Katrín Júlíusdóttir

Katrín Júlíusdóttir fæddist á Siglufirði 28. ágúst 1919. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 30. september 2005 -

Foreldrar hennar voru, Jóhann Júlíus Jóhannsson, f. 14.11. 1886, d. 1923, og Ólöf Bessadóttir, f. 4.8. 1899, d. 1988. 

Fósturfaðir Katrínar var Símon Márusson, f. 3.11. 1902, d. 1985. 

Systur Katrínar sammæðra eru: 

1) Júlíana Símonardóttir, f. 17.3. 1930, d. 2002, maki Bjarni S. Bjarnason og 

2) Ingibjörg Símonardóttir, f. 16.12. 1944, maki Atli Dagbjartsson.

Katrín giftist Matthías Helgason sjómanni frá Hnífsdal 19. maí 1945. Þau slitu samvistum. 

Katrín Júlíusdóttir

Katrín Júlíusdóttir

Börn þeirra eru: 

1) Júlíus Anton Matthíasson, f. 9.9. 1945, maki Maríanna Haraldsdóttir, 

2) Valgeir Hafþór Matthíasson, f. 21.3. 1947, 

3) Hörður Matthíasson, f. 22.4. 1948, og 

4) Ásdís Matthíasdóttir, f. 4.8. 1950, sambýlismaður Egill Gr. Thorarensen. 

Barnabörn Katrínar eru 14 alls og barnabarnabörnin 15.

Katrín var heimavinnandi framan af ævi en tók jafnframt þátt í síldarvinnunni á Siglufirði á árum áður. Eftir að hún fluttist suður starfaði hún við ýmiss konar þjónustustörf.