - Ljósmynd: Kristfinnur

Halldóra Björnsdóttir í Bakka - Ljósmynd: Kristfinnur

Guðmund Guðmundsson
, er giftist
Ólöf Þorláksdóttir
, og áttu þau nokkur börn, meðal þeirra er
Guðmunda Guðmundsdóttir
, ekkja,  
Guðmundur Bjarnason,
sem býr í Bakkahúsinu gamla, maki
(Jóhanna María Bjarnason), færeyskri konu, 
Maja Bjarnason
Gestur Bjarnason, maki Liám Tlhorsen.
Þeirra börn eru:
  • Kristín Gestsdóttir, búsett í Keflavík, og
  • Halldór Gestsson, póstafgreiðslumaður hér í bæ, maki Líney Bogadóttir. 

Báðir þessir bræður, Guðmundur og Gestur, dóu á bezta aldri frá fjölskyldum sínum.

Halldóra Björnsdóttir var meðal kvenmaður á vöxt og þéttvaxin, myndarleg og höfðingleg ásýndum, svipur og yfirbragð milt og góðmannlegt. Hún bjó manni sínum og sonum myndarlegt og snoturt heimili. Guðmundur maður hennar var oftast hvern dag við ýmis störf suður í aðalverzlunarhverfinu, og mun hafa tekið við lifrarbræðslu af föður sínum. Í þann tíð voru færeysk fiskiskip tíðir gestir í Siglufirði.

Guðmundur var þeim mjög hjálpsamur í ýmsum efnum, er varð til þess að milli þeirra gerðist órofa vinátta. Bæði voni þau Guðmundur og Halldóra mjög gestrisin, og veittu sinum gestum af mikilli rausn. Var oft gestkvæmt á heimilinu, bæði af útlendum og innlendum mönnum. Oft hvíldu miklar annir á herðum húsfreyju, og oflt þurfti í mörg hom að liita. En öll störf virtust leika í höndum hennar.

Hún gekk gestum til beina með hófsemi og sálarró. Það var eins og hún stráði út frá sér björtum genum, mildi og góðleik um litlu stofurnar í Bakka, og veitti sínum gestum margar ógleymanlegar ánægjustundir. Halldóra mun hafa verið heilsuhraust fram á elliár, en nokkur síðari árin hefur hún ekki haft fótaferð, og mun að nokkru hafa valdið að hún missti með öllu sjónina.

Hún dvaldi hjá sonarsyni sínum, Guðmundi, og Maju, konu hans, og naut þar frábærrar umönnunar. Nú er þessi merka kona og mæta húsmóðir fallin í valinn eftir óvenju langt og starfaríkt líf. Henni fylgja héðan hlýir hugir. Þeir, sem þekktu hana bezt, þakka henni samfylgdina, og biðja henni blessunar og velgengni á landinu, sem við tekur.

Blessuð sé minning hennar.

P.E.
_______________________________________________________________________

Elzti borgari Siglufjarðar 100 ára Elzti borgari Siglufjarðar, ekkjufrú Halldóra Björnsdóttir í Bakka, varð tíræð 5. nóv. sl.

Var henni sýndur margvíslegur somi af bæjaribúum, m.a. færðu forseti bæjarstjórnar og settur bæjarstjóri henni fagran blómvönd frá bæjarstjórn Siglufjarðar. Heimili frú Halldóru og manns hennar, Guðmundar Bjarnasonar í Bakka, var rómað myndarheimih, sem allir eldri Siglfirðingar minn ast. Frú Halldóra dvelur nú hjá fóstursyni sínum, Guðmundi Bjamasyni og konu hans, frú Maju Bjarnason, og nýtur alúðar og góðrar umönnunar.