Halldór Þormar Jónsson sýslumaður

Halldór Þormar Jónsson fæddist 19. nóvember 1929 á Mel í Staðarhr., Skagafirði.  Hann lést á Sauðárkróki 14. desember 1995. 

Faðir Halldórs var Jón Eyþór Jónasson, bóndi á Torfumýri í Blönduhlíð, Akrahr., síðar á Mel í Staðarhr., Skag., f. 12. febr. 1893, d. 22. apríl 1982.

Móðir Halldórs var Ingibjörg Magnúsdóttir, húsfreyja á Torfumýri í Blönduhlíð, Akrahr., síðar á Mel í Staðarhr., Skag., f. 22. ágúst 1894, d. 3. júlí 1979.

Bræður Halldórs: 

Magnús Jónsson, fyrrv. fjármálaráðherra og bankastjóri Búnaðarbanka Íslands, f. 7.9. 1919, d. 13.1. 1984, og

Baldur Jónsson, f. 31.10. 1923, d. 19.6. 1983, rektor Kennaraháskóla Íslands. 

Halldór Þormar Jónsson - Ljósmyndari ókunnur

Halldór Þormar Jónsson - Ljósmyndari ókunnur

Halldór kvæntist 11. október 1953 Aðalheiður Benedikta Ormsdóttir, skrifstofumanni og húsfreyju, f. 30. maí 1933. 

Börn þeirra: 

1) Hanna Björg Halldórsdóttir, f. 29. des. 1952 á Hólmavík, sjúkraliði á Sauðárkróki. 

2) Jón Ormur Haldórsson, f. 5. mars 1954 í Rvík, doktor í stjórnmálafræði, lektor við Háskóla íslands. 

3) Ingibjörg Halldórsdóttir, f. 28. apríl 1958 í Stykkishólmi, læknaritari á Siglufirði. Maki: Hermann Jónasson framkvæmdastjóri. 

4) Halldór Þormar Halldórsson, f. 7. maí 1964 á Sauðárkróki, nemi við HÍ. 

Halldór Þ Jónsson varð stúdent frá MA 1950. Cand juris frá Háskóla Íslands 29. jan. 1957. Hdl. 24. mars 1961. 

Störf: Fulltrúi á framfærsluskrifstofu Reykjavíkur frá 1. febr. til 1. des. 1957. 

Framkvæmdastjóri fyrirtækja Sigurðar Ágústssonar (útgerð, verslun og frystihús) í Stykkishólmi frá 1. des. 1957 til 1. des. 1960. 

Framkvæmdastjóri Fiskivers Sauðárkróks hf., Skagfirðings hf. og Hervarar hf. frá 1. des. 1960 til 1. okt. 1962 og Verslunarfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki frá 1. jan. 1961 til 31. júlí 1964. Stundaði jafnhliða lögfræðistörf. 

Fulltrúi hjá bæjarfógetanum á Sauðárkróki og sýslumanninum í Skagafjarðarsýslu frá 1. ágúst 1964, skip. fulltrúi þar 2. jan. 1973 frá 1. s.m. til 15. ágúst 1980. 

Settur bæjarfógeti á Siglufirði í júlí 1976 til jan. 1977, skip. bæjarfógeti þar 31. júlí 1980 frá 15. ágúst s.á. til 31. okt. 1982, skip. bæjarfógeti á Sauðárkróki og sýslumaður í Skagafjarðarsýslu 28. sept. 1982 frá 1. nóv. s.á. 

Skipaður sýslumaður á Sauðárkróki frá 1. júlí 1992.