Bergmundur Ögmundsson skipstjóri á bátnum Jökull SH 126

Bergmundur Ögmundsson fæddist í Ólafsvík 8. febrúar 1936. Hann andaðist á Dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík 21. maí 2014.

Foreldrar hans voru hjónin Ögmundur Jóhannesson sjómaður í Ólafsvík, f. 1. júní 1892 á Hrísum í Fróðárhreppi, d. 30. maí 1937, og Þórdís Ágústsdóttir húsmóðir, f. 15. júní 1911 í Ytri-Drápuhlíð, d. 18. ágúst 1994. 

Systkini hans voru 

1) Jóhanna, f. 1919, d. 1983,

2) Brandur Jóhannes, f. 1920, d. 2000,

3) Jóhannes Hermann, f. 1930,

4) Eiríkur Leifur, f. 1932,

Bergmundur Ögmundsson -   Ljósm; mbl

Bergmundur Ögmundsson - Ljósm; mbl

5) Hólmkell Sigurður, f. 1934,

6) Agla, f. 1937,

7) Hulda, f. 1940,

8) Vöggur, f. 1944,

9) Sjöfn, f. 1946, og

10) Anna, f. 1951.

Eiginkona Bergmundar er Sigríður Þóra Eggertsdóttir, f. 6. maí 1933 á Siglufirði, og giftust þau 31. maí 1959. Foreldrar hennar voru hjónin Eggert Theodórsson og Elsa Sigurbjörg Þorbergsdóttir frá Siglufirði.

Dætur Bergmundar og Sigríðar Þóru eru

1) Þórdís Bergmundardóttir, f. 1959, maki Elvar Guðvin Kristinsson, f. 1953, synir þeirra eru

a) Bergmundur, f. 1981,

sambýliskona

Sunna Kristinsdóttir,

synir þeirra eru

Sindri Már, 

Darri og Máni, 

b) Jóhann Ögri, f. 1983,

sambýliskona

Rut Helgadóttir,

dóttir þeirra er 

Patricia, 

2) Elsa Sigurbjörg Bergmundsdóttir, f. 1963,

maki

Aðalsteinn Snæbjörnsson, f. 1962,

synir þeirra eru

a) Snæbjörn, f. 1987,

sambýliskona

Guðrún Magnea Magnúsdóttir, 

b)Hólmkell Leó, f. 1991.

Bergmundur byrjaði 14 ára til sjós, tók mótornámskeið og var svo í Stýrimannaskólanum frá september 1956 til maí 1958.

Hann varð stýrimaður á Jökull SH 126 árið 1957 og tók við sem skipstjóri í júlí 1959. Hann var skipstjóri á fleiri bátum áður en hann og Vöggur bróðir hans fóru saman í útgerð 1968. Lengst voru þeir með Hugborg SH 87.

Þegar Bergmundur hætti til sjós vegna aldurs hafði hann stundað sjómennskuna í 54 ár.

Bergmundur var einn af stofnfélögum Lionsklúbbs Ólafsvíkur. Hann sat í stjórn Sparisjóðs Ólafsvíkur í allmörg ár. Einnig sat hann í stjórn Félags eldri borgara í Snæfellsbæ.