Jóna Sigurrós Jónsdóttir

Jóna Jónsdóttir fæddist á Siglufirði 17. október 1952. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 2. febrúar 2018.

Foreldrar Jónu voru Sigurbjörg Jónsdóttir, f. 16. september 1928, d. 9. janúar 2001, og Jón Norðmann Sveinsson, f. 2. apríl 1928, d. 13. mars 1995. Systir Jónu er

Sigrún Ólafía, f. 1951.

Systur hennar sammæðra eru

Sigríður Þóra Hallsdóttir, f. 1956, maki Ragnar Ágúst Kristinsson,

Anna Linda Hallsdóttir, f. 1958, og

Hallfríður Jóhanna Hallsdóttir, f. 1961, maki Ægir Bergsson.

Systkini hennar samfeðra eru: 

Jóna Jónsdóttir - Ljósmyndari ókunnur

Jóna Jónsdóttir - Ljósmyndari ókunnur

  1. Elsa,
  2. Þorsteinn, maki Ragnheiður Guðlaugsdóttir,
  3. Pétur, Karl Hinrik 
  4. Katrín Norðmann, maki Heiðar Þór Guðnason.

Hinn 27. október 1973 giftist Jóna Björgvin Árnason, f. 13. september 1947. 

Foreldrar hans voru Margrét Theódórsdóttir og Árni Árnason.

Jóna og Björgvin eiga þrjár dætur: 

1) Kolbrún Björgvinsdóttir, f. 17. september 1969, maki Jóhann Kristján Maríusson, dætur þeirra eru:

Jóna Björk og

Jóhanna Kristín. 

Fyrir átti Jóhann Kristján

Erla Kristjánsdóttir. 

Sonur Jónu Bjarkar er

Gabríel Máni.

2) Sigurbjörg Björgvinsdóttir, f. 15. ágúst 1972, maki Sigurbergur Sveinn Sveinsson, börn þeirra eru

Rakel Ásta, 

Björgvin Daði og 

Karen Sif.

3) Margrét Björgvinsdóttir, f. 12. apríl 1978, maki Hafsteinn Sverrisson, börn þeirra eru

Ýmir Örn,

Apríl Ýr og

Sesar Logi. 

Fyrir átti Hafsteinn

Hafdísi Hrönn.

Eftir hefðbundna skólagöngu og vinnu samhliða henni byrjaði Jóna að vinna á Hótel Höfn, við fiskvinnslu hjá Ísafold á Siglufirði, þaðan lá leið hennar til Vestmannaeyja og starfaði hún í ár á hótelinu þar. Leiðin lá aftur heim á Siglufjörð og þar vann hún á annan áratug í matvöruversluninni Versló, við ræstingar í skólanum, hjá ÁTVR og í rækjuvinnslu hjá Þormóði ramma. Síðastliðin nítján ár vann hún á sambýlinu við Lindargötu 2 á Siglufirði.

Útför Jónu Sigurrósar fór fram frá Siglufjarðarkirkju 9. febrúar 2018, klukkan 14.
-----------------------------------------------

Í dag kveðjum við góða vinkonu og samstarfskonu til margra ára.

Söknuðurinn og sorgin er mikil hjá okkur sem hana þekktum svo vel. Jóna var traust, félagslynd og yndisleg kona með hjartað á réttum stað. Hún gætti alltaf að hagsmunum allra í kringum sig.

Jóna hafði starfað á sambýlinu til fjölda ára og nutu íbúar og samstarfsfólk samveru hennar vel.

Margar voru samverustundirnar og ferðirnar með Jónu bæði innanlands og utan svo ekki sé talað um veislurnar sem hún reiddi fram. Má þar nefna stórsteikurnar, marensterturnar og frómasinn sem sló alltaf í gegn hjá okkur öllum yfir hátíðirnar.

Í dag eru þessar stundir ljúfar minningar sem ylja okkur um hjartarætur og þakklæti er okkur ofarlega í huga fyrir þessi fjölmörgu ár sem við nutum með henni.

Athvarf hlýtt við áttum hjá þér
ástrík skildir bros og tár.
Í samleik björt, sem sólskinsdagur
samfylgd þín um horfin ár.

Fyrir allt sem okkur varstu
ástarþakkir færum þér
Gæði og tryggð er gafstu
í verki góðri konu vitni ber.

Aðalsmerkið: elska og fórna
yfir þínum sporum skín.
Hlý og björt í hugum okkar
hjartkær lifir minning þín.

(Ingibjörg Sigurðardóttir.)

Elsku Beggi, Kolla, Dedda, Magga og fjölskyldur. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur.

F.h. íbúa og starfsfólks Sambýlisins v/Lindargötu 2,

Bryndís Hafþórsdóttir.