Tengt Siglufirði
Halldór Gestsson, fæddur á Siglufirði 15. apríl 1917, Hann lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 3. nóvember 2008.
Foreldrar hans voru hjónin Lára Thorsen, fædd á Hjalteyri 21.6. 1887, d. 16.11. 1976 og Gestur Guðmundsson frá Bakka á Siglufirði, f. 21.8. 1892, d. 8.3.1937.
Foreldrar Láru voru Lars Thorsen frá Noregi og Hjörtína Kristín Kristjánsdóttir.
Foreldrar Gests voru Guðmundur Bjarnason og Halldóra Björnsdóttir, sem bjuggu í Bakka á Siglufirði.
Systkini Halldórs eru
Halldór giftist 15. október 1944 Líney Bogadóttir frá Minni-Þverá í Fljótum, f. 20.12. 1922.
Halldór Gestsson og Líney Bogadóttir eignuðust sjö börn. Þau eru:
Þegar Halldór lést átti hann 56 barna- og barnabarnabörn. Halldór og Líney bjuggu allan sinn búskap að Hlíðarvegi 11 eða þar til þau fluttust að Skálarhlíð 1994.
Halldór gekk í Barna- og unglingaskóla Siglufjarðar. Hann stundaði nám í rafvirkjun við Iðnskóla Siglufjarðar og síðar við Póstskólann í Reykjavík.
Hann hóf ungur störf hjá Pósti og síma á Siglufirði, fyrst sem sendill 1928 en hann gegndi síðar ýmsum störfum hjá því fyrirtæki, var t.d. vaktmaður á símanum, loftskeytastöðinni og póstafgreiðslumaður. Hjá Pósti og síma starfaði hann allan sinn starfsaldur eða þar til að hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1987.
Einnig vann hann sem vörubílstjóri og afgreiðslumaður hjá Áfengisverslun Siglufjarðar.
Ungur aðstoðaði hann föður sinn sem var ferjumaður á ferjubátnum Farsæli