Tengt Siglufirði
Kjartan Einarsson fæddist á Siglufirði 13. september 1933. Hann andaðist á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar á Siglufirði 2. janúar 2011.
Systkini Kjartans Sölva voru
Hálfsystkini Kjartans Sölva, samfeðra voru
Ásmundur Hólmfriður, sjómaður f. 26.11. 1901, d. 13.5. 1922, ogVið kynntumst Kjartani Sölva Einarssyni við störf á Skattstofunni á Siglufirði, hvort í sínu lagi þó fyrir 15 og 18 árum. Hann hafði margt sem fáum var gefið og eitt af því var að láta fólki líða sérstaklega vel í návist hans.
Þrátt fyrir mikinn aldursmun tókst með okkur ágæt vinátta, en yfir honum var einnig föðurlegt yfirbragð og þar sem við bæði höfðum misst feður okkar fyrir aldur fram var jafnan gott að njóta þess sem Kjartan gat af sér gefið, hvort sem það var bara að njóta þeirrar hlýju sem frá honum stafaði eða leita eftir ráðum hans.
Hann hafði líka ætíð frá mörgu að segja og honum var einnig gefin sú gáfa að geta gert allar frásagnir lifandi og dregið auðveldlega fram spaugilegu hliðarnar í frásögninni, jafnvel þótt efni hennar væri grafalvaralegt. Svo vel tókst honum þetta að sagan glataði aldrei gildi sínu þótt áheyrandinn væri hvorki að hlýða á hana í fyrsta né annað sinn.
Eitt það sem honum þótti skemmtilegast af öllu í hversdagslífinu voru hrekkir ýmiskonar. Hann var afar hugmyndaríkur þegar að því kom og lagði oft á sig mikið erfiði við að hugsa út og undirbúa hrekkina. Þegar upp rann fyrsti dagur aprílmánaðar voru allir á vinnustaðnum á varðbergi enda var vissara að tapa ekki athyglinni þennan dag. Hrekkir hans voru ætíð saklausir og þegar þeim fækkaði með árunum var óneitanlega eftirsjá að þeim.
Eftir að Kjartan hætti störfum hélst vináttan við hann og Brynja Stefánsdóttir eiginkonu hans. Það fylgdi því jafnan viss stemning að koma á heimili þeirra og hlýða á það sem Kjartan hafði frá að segja. Móttökurnar voru líka ætíð einstaklega hlýlegar og vinalegar. Kjartan Sölvi hafði á sér margar hliðar sem hann var ekki alltaf að bera á torg eða flíka.
Það var til að mynda ekki fyrr en á síðustu árum sem við vissum af hæfileikum hans við teikningu og málun. Hann hafði líka svo fallega rithönd að athygli vakti. Í áranna rás ritaði hann fjölda manns bréf vegna starfa sinna á skattstofunni og þrátt fyrir að þau hafi sjaldnast innihaldið nokkurn gleðiboðskap þá má telja að margir hafi staldrað við lesturinn og virt fyrir sér rithöndina á undirskriftinni. Kjartan gætti þess vandlega að halda tryggð við sinn gamla vinnustað og heilsa reglulega upp á þá sem héldu uppi merkinu eftir að hann hvarf þaðan. Hans verður sárt saknað við kaffiborðið á Skattstofunni.
Fyrir nokkru varð ljóst að sjúkdómur Kjartans var á því stigi að honum yrði ekki margra lífdaga auðið. Síðustu skiptin með honum voru því okkur kærkomin. Við kveðjum nú þennan vin okkar með söknuði en minningin um hann lifir áfram í huganum og við þökkum kærlega fyrir þær stundir sem við nutum í návist hans, jafnframt sem við vottum Brynju og dætrum og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð.
Foreldrar Kjartans voru
Ólöf Herdís Kjartansdóttir húsmóðir og vökukona á Sjúkrahúsi Siglufjarðar til margra ára, f. 18.10. 1893 að Skálá í Sléttuhlíð, d. 5.11. 1978 og Einar Ásmundsson, bátaformaður og síðar fisksali á Siglufirði, f. 25.11. 1878 að Þverá í Svarfaðardal, d. 12.10. 1979.
Eftirlifandi eiginkona Kjartans Sölva er Brynja Stefánsdóttir, en þau gengu í hjónaband 17. júní 1957. Hún fæddist á Siglufirði 27.8. 1939. Hún var dóttir hjónanna Stefán Stefánsson, skrifstofustjóri frá Móskógum f. 5.12. 1905, d. 24.1.1984 og Kristrún Friðrika Jóhannsdóttir, húsmóður frá Siglufirði f. 15.3. 1912, d. 30.8. 1982.
Börn Kjartans Sölva og Brynju eru:
Kjartan Sölvi ólst upp á Siglufirði. Eftir gagnfræðapróf frá Gagnfræðaskóla Siglufjarðar stundaði hann alls konar störf, bæði til sjós og lands til ársins 1955. Þá gerðist hann starfsmaður ríkisins við tollgæsluna á Siglufirði þar sem hann starfaði til ársins 1974.
Hóf eftir það störf við skattaeftirlit við Skattstofu Norðurlandsumdæmis vestra á Siglufirði sem skattendurskoðandi og síðar deildarstjóri og lauk þar starfsferli sínum við 70 ára aldur.
Kjartan Sölvi sinnti ýmsum félagsstörfum í gegnum tíðina, einkum fyrir Framsóknarflokkinn, Rótarý, A.A. samtökin og S.Á.Á., þar sem hann var trúnaðarmaður til margra ára.
Kjartan Sölvi var einnig virkur félagi í Frímúrarareglunni á Íslandi.