Jón Sæmundsson, Dúasonar

Jón Sæmundsson fæddist á Krakavöllum í Flókadal í Fljótum 27. maí 1922. Hann lést 30. ágúst 2009. 

Hann var sonur hjónanna Guðrún  Þorláksdóttir, húsmóður og Sæmundur Dúason, bónda og síðar kennara í Fljótum, í Grímsey og á Siglufirði.

Systkini Jóns voru: 

1) Magna Sæmundsdóttir, fædd 1911, látin; 

2) Þorlákur Sæmundsson, f. 1913 og

3) Dúi Sæmundsson, f. 1913, en þeir voru tvíburar og létust nokkurra vikna gamlir; 

4) Karl Sæmundsson, f. 1919, látinn; 

Jón Sæmundsson (Dúasonar) Ljósmyndari ókunnur

Jón Sæmundsson (Dúasonar) Ljósmyndari ókunnur

5) Hrafn Sæmundsson, f. 1933, býr í Kópavogi; Jón var næstyngstur þeirra systkina.

Kona Jóns var Bára Sveinbjörnsdóttir húsmóðir f. 16. 08. 1924, lést 6. júní 1982. Börn þeirra eru:

1) Guðrún Jónsdóttir, f. 1942, kennari, hún býr í Keflavík ásamt eiginmanni sínum Gylfi Guðmundsson, skólastjóri. Börn þeirra eru

Gylfi Jón,

Sveinn Gunnar (látinn 1983) og

Bára Kolbrún.       

2) Kolbrún Jónsdóttir, f. 1945, öldrunarfulltrúi, býr í Keflavík. Eiginmaður hennar er Páll Á. Jónsson skipstjóri. Börn þeirra eru

Jón Pálmi, Bára Sif og

Rúnar Ágúst.

3) óskírð Jónsdóttir f. 21.2. 1948, d. 9. 7. 1948.

4) Hrafnhildur Jónsdóttir, f. 1955, sjúkraliði, býr í Garði. Maður hennar er Skúli R. Þórarinsson vélfræðingur. Börn þeirra eru

Tinna Ösp og

Róbert Orri.  - -

Langafabörn Jóns eru fjórtán.

Jón var lengst af til sjós, vélstjóri eða skipstjóri, ýmist á eigin skipum eða annarra.

Loks vann hann um árabil hjá Keflavíkurbæ, síðast sem gangavörður í Myllubakkaskóla. Jón og Bára bjuggu í sjö ár í Grímsey en fluttu til Siglufjarðar 1949 þar sem þau áttu heima til ársins 1964, þá fluttu þau í Kópavog.

Ári síðar fluttu þau til Keflavíkur. Frá árinu 1993 bjó Jón í Innri-Njarðvík.