Jón Andersen vélstjóri

Jón Andersen fæddist á Siglufirði 19. Júlí 1910 d. í júní 1989  

Foreldrar hans voru hjónin Georg Andersen vélsmiður og Kristín Kristinsdóttir. Georg var danskur vélsmiður sem var sendur til Íslands til þess að kenna vélstjórum við Eyjafjörð meðferð bátavéla árið 1906. Georg ílengdist á Íslandi og giftist Kristín Kristinsdóttir frá Lögmannshlíð í Eyjafirði árið 1910.

Þau eignuðust fimm börn og var 

  • 1) Jón Andersen þeirra elstur. Jón ólst upp á Siglufirði, hann vann mikið með föður sínum og lærði m.a. af honum meðferð véla. Þegar Jón var 19 ára varð hann fyrir því óláni að slysaskot fór í aðra hendi hans þannig að hann missti hana, Var hann þá við sjóróðra með föður sínum sem átti bát. 

Jón Andersen maki Guðrún María Guðmundsdóttir ættaðri frá Ísafirði og bjuggu þau á Siglufirði, þar sem Jón vann við vélgæslu m.a. í frystihúsi Ásgeir Pétursson undir bökkunum sem kallað var. Jón og Guðrún eignuðust tvo börn:

Jón Andersen

Jón Andersen

  • 1) Ágústa Kristín Andersen fædda 13. október 1936 sem er búsett í Kópavogi og 
  • 2) Emil Ingi Andersen sem fæddist 13. apríl 1944, en hann misstu þau aðeins 4 mánaða gamlan. 

Guðrún átti dóttur fyrir hjónabandið,  Herborg Huld Símonardóttir, sem fæddist 21. júní 1932. Gekk Jón henni í föðurstað þar til hún fór að vinna fyrir sér og flutti til Reykjavíkur 15 ára gömul. 

Jón missti Guðrúnu 5. október 1944. 

Árið 1946 fer Jón að Skeiðsfossvirkjun og ætlaði að vera þar stuttan tíma. Þessi tími varð í raun 32 ár. 

Árið eftir gengur Jón að eiga Stefanía Jóhannsdóttir sem látin er fyrir nokkrum árum. Stefanía hafði misst mann sinn, Maron Einarsson. 

Áttu þau tvær dætur sem fylgdu mömmu sinni að Skeiðsfossvirkjun þar sem þær ólust upp og gekk Jón þeim í föðurstað.

Ennfremur dvaldi hjá þeim Maron Björnsson, sonur Hönnu dóttur Stefaníu, þar til hann fór í gagnfræðaskóla.

Ég kynntist Jóni og Stefaníu þegar ég hóf störf hjá Rafveitu Siglufjarðar. Er mér sérstaklega minnisstætt hvað þau höfðu jákvæð viðhorf til þess að taka þátt í rekstri stöðvarinnar að því leyti að taka inn á mannmargt heimili sitt iðnaðarmenn og aðra sem senda þurfti til viðhalds og viðgerða.

Fyrir það er mér ljúft að þakka á þessari stundu, en mér er kunnugt um að í hópi þessara manna eignuðust þau marga vini og kunningja sem héldu við þau sambandi.

Af þeirri ástæðu að Jón var einhentur gat hann ekki ekið bifreið, en mér er minnisstætt þegar þau hjónin fengu sér leigubíl og skruppu bæjarleið til að heimsækja kunningjana, þá var yfir þeim mikill heimsborgarabragur.

Þrátt fyrir að Jón hafði aðeins aðra höndina vann hann sín störf við gæslu virkjunarinnar á þann veg að engu var líkara en hann gengi heill til skógar og aldrei heyrði ég hann kvarta undan því að höndina vantaði.

Mér er í minni þegar ég sá hann fyrst veiða lax, þar fór saman út sjónarsemi og lagtækni sem gaf góðan árangur. Jón var heiðursfélagi Stangveiðifélags Siglfirðinga.

Þegar Jón náði að lokum starfstíma árið 1979 vildu þau endilega flytjast til Siglufjarðar, festu kaup á Eyrargötu 9 og bjuggu sér einkar hlýlegt og notalegt heimili. Áttu þau þar saman góð ár sem vissulega máttu vera fleiri en eins og áður sagði missti Jón Stefaníu 7. desember 1985.

Jón var nokkuð undir læknishendi undanfarin ár og dvaldi hann af og til á Sjúkrahúsi Siglufjarðar. Hann var þó heima hjá sér þegar kallið kom. Hann fékk hægt andlát í örmum Kristínar dóttur sinnar, þann 14. Júní 1989, en hún ætlaði að dvelja hjá honum um tíma.
------------------------------------

Georg Andersen og Kristín, foreldrar Jóns slitu samvistum, en Georg giftist aftur Margrét Jónsdóttir frá Önundarfirði árið 1939,  eignuðust þau sex börn.
---------------------------------

24. júní 1989 |

Jón Andersen vélstjóri Jón fæddist á Siglufirði 19. júlí 

1910. Foreldrar hans voru hjónin Georg Andersen vélsmiður og Kristín Kristinsdóttir. Georg var danskur vélsmiður sem var sendur til Íslands til þess að kenna vélstjórum við Eyjafjörð meðferð bátavéla árið 1906. Georg ílengdist á Íslandi og giftist Kristínu Kristinsdóttur frá Lögmannshlíð í Eyjafirði árið 1910.

Þau eignuðust fimm börn og var Jón þeirra elstur. Georg og Kristín slitu samvistum, en Georg giftist aftur Margréti Jónsdóttur frá Önundarfirði árið 1939, eignuðust þau sex börn. Jón ólst upp á Siglufirði, hann vann mikið með föður sínum og lærði m.a. af honum meðferð véla. Þegar Jón var 19 ára varð hann fyrir því óláni að slysaskot fór í aðra hendi hans þannig að hann missti hana, Var hann þá við sjóróðra með föður sínum sem átti bát. 

Jón giftist Guðrúnu Maríu Guðmundsdóttur ættaðri frá Ísafirði og bjuggu þau á Siglufirði, þar sem Jón vann við vélgæslu m.a. í frystihúsi Ásgeirs Péturssonar undir bökkunum sem kallað var. Jón og Guðrún eignuðust tvo börn, Ágústu Kristínu fædda 13. október 1936 sem er búsett í Kópavogi og Emil Inga sem fæddist 13. apríl 1944, en hann misstu þau aðeins 4 mánaða gamlan. Guðrún átti dóttur fyrir hjónabandið, Herborgu Huldu Símonardóttur, sem fæddist 21. júní 1932. Gekk Jón henni í föðurstað þar til hún fór að vinna fyrir sér og flutti til Reykjavíkur 15 ára gömul. 

Jón missti Guðrúnu 5. október 1944. Árið 1946 fer Jón að Skeiðsfossvirkjun og ætlaði að vera þar stuttan tíma. Þessi tími varð í raun 32 ár. Árið eftir gengur Jón að eiga Stefaníu Jóhannsdóttur sem látin er fyrir nokkrum árum. 

Stefanía hafði misst mann sinn, Maron Einarsson. Áttu þau tvær dætur sem fylgdu mömmu sinni að Skeiðsfossvirkjun þar sem þær ólust upp og gekk Jón þeim í föðurstað. Ennfremur dvaldi hjá þeim Maron Björnsson, sonur Hönnu dóttur Stefaníu, þar til hann fór í gagnfræðaskóla. 

Ég kynntist Jóni og Stefaníu þegar ég hóf störf hjá RafveituSiglufjarðar. Er mér sérstaklega minnisstætt hvað þau höfðu já jákvæði viðhorf til þess að taka þátt í rekstri stöðvarinnar að því leyti að taka inn á mannmargt heimili sitt iðnaðarmenn og aðra sem senda þurfti til viðhalds og viðgerða. 

Fyrir það er mér ljúft að þakka á þessari stundu, en mér er kunnugt um að í hópi þessara manna eignuðust þau marga vini og kunningja sem héldu við þau sambandi. 

Af þeirri ástæðu að Jón var einhentur gat hann ekki ekið bifreið, en mér er minnisstætt þegar þau hjónin fengu sér leigubíl og skruppu bæjarleið til að heimsækja kunningjana, þá var yfir þeim mikill heimsborgarabragur. 

Þrátt fyrir að Jón hafði aðeins aðra höndina vann hann sín störf við gæslu virkjunarinnar á þann veg að engu var líkara en hann gengi heill til skógar og aldrei heyrði ég hann kvarta undan því að höndina vantaði. 

Mér er í minni þegar ég sá hann fyrst veiða lax, þar fór saman út sjónarsemi og lagtækni sem gaf góðan árangur. 

Jón var heiðursfélagi Stangveiðifélags Siglfirðinga. 

Þegar Jón náði að lokum starfstíma árið 1979 vildu þau endilega flytjast til Siglufjarðar, festu kaup á Eyrargötu 9 og bjuggu sér einkar hlýlegt og notalegt heimili. Áttu þau þar saman góð ár sem vissulega máttu vera fleiri en eins og áður sagði missti Jón Stefaníu 7. desember 1985. 

Jón var nokkuð undir læknishendi undanfarin ár og dvaldi hann af og til á Sjúkrahúsi Siglufjarðar. Hann var þó heima hjá sér þegar kallið kom. Hann fékk hægt andlát í örmum Kristínar dóttur sinnar, þann 14. júní, en hún ætlaði að dvelja hjá honum um tíma. 

Útför hans verður gerð frá Si Siglufjarðarkirkju laugardaginn 24. júní 1989. 

Ég vil að leiðarlokum þakka Jóni fyrir einstaklega þægilegt samstarf sem við áttum og trúmennsku sem hann sýndi í starfi hjá Rafveitu Siglufjarðar um leið og við starfsmenn Rafveitunnar vottum öllum aðstandendum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. 

Blessuð veri minning hans. 

Sverrir Sveinsson
-------------------------------------------

Tíminn - 22. júlí 1971   viðbót: Viðtal

Jón Andersen
Góðan daginn Andersen

Hann er nýkominn að norðan. Þar leika nú fremur svalir vindar um byggð og bú. En vorið var gott og fénaður og fólk vel fram gengið eftir mild an vetur. Jón Andersen er vélgæslumaður við Skeiðfossvirkjun. En þaðan fá Siglfirðingar, Fljótamenn og að nokkru Ólafsfirðingar orku til ljósa og iðnaðar. Ekki verður þó sagt, að þessi orkugjafi væri fenginn án fórna, því að þarna hefur verið sökkt undir vatn einni meðal fegurstu gróðurvinja á Norðurlandi, Stíflunni.

Sú saga verður alltaf raunasaga, og ætti að verða framtíðinni ábending um að láta slíkt aldrei henda fyrr en fullkannaðar eru allar aðrar leiðir til lausnar þörfum mannkindarinnar á þessu sviði. Andersen telur, að tvímælalaust séu þarna fyrir hendi skilyrði til meiri orkuframleiðslu, með því að byggja aðra stöð lítið eitt neðar, og að þær framkvæmdir mætti gera án nokkurra teljandi náttúruspjalla umfram þau sem orðin eru.

Ég er íslenskur í móðurætt. Móðir mín var Kristín Kristinsdóttir ættuð úr Kræklingahlíð í Eyjafirði. en faðir minn var danskur vélsmiður Georg Andersen. Hann kom hingað upp til Íslands skömmu eftir aldamót, líklega á vegum Þorsteins Jónssonar, kaupmanns og útgerðarmanns á Dalvík, þeirra erinda að setja Danvélar í báta við Eyjafjörð. Hann fór ekki út aftur heldur ílengdist hér og kvæntist móður minni.

Þau settu saman heimili, bjuggu fyrst á Akureyri og þar fæddist ég 19. júlí 1910, og ólst þar síðan upp fram til átta ára aldurs, að foreldrar mínir fluttust til Reykjavíkur. Þetta var veturinn 1919, þann sama og snjóflóðið féll á Siglufirði og olli þar manntjóni og skaða á mannvirkjum. Við fórum frá Akureyri með „Sterling". Þegar við komum til Siglufjarðar var allur fjörðurinn þakinn snjókögglum og íshröngli. Móðir mín var eitthvað lasin og treysti sér ekki í land, en ég var látinn fara til þess að hitta aldraða móðursystur hennar, sem bjó í kaupstaðnum. Mér er það minnisstætt, að snjórinn var svo mikill, að ég varð að ganga niður átján tröppur til þess að komast að dyrum frænku minnar.
-----------------------
Í Reykjavík vorum við hálft annað ár og vann faðir minn þann tíma verkstjóri hjá Malberg í Hamri. Við fluttum svo aftur norður og settumst að á Siglufirði. Faðir minn fór þá til sjós á kútter Verðanda. Skip ið átti Helgi Hafliðason o. fl., en skipstjórinn var Kjartan Stefánsson frá Móskógum í Fljótum.  Ég er því búinn að vera búsettur á Siglufirði og í nágrenni Siglufjarðar í hálfa öld, og vinna mín allan þann tíma verið bundin Siglfirskum rekstri eða fyrirtækjum.

Ég byrjaði að vinna í smiðju eða verkstæðisholu, sem faðir minn átti og hef síðan alltaf unnið við vélar eða eitthvað þeim viðkomandi ýmist á sjó eða landi. Það er kannski varla í frásögur færandi, en ég var aðeins tólf ára gamall þegar ég fyrst fór á sjó sem vélgæslumaður. Þétta var á litlum báti með 4ra ha. Danvél. Vélstjórinn hafði forfallast og ég var fenginn í hans stað þennan róður. Veður var gott og ekkert gerðist sögulegt. All gekk að óskum. En ef til vill hefur mér sjálfum fundist eftir á, að ég væri maður að meiri.
---------------------------------------
Nítján ára gamall missti ég vinstri hendina. Við höfðum farið á nokkuð stórri trillu sem faðir minn átti, inn til Ólafsfjarðar. Þann sama dag var Karlakórinn Vísir þar í söngför, og fluttum við söngmennina frá borði og um borð aftur að loknum „konsert". Prestur á Ólafsfirði var þá séra Ingólfur Þorvaldsson, en mæður okkar voru hálfsystur. Nú vildu presthjónin endilega að foreldrar mínir gistu þar um nóttina og auðvitað fylgdi ég þá með. Ég vildi þó öllu fremur fara heim með kórnum til Siglufjarðar, en faðir minn kvað mér ekkert liggja á fyrr en þeim, og varð svo.

Um nóttina rauk upp með vonsku veður svo hvergi varð komist út úr firðinum, hvorki á sjó eða landi. Um morguninn tókst okkur að ná bátnum á land og forða því að hann brotnaði við bryggjukörin. Þegar því var lokið fórum við heim til að hafa fataskipti. Ég gekk svo niður eftir aftur og voru þá nokkrir menn, ásamt föður mínum, við bátinn.

Úti í brimgarðinum sé ég fugla, sem mér sýnist, að ekki séu vel á sig komnir, og spyr því, hvort ekki sé rétt að skjóta þá. Faðir minn tekur undir það með mér og fer ég þá upp í bátinn til þess að ná í byssuna mína, sem var niðri í lúkar. Ég hlóð hana með stóru haglaskoti, fer svo upp aftur og legg hana frá mér á hvalbakinn meðan ég stekk niður í fjöruna.

Í sömu svifum kemur þar piltur aðvífandi, þrífur byssuna og fer eitthvað að fikta við hana, með þeim afleiðingum, að skotið hleypur úr henni og lendir í vinstri handlegg á mér. Eins og fyrr segir var ekkert hægt að komast vegna illviðris, og því enga hjálp hægt að fá umfram þá, sem gamall læknir, Sigurður Magnússon, sem þá var í Ólafsfirði, gat í té látið.

Hann fór með mig heim í hús Jóns Björnssonar og Dönu Jóhannesdóttur og tók þar af mér hendina Mun þetta hafa lánast vel hjá honum, því að eftir að hafa legið sjö vikur á heimili þeirra Jóns og Dönu, fór ég heim. Hef ég síðan verið handarvana að öðru en því, að árið 1930 fór ég til Kaupmanna hafnar og fékk mér gervilim Sú hendi kom mér að góðu gagni meðan ég var til sjós. Það fer ekki hjá því, að ungur maður verður býsna lengi í sárum eftir svona áfall, jafnvel þótt gróið sé fyrir stúfinn.

Ég fór þó fljótlega að vinna við vélgæslu í fiskibátum og hafði það starf á hendi þangað til ég réðist að Skeiðsfossvirkjuninni. Þó var ég átta sumur í síldarverksmiðjunni Rauðku á Siglufirði. Eftir einni sjóferð man ég, sem varð dálítið söguleg á einkennilegan og fremur óviðfeldinn hátt. Við höfðum farið út í róður í blíðskaparveðri, lagt línuna og dregið aftur, án þess nokkuð bæri til tíðinda.

Á landleiðinni var ofurlítið rjál en þó besta veður. Þrír menn voru við aðgerð fram á dekkinu, en ég og formaðurinn stöndum í stýrishúsinu. Allt í einu sjáum við að báturinn sígur á hliðina og sjór fellur, inn yfir lunninguna og fer að renna niður í lest. Við stöndum eins og stjarfir. Hvað er að ske?  Þá er eins og kippt sé í mig og mér sagt fyrir verkum. Ég þýt niður í vélarrúm og kúpla frá vélinni. Við það verður báturinn ganglaus og réttir sig aftur. Eftir það héldum við áfram í land.

Einn hásetinn var Færeyingur. Honum hefur víst brugðið all alvarlega, því að um leið og við vorum landfastir orðnir, stökk hann upp á bryggju, hvarf upp í bæjinn, og hef ég ekki séð hann síðan. Þann 1. nóvember 1946 var ég ráðinn vélstjóri við Skeiðsfossvirkjunina og hef starfað þar síðan. Mér hefur í flestu tilliti fallið vel. Ég hef haft góðan yfirmann og störfin hafa gengið snuðrulaust. Ekki get ég þó neitað því, að sérstaklega fyrstu árin, langaði mig stundum út á sjóinn. Á fyrstu árunum hér við Skeiðsfossa var þetta talsvert erfitt.

Á veturna máttum að við heita innilokaðir hvað samgöngur snerti, og urðum því að draga að okkur forða sem dugað gæti til 5—6 mánaða, eða frá hausti fram til vors. Vetrarferðir til Siglufjarðar gátu oft verið tvísýnar og alls ekki til aðdrátta landveginn, að vetrarlagi. Þetta hefur mikið lagast síðan göngin komu gegnum fjallið og hætt var að fara skarðið. Samt eru samgöngur fram eftir til okkar alltaf stopular yfir veturinn.

Fyrir fjórum árum lét rafveitan okkur í té snjósleða. Hann hefur oft komið í góðar þarfir. Fólkinu fækkar í Fljótunum. Í Stíflu eru nú aðeins þrír bæir — Deplar, Lundur og Knappstaðir, kirkjustaðurinn. Í Lundi býr einn maður. Þrastastaðir, fremsti bærinn, sem alltaf hefur verið góðbændasetur, fór í eyði síðastliðið haust. Í Holtshreppi — Austur Fljótum, munu hafa verið 84 eða 86 á kjörskrá við síðustu kosningar.

Ég hef mjög gaman af laxveiðum. Stöðin hefur leyfi fyrir tveim stöngum á dag, tvisvar í viku. Þessu leyfi er skipt milli starfsmanna stöðvarinnar og rafveitustjóra. Telst það til hlunninda. Veiði hefur verið heldur treg undanfarin ár, en er þó dálítið að lagast. Stangaveiðifélag Siglufjarðar og rafveitan hafa ána á leigu. Þessir aðilar hafa látið í hana mikið af seiðum og virðist nú árangur þeirrar starfsemi vera að koma í ljós.

Áin er, frá mínu sjónarhorni séð, mjög skemmtileg veiðiá, þótt einstöku sinnum geti hún æst sig, svo að erfitt eða jafnvel ógerlegt er að fást þar við veiðiskip. En þeir dagar eru ekki margir, venjulega fellur hún fram tær og kitlandi. Þótt vetrarríki sé mikið í Fljótunum og við þarna hjá Skeiðsfossunum stundum innilokuð vikum saman, unum við lífinu vel. Við tökum þá skák okkur til dægrastyttingar og nóg er til að lesa. A sumrin er sveitin mjög falleg og þá er um hana stanslaus straumur ferðamanna, — hefur hann aukist geysilega síð an vegurinn kom fyrir Ólafsfjarðarmúla.

Konan mín, Stefanía Jóhanns dóttir, er ættuð frá Siglufirði og hjá okkur er 11 ára gamall dóttursonur, sem við höfum  alið upp. Fleira er nú ekki fólkið á bænum þeim. Ég hef nú verið aldarfjórðung við Skeiðsfossa. Og nú finnst mér ég eiga þar góða daga.

Þ.M