Jón Alfonsson

Jón Alfonsson var fæddur á Siglufirði 10. október 1935. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík aðfaranótt föstudags 15. júlí 1994. 

Foreldrar hans voru  Alfons Jónsson lögfræðingur, f. 26.7. 1898, d. 29.4. 1952, og Jenny Stefánsdóttir, hattameistari og kaupmaður, f. 7.1. 1901, d. 20.4. 1987.

Systir Jóns var 

Guðrún Alfonsdóttir, f. 22.1. 1930, d. 14.1. 1994.

Eftirlifandi eiginkona Jóns er Eyrún Sigurbjörg Eyjólfsdóttir, f. í Hafnarfirði 15.9. 1935. Þau eignuðust þrjú börn:

1) Alfons Jónsson bifvélavikri,

2) Aldís Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur og

3) Eyjólfur Kristinn nemandi búsettur í heimahúsi.

Jón lauk prófi frá verslunardeild Verslunarskóla Íslands árið 1955, en síðar prófi í flugumferðarstjórn og starfaði sem slíkur til ársins 1984 er hann lét af störfum af heilsufarsástæðum.

Útför Jóns fór fram frá Áskirkju.