Jóninna Margrét Sveinsdóttir ljósmóðir,

Jóninna Sveinsdóttir ljósmóðir. f. 05-01-1900 d. 09-10-1976 laugardaginn 9. október var jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju

Séra Gunnar Gíslason, Glaumbæ, jarðsöng og flutti ágæta ræðu yfir moldum hinnar látnu. - Ég kann fátt að rekja af æviferli Jóninnu áður en hún fluttist til Siglufjarðar, en hingað fluttist hún seint á árinu 1944 og gegndi hér á Siglufirði, ljósmóðurstörfum um það bil aldarfjórðung.

Jóninna var fædd 5. janúar árið 1900 og var af skagfirskum og húnverskum ættum að því er ég best veit Ég held, að það sé ekki ofmælt, að Jóninna hafi notið mikilla og almennra vinsælda allra þeirra, sem nutu aðstoðar hennar í starfi hennar. Hún mun líka hafa verið það, sem kallað er „heppin" í starfi sínu. 

Jóninna Sveinsdóttir ljósmóðir

Jóninna Sveinsdóttir ljósmóðir

En auðvitað er „heppinn læknir" eða „heppin ljósmóðir" aðeins sá, sem kann sitt fag. Í þeim störfum kemur slembilukka jafnan að litlu haldi.

En við slík störf eins og læknis eða ljósmóðurstörf, kemur reyndar fleira til greina en að kunna til verka.

Örugg og róleg framkoma og hlýlegt viðmót skipta þar ekki litlu máli, og á það skorti aldrei hjá Jóninnu. Ég veit að Jóninna átti sér merka sögu um mikið og fórnfúst starf áður en hún kom til Siglufjarðar, en þá sögu er ég ekki fær um að rita. 

Með þessum fáu orðum vil ég aðeins þakka það sem hún reyndist fjölskyldu minni og votta sambýlismanni hennar og nánustu ættingjum einlæga samúð mína

C  -  (Mjölnir)

Upplýsingar gardur.is: Nafn: Jónína Margrét Sveinsdóttir.  Heimili: Suðurgötu 53. Staða: Ljósmóðir. Staður: Siglufirði.

Fæðingardagur: 05-01-1900. Kirkjugarður: Siglufjarðarkirkjugarður eldri, Dánardagur: 04-10-1976. Reitur: 7-2-27. Jarðsetningardagur: 09-10-1976. Annað: Aldur: 76 ára ..