Jóna Guðbjörg Stefánsdóttir

Jóna Stefánsdóttir fæddist á Sigríðarstöðum í Flókadal í Fljótum 23. maí 1927. Hún lést á Landspítalanum 22. maí 2014. 

Jóna Stefánsdóttir var ein af fjórtán börnum Stefán Aðalsteinsson bónda og Kristín Jósepsdóttir
Systkini hennar voru:

  • Jóhann Helgi Stefánsson, 
  • Guðlaug Ólöf Stefánsdóttir, 
  • Helga Anna Stefánsdóttir,
  • Jósep Stefánsson
  • Svanmundur, 
  • Sigrún, 
  • Sigríður Helga, 
  • Jakobína Kristín, 
  • Albert Sigurður Stefánsson, 
  • Guðrún Svanfríður, 
  • Jón Sigurður Stefánsson og 
  • Gísli Rögnvaldur Stefánsson. 

    Guðrún Svanfríður og 
    Jakobína Kristín lifa einar systkinanna. 
Jóna Stefánsdóttir - Ljósmynd: Kristfinnur

Jóna Stefánsdóttir - Ljósmynd: Kristfinnur

Stefán og Kristín höfðu flust með börnin frá hverju býlinu til annars eins og fátækra leiguliða var háttur: Minni-Reykir, Borgargerði, Sjöundastaðir, Hólar, aftur Borgargerði, Sigríðarstaðir, Sigríðarstaðakot og loks aftur Sigríðarstaðir. 

Jóna ólst upp í foreldrahúsum uns fjölskyldan fluttist til Siglufjarðar. Hún stundaði snemma öll venjuleg heimilis- og bústörf í sveitinni. Nam við Húsmæðraskólann á Laugalandi veturinn 1947-1948.

Jóna giftist í desember 1948.> Kristfinnur Guðjónsson ljósmyndari, f. 27. nóvember 1896, d. 19. mars 1974.
Sonur þeirra er 

Örlygur Kristfinnsson, f. 21. mars 1949. Fyrri kona hans Valgerður Erlendsdóttir og sonur þeirra er 
  • Már Örlygsson, f. 10. desember 1975.
    Seinni kona Örlygs er Guðný Róbertsdóttir og
    börn þeirra eru 
  • Hildur Örlygsdóttir og 
  • Hrafn Örlygsson, f. 29. september 1995.

Árið 1950 gengu Jóna og Kristfinnur í foreldrastað:

Alda Aðalsteinsdóttir, f. 4. júní 1948. Alda er dóttir Sigríðar, systur Jónu, sem hafði þá nýlega misst eiginmann sinn frá fimm börnum þeirra.
Fyrri eiginmaður Öldu var Ólafur Bæringsson, d. 1982, og
eru synir þeirra
  • Jón Óli, f. 20. nóvember 1969,
  • Þór Bæringur, f. 20. maí 1974.
    Seinni maður Öldu er Ólafur Þórólfsson og
    sonur þeirra 
  • Þórólfur, f. 16. nóvember 1989.

Sambýlismaður Jónu Stefánsdóttur 1980-1988 var Gústaf Júlíusson, f. 1. júlí 1918, d. 9. ágúst 1988.

Seinni sambýlismaður Jónu Stefánsdóttur 1989-2011, var Egill Sigurðsson, f. 24. janúar 1919, d. 27 desember 2011.

Jóna Guðbjörg stundaði margháttuð störf um ævina, svo sem ljósmyndaiðn á Ljósmyndastofu Siglufjarðar, síldarsöltun og verslunarstörf.

Síðustu sautján árin bjó hún á Dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík.