Hallur Garibaldason

Hallur Garibaldason, f. 24. júní 1893, d. 15. apríl 1988, sjómaður og verkamaður. Siglufirði.

Kona hans frá 1918, Sigríður Jónsdóttir, f. 15. des. 1897, d. 10. ágúst 1983, Siglufirði. Foreldrar Sigríðar: Jón Þorsteinsson, f. 22. jan. 1864, d. 6. jan. 1899 dr, Bóndi Sléttu Fljótum og maki hans Guðný Jóhannsdóttir, f. 2. nóv. 1860, d. 13. jan. 1930, Sléttu.

         Börn þeirra:

             a) Garibaldi Hallsson, f. 3. sept. 1918,

             b) Pétur Hallsson, f. 2. apríl 1920,

             c) Margrét Petrína Hallsdóttir, f. 23. ágúst 1922,

             d) Magðalena Sigríður Hallsdóttir, f. 28. júní 1928,

Hallur Garibaldason

Hallur Garibaldason

             e) Helgi Hallsson, f. 16. febr. 1931,

             f) Jón Hallsson, f. 29. sept. 1932,

             g) Guðjón Hallur Hallsson, f. 23. mars 1939.

========================================

Hallur Garibaldason ­ Siglufirði Fæddur 24. júní 1893 Dáinn 15. apríl 1988 Það er nú ætíð svo þegar dauðsfall dynur yfir að okkur setur hljóð og látum hugann reika til liðinna samverustunda. Hugsum um það helst og fremst, "höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg".

Og nú er horfinn yfir móðuna miklu einn af þessum einstæðu öðlingum aldamótakynslóðarinnar, saddur lífdaga, næstum því 95 ára gamall. Svo sannarlega hefur hann gengið til góðs götuna fram eftir veg. Hallur var föðurbróðir minn og nánast afi minn líka, eins og mér finnst og man fyrst eftir mér. Ég fæddist í hans húsi, Hallshúsi, eða "suðri í húsi" og naut þess að alast upp hið næsta honum öll mín bernskuár og var heldur ekki sá eini sem fann fyrir þeirri nálægð sem ljúfmennska hans, kyrrláta hógværð og einstaka mannelska lýsti, hvar sem hann fór. Og ekki spillti hin einlæga trú hans og hvatning hans til okkar hinna yngri að hugleiða kirkjunnar mál og ófáar ferðirnar leiddi hann okkur þangað.

Hallur var fæddur á Mannskaðahóli 24. júní árið 1893 og var þriðji sonur hjónanna Garibaldi Einarsson og Margrét Petrína Pétursdóttir þau hjón eignuðust alls 9 börn:

Einar Kristbjörn f. 1888,

Pétur Garibaldason f. 1891,

Hallur Garibaldason f. 1893,

Guðmundur Jóhann Garibaldason f. 1895,

Sigríður Pálína f. 1897,

Málfríður Anna f. 1899,

Ásgrímur f. 1901,

Guðbjörg Indíana f. 1904 og

Óskar Garibaldason f. 1908.

Öll eru þau nú látin og Hallur þeirra síðastur af þessari stóru fjölskyldu.

Á liðinni ævi hefur hann mikið reynt og áföll hafa dunið yfir. Þá fyrst er faðir hans Garibaldi deyr aðeins 54 ára gamall og svo ári síðar er móðir hans og 3 systkini þau Pétur, Sigríður Pálína og Málfríður Anna farast öll í snjóflóðinu mikla á Engidal við Siglufjörð vorið 1919. Þetta hafa verið dimmir dagar og áreiðanlega aldrei fyrnst úr minni hans.

Árið 1918 giftist Hallur Sigríður Jónsdóttir, Þorsteinssonar, fyrrverandi hreppstjóra í Haganesvík og konu hans Guðnýjar Jóhannsdóttur ættaðri frá Úlfsdölum. Sigríður Jóhannsdóttir lést í hárri elli árið 1983. 

Þau Sigríður og Hallur hófu búskap á Siglufirði og byggðu sér glæsiheimili á þeirra tíma mælikvarða að Hvanneyrarbraut 23.  - Alla sína ævi bjuggu þau á Siglufirði og tóku ástfóstri við þá byggð.

Börn þeirra urðu 8, tveir drengir sem báðir voru skírðir Garibaldi fæddust 1918 og 1921 en dóu ungir að árum úr barnaveiki sem þá herjaði, annar tæpra þriggja ára en hinn nokkurra mánaða gamall. Eftirlifandi börn Halls og Siggu eru: 

3) Pétur Hallsson, fæddur 1920, skipstjóri og nú búsettur í Danmörku, 

4) Margrét Hallsdóttir, fædd 1922, kennari, búsett í Reykjavík, 

5) Magdalena Hallsdóttir, fædd 1928, símavarðstjóri á Siglufirði,

6) Helgi Hallsson, fæddur 1931, byggingameistari og býr á Akureyri, 

7) Jón Hallsson, fæddur 1932, framkvæmdastjóri í Reykjavík og 

8) Guðjón Hallur Hallsson, fæddur 1939, húsgagnasmíðameistari í Reykjavík. 

Auk þess ól Hallur upp yngsta bróður sinn, Óskar Garibaldason, frá 10 ára aldri en hann dvaldi hjá þeim haustið 1918 og veturinn 1919 þegar hinir voveiflegu atburðir áttu sér stað í Engidal og varð því hjá þeim Siggu og Halli eftir það allt fram á fullorðinsár. 

Ekki er þó öll sagan sögð því nokkru síðar sest upp hjá þeim Halli aldraður maður sem hét Jósep, blindur og nánast kominn í kör. Þennan gamla mann tóku þau að sér og önnuðust hann allt þar til hann lést.  Einnig ala þau önn fyrir syni hans, Jóhannes Jósepsson, þá 10 ára gömlum dreng og fóstra upp.

Og enn má bæta því við að síðar taka þau svo að sér dóttur Jóhannesar, litlu, síðar skírð Magdalena Jóhannesdóttir, og ala upp.

Og margan munnbitann eiga þau þessi elskulegu hjón í mínum maga og systkina minna allt frá fyrstu tíð. Það hefur því oft verið mannmargt á heimilinu því og langur vinnudagur bæði hjá húsfreyju og bónda hennar, Halli. Alltaf virtist vera pláss fyrir einn í viðbót, þó fullt útúr dyrum sýndist vera.................... 

Hörður S. Óskarsson
-----------------------------------

Hallur Garibaldason var fæddur á Mannskaðahóli 24. júní árið 1893 og var þriðji sonur hjónanna Garibalda Einarssonar og Margrétar Petrínu Pétursdóttur en þau hjón eignuðust alls 9 börn: 

Einar Kristbjörn f. 1888, Pétur f. 1891, 

Hallur f. 1893, 

Guðmundur Jóhann f. 1895, 

Sigríði Pálína f. 1897, 

Málfríði Anna f. 1899, 

Ásgrím f. 1901, 

Guðbjörg Indíana f. 1904

Óskar f. 1908. 

Öll eru þau nú látin og Hallur þeirra síðastur af þessari stóru fjölskyldu. Á liðinni ævi hefur hann mikið reynt og áföll hafa dunið yfir. Þá fyrst er faðir hans Garibaldi deyr aðeins 54 ára gamall og svo ári síðar er móðir hans og 3 systkini þau Pétur, Sigríður Pálína og Málfríður Anna farast öll í snjóflóðinu mikla á Engidal við Siglufjörð vorið 1919. Þetta hafa verið dimmir dagar og áreiðanlega aldrei fyrnst úr minni 

hans. Árið 1918 giftist Hallur Sigríði Jónsdóttur, Þorsteinssonar, fyrrverandi hreppstjóra í Haganesvík og konu hans Guðnýjar Jóhannsdóttur ættaðri frá Úlfsdölum. Sigríður lést í hárri elli árið 1983. Þau Sigríður og Hallur hófu búskap á Siglufirði og byggðu sér glæsiheimili á þeirra tíma mælikvarða að Hvanneyrarbraut 23. Alla sína ævi bjuggu þau á Siglufirði og tóku ástfóstri við þá byggð. Börn þeirra urðu 8, tveir drengir sem báðir voru skírðir Garibaldi fæddust 1918 og 1921 en dóu ungir að árum úr barnaveiki sem þá herjaði, annar tæpra þriggja ára en hinn nokkurra mánaða gamall. 

Eftirlifandi börn Halls og Siggu eru: 

Pétur Hallsson, fæddur 1920, skipstjóri og nú búsettur í Danmörku, Margrét, fædd 1922, kennari, búsett í Reykjavík, 

Magdalena Halldóttir, fædd 1928, símavarðstjóri á Siglufirði, 

Helg Hallsson, fæddur 1931, byggingameistari og býr á Akureyri, 

Jón Hallsson, fæddur 1932, framkvæmdastjóri í Reykjavík og 

Guðjón Hallur Hallsson, fæddur 1939, húsgagnasmíðameistari í Reykjavík.

Auk þess ól Hallur upp yngsta bróður sinn, Óskar, frá 10 ára aldri en hann dvaldi hjá þeim haustið 1918 og veturinn 1919 þegar hinir voveiflegu atburðir áttu sér stað í Engidal og varð því hjá þeim Siggu og Halli eftir það allt fram á fullorðinsár. Ekki er þó öll sagan sögð því nokkru síðar sest upp hjá þeim Halli aldraður maður sem hét Jósep, blindur og nánast kominn í kör. Þennan gamla mann tóku þau að sér og önnuðust hann allt þar til hann lést. Einnig ala þau önn fyrir syni hans, Jóhannesi, þá 10 ára gömlum dreng og fóstra upp.

Og enn má bæta því við að síðar taka þau svo að sér dóttur Jóhannesar, Litlu, síðar skírð Magdalena, og ala upp. Og margan munnbitann eiga þau þessi elskulegu hjón í mínum maga og systkina minna allt frá fyrstu tíð. Það hefur því oft verið mannmargt á heimilinu því og langur vinnudagur bæði hjá húsfreyju og bónda hennar, Halli. Alltaf virtist vera pláss fyrir einn í viðbót, þó fullt útúr dyrum sýndist vera.

Það er því ekki ofsögum sagt, að þó alt léki ekki alltaf í lyndi, þá var það hjálpsemin og manngæskan sem var sett ofar öllu og samheldnin leyndi sér heldur aldrei. Á sínum yngri árum stundaði Hallur eins og aðrir ungir menn á þessum slóðum sjóinn, við oft óblíð kjör. Fyrst á hákarlaskipum gerðum út frá Siglunesi, hjá Oddi Jóhannessyni á Nesi, og þegar hákarlinn gaf sig ekki þá á trillum og stærri bátum.

Þá var heldur ekki vílað fyrirsér að sækja föng suður á land. Nokkrar vertíðir voru farnar bæði til Vestmannaeyja og Njarðvíkur og þangað fóru með Halli fóstur bræðurnir Óskar, bróðir hans, og Jóhannes Jósefsson, fóstursonur hans, en þeir voru á sama aldri. Ekki var þá spurt um tíma né erfiði við að sækja björg í bú og leiðin til ástvina býsna löng, til þeirra er heima biðu eftir fyrirvinnu, föður og bræðrum. 

En árið 1935 réðst Hallur til Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði og þar starfar hann allan sinn aldur meðan heilsan endist eða framundir nírætt. Bara það segir meir en nokkur orð um þá samviskusemi, elju og dugnað sem hann sýndi með sínu lífi. Enda var það svo að á efri árum hans í ríkinu, þegar verksmiðjurnar voru nefndar á nafn, þá kom alltaf nafn Halls upp í hugann svo nátengdur var hann orðinn Síldarverksmiðjum ríkisins eftir nærri 50 ára samfelldan starfsaldur.

(mbl 23. apríl 1988 Hörður S Óskarsson)