Jóhannes Þór Egilsson (Hansi Egils)

Jóhannes Egilsson fæddist 4. júlí 1931. Hann lést 28. maí 2011. 

Hann var fæddur á Eyrinni á Siglufirði í húsi sem faðir hans Egill Stefánsson flutti inn frá Noregi og reisti á Grundargötu 8.

Foreldrar Jóhannesar Þórs voru Egill Stefánsson, f. 8.5. 1896 að Hólabaki í Sveinstaðhr., A-Hún., d. 7.7. 1978, kaupmaður, danskur konsúll og riddari af Dannebrog 1966, pípulagningameistari og slökkviliðsstjóri til tuga ára, og Sigríður Jóhannesdóttir, f. 20.5. 1894 á Jökli í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði, d. 3.2. 1970. 

Systkinin urðu þrjú og var: 

1) Margrét Ingibjörg Egilsdóttir (Gréta), f. 14.7. 1923, d. 5.10. 2005, maki hennar  Kristján Steindórsson, f. 26.1. 1924. d. 7.8. 1991.

Afkomendur þeirra eru 15. Hin systirin er 

Jóhannes Egilsson

Jóhannes Egilsson

2)Jóhannes Egilsson  f. 4. júlí 1931 d. 21.5. 2011

3) Geirlaug Egilsdóttir, f. 31.7. 1936,maki hennar er Árni Kristmundsson, f. 11.11. 1937.

Afkomendur þeirra eru 12.

Kona Jóhannesar Þórs var Margrét. E Magnúsdóttir, f. 24.11. 1930, d. 22.2. 1996. Foreldrar Margrétar voru Sigríður N Níelsdóttir, f. 17.10. 1900, d. 2.10. 1961, og Magnús Á Haraldsson, f. 24.8. 1905, d. 15.8. 1997. 

Margrét og Jóhannes giftu sig 16. júlí 1968 í Reykjavík.

Dóttir þeirra er 

Sigríður. E. Jóhannesdóttir, f. 15.1. 1953, fyrrum maki Magnús Valdimarsson, f. 28.6. 1955, sonur þeirra er

Jóhannes Markús Magnússon, f. 15.8. 1995.

Er Jóhannes var ungur að árum fluttist fjölskyldan að Aðalgötu 11, því þar voru byggingar sem hentuðu frumkvöðlinum Agli.

Sett var upp bakatil pípulagningaverkstæði, húsgagnaframleiðsla, einnig voru framleidd þríhjól og barnakerrur, reykt kjöt og rúllupylsur, en út að Aðalgötu var reiðhjólaverslun með meira.

Börnin lærðu því snemma að taka til hendinni og unnu fjölbreytt störf. Með tímanum var farið í að reykja síld og leggja niður og sjóða niður síld í dósir og margt fleira. Hlutverk Jóhannesar var að sinna þessu. Hann starfaði í slökkviliðinu yfir slöngum og dælum. Á unglingsárum stundaði hann frjálsar íþróttir og gekk vel en hætti vegna meiðsla. Síðar sneri hann sér að badminton sem hertók hann og spilaði síðasta leik árið 2009.

Hann stóð  fyrir stofnun félags um þessa íþrótt 5. des. 1964 og varð þá formaður, þar til í apríl 2011. Tók þetta félag þátt í stofnun B.S.Í og átti aðild frá upphafi. Jóhannes var virkur félagi í Lionsklúbbi Siglufjarðar. Einnig stundaði hann skíði. Hann vann við fyrirtæki föður síns, mikið til sjálfmenntaður.

Árið 1956 hefja þeir feðgar útflutning til margra Evrópulanda. Eftir lát Egils er búið rekið til 1981, þá kaupir Jóhannes það ásamt öðrum og varð þá til Egilssíld ehf. sem Jóhannes rak til dánardags. Framleiddi fyrirtækið áfram reykta síld og reyktan og grafinn lax. Var hann virkur í Sölustofnun lagmetis meðan sú stofnun var til. Tæp tvö síðustu ár hefur Jóhannes dvalið á sjúkradeild og hlotið þar frábæra umönnun.