Tengt Siglufirði
Jóna Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 9. febrúar 1920. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 5. desember 2000.
Foreldrar hennar voru Einar Tómasson, kolakaupmaður í Reykjavík, f. 18. febrúar 1893, d. 12. september 1966 og eiginkona hans, Ragnhildur Jónsdóttir, f. 26. júlí 1893, d. 1. maí 1961.
Systkini Jónu eru:
Jóna Einarsdóttir giftist, 28. apríl 1940, Hafliði Helgason, útibússtjóra Útvegsbanka Íslands á Siglufirði. Hann var fæddur 31. ágúst 1907, d. 8. júlí 1980.
Foreldrar hans voru Helgi Hafliðason, kaupmaður og útgerðarmaður á Siglufirði, og eiginkona hans, Sigríður Jónsdóttir.
Synir Jónu og Hafliða eru:
Jóna var alin upp í Reykjavík og lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands 1938, vann við skrifstofustörf á Siglufirði þar til hún giftist og stofnaði heimili.
Hún var einn af stofnendum Kvenfélags Sjúkrahúss Siglufjarðar og gjaldkeri þess í mörg ár.
Eftir lát Hafliða fluttist hún til Reykjavíkur og bjó fyrst á Háaleitisbraut 40, síðan í Árskógum 6 en dvaldist síðustu mánuðina á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ.