Tengt Siglufirði
Jóna Stefánsdóttir fæddist á Sigríðarstöðum í Flókadal í Fljótum 23. maí 1927. Hún lést á Landspítalanum 22. maí 2014.
Jóna Stefánsdóttir var ein af fjórtán börnum Stefán Aðalsteinsson bónda og Kristín Jósepsdóttir.
Systkini hennar voru:
Stefán og Kristín höfðu flust með börnin frá hverju býlinu til annars eins og fátækra leiguliða var háttur: Minni-Reykir, Borgargerði, Sjöundastaðir, Hólar, aftur Borgargerði, Sigríðarstaðir, Sigríðarstaðakot og loks aftur Sigríðarstaðir.
Jóna ólst upp í foreldrahúsum uns fjölskyldan fluttist til Siglufjarðar. Hún stundaði snemma öll venjuleg heimilis- og bústörf í sveitinni. Nam við Húsmæðraskólann á Laugalandi veturinn 1947-1948.
Jóna giftist í desember 1948.> Kristfinnur Guðjónsson ljósmyndari, f. 27. nóvember 1896, d. 19. mars 1974.
Sonur þeirra er
Árið 1950 gengu Jóna og Kristfinnur í foreldrastað:
Sambýlismaður Jónu Stefánsdóttur 1980-1988 var Gústaf Júlíusson, f. 1. júlí 1918, d. 9. ágúst 1988.
Seinni sambýlismaður Jónu Stefánsdóttur 1989-2011, var Egill Sigurðsson, f. 24. janúar 1919, d. 27 desember 2011.
Jóna Guðbjörg stundaði margháttuð störf um ævina, svo sem ljósmyndaiðn á Ljósmyndastofu Siglufjarðar, síldarsöltun og verslunarstörf.
Síðustu sautján árin bjó hún á Dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík.