Jón Hjaltalín fyrrverandi útgerðarmaður.

Siglfirðingur - 12. febrúar 1965

Jón Hjaltalín fyrrverandi útgerðarmaður.

Þegar Steindór Hjaltalín bróir hans, flutti til Reykjavíkur, dróst útgerðin saman, og var Jón þá einn um stöðina og einu skipi hélt hann úti á tímabili.

Þegar síldarleysisárin gengu í garð, dofnaði yfir allri útgerð og síldarverkun hjá Jóni, eins og fleirum. Þá, eða seinni hluta þessara athafnalitlu ára, kenndi Jón vanheilsu og treysti sér ekki til að halda þessu áfram. Leigði hann þá stöðina og seldi síðan. Jón var stórduglegur maður og gekk að sínum störfum með einbeittum áhuga.

Hann kunni líka betur við að fólk, sem hjá honum vann, væri ekki með slæping og slen við verk sín. Hann var lákaflega vandur að verkun síldar. Hann þótti ágætur síldarmaður, og þótti sú síld, sem hann lét verka, ágæt. Hann var sérlega vandur að því, að vel væri um síldarplan og hús gengið. Hirðing og viðhald é öllu, sem stöðinni tilheyrði, var alltaf með afbrigðum góð. Má segja með sanni, að síldarstöð Hjaltalínsðbræðra bar langt af öllum söltunarstöðvum, hvað hirðingu og alla umgengni snerti.

Jón Hjaltalín - Ljósmynd Krsitfinnur

Jón Hjaltalín - Ljósmynd Krsitfinnur

Jón var vel handhagur, og varði tómstundum sínum við smíðar eða ýmislegt föndur. Hann átti mikið af ágætum verkfærum. Höfðu kunnugir orð á, að enginn lærður smiður hér í bæ ætti slíkt verkfæraval og Jón. Jón var giftur Soffíu Stefánsdóttur, og lifir hún mann sinn. Frú Soffía var dóttir hins mikla útskurðarsnillings, Stefáns Eiríkssonar, Reykjavík. Má segja, að eplið hafi þar ekki fallið.

Hann lézt að heimili sínu hér í bæ (Siglufirði)
Hann var fæddur 4 Akureyri, 23. des. 1903. d. 7. janúar 1965
Foreldrar hans voru Þórunn Þórarinsdóttir, frá Veigastöðum á Svalbarðsströnd, og Bjarni Hanson Hjaltalín, verzlunarmaður á Akureyri.

Jón ólst upp á heimili foreldra sinna í myndarlegum systkinahópi. Snemma vandist hann ýmsum störfum, sérstaklega útgerðarstörfum. Hefur líklega verið mikið með föður sínum, sem var útgerðarstjóri hjá Havsteen kaupmanni. Enda fór svo, að þegar hann náði fullum þroska, beindist hugur hans til alls konar útgerðar.

Árið 1927 kemur hann til Siglufjarðar og hóf þá útgerð og síldarsöltun í félagi við Steindór heitinn, bróður sinn. Höfðu þeir allmörg skip, er gengu á síldveiðar, og leigðu þá síldarstöð Halldórs kaupmanns Jónassonar, til að byrja með.

Síðar byggðu þeir sjálfir síldarsöltunarstöð, sem var nefnd síldarsöltunarstöð Hjaltalínsbræðra. Þegar Steindór flutti til Reykjavíkur, dróst útgerðin saman, og var Jón þá einn um stöðina og einu skipi hélt hann úti á tímabili. Þegar síldarleysisárin gengu í garð, dofnaði yfir allri útgerð og síldarverkun hjá Jóni, eins og fleirum.

Þá, eða seinni hluta þessara athafnalitlu ára, kenndi Jón vanheilsu og treysti sér ekki til að halda þessu áfram. Leigði hann þá stöðina og seldi síðan. Jón var stórduglegur maður og gekk að sínum störfum með einbeittum áhuga. Hann kunni líka betur við að fólk, sem hjá honum vann, væri ekki með slæping og slen við verk sín. Hann var ákaflega vandur að verkun síldar. Hann þótti ágætur síldarmaður, og þótti sú síld, sem hann lét verka, ágæt. Hann var sérlega vandur að því, að vel væri um síldarplan og hús gengið.

Hirðing og viðhald é öllu, sem stöðinni tilheyrði, var alltaf með afbrigðum góð. Má segja með sanni, að síldarstöð Hjaltalínsbræðra bar langt af öllum söltunarstöðvum, hvað hirðingu og alla umgengni snerti. Jón var vel handhagur, og varði tómstundum sinum við smíðar eða ýmislegt föndur. Hann átti mikið af ágætum verkfærum. Höfðu kunnugir orð á, að enginn lærður smiður hér í bæ ætti slíkt verkfæraval og Jón.

Jón var giftur Soffíu Stefánsdóttur, og lifir hún mann sinn. Frú Soffía var dóttir hins mikla útskurðarsnillings, Stefáns Eiríkssonar, Reykjavík. Má segja, að eplið hafi þar ekki fallið langt frá eikinni, því frú Soffía hefur erft hagieik og hugkvæmni föður síns. Hún er vel handhög og hefir gjört talsvert af því að skera út í tré, bæði fyrir heimlið og aðra. Sambúð hjónanna virtist vera til fyrirmyndar. Þau voru mjög samhent.

Líklega er það einsdæmi, að þau smíðuðu mikið af sínum innanstokksmunum. Bóndinn smíðaði stólgrindurnar o.fl., en frúin puntaði upp á með fallegum útskurði. Sorg og söknuður er eð frú Soffíu kveðinn, en vitað mál er, að hún hefur ánægjulegar endurminningar um góðan eiginmann, sem hún dvaldi með margar ánægjustundir.

Sjálfsagt hefðu hún óskað að þær yrðu fleiri. En það gengur svo til í þessu lífi, að við dómarann er ekki hægt að deila. Þó við mennirnir séum ófróðir, og skiljum ekki ráðstafanir himnaföðursins, sættum við okkur við þessa ráðstöfun, að hún hafi eftir aðstæðum verið rétt. Yfir é landið óunna fylgja Jóni hlýir hugir og þakkir fyrir samferðina.

Blessuð sé minning hans. P.E.