Kolbrún Eggertsdóttir

Kolbrún Eggertsdóttir fæddist á Siglufirði 9. nóvember 1936.  Hún lést á heimili dóttur sinnar í Reykjavík 10. júlí 2011.

Foreldrar hennar voru hjónin Eggert Páll Theódórsson, (Eggert Theódórsson) f. 1. júní 1907, d. 9. mars 1984, og Elsa Sigurbjörg Þorbergsdóttir, f. 29. maí 1914, d. 3. október 1994. Börn þeirra  auk Kolbrúnar eru: 

1. Svanhildur Ólöf Eggertsdóttir, f. 28. ágúst 1931, d. 21. mars 2009, 

2. Sigríður Þóra Eggertsdóttir, f. 6. maí 1933, 

3. Kolbrún Eggertsdóttir  f. 9. nóvember 1936, d. 10 júlí 

4. Theodór Sævar Eggertsson, f. 18. janúar 1940, 

Kolbrún Eggertsdóttir

Kolbrún Eggertsdóttir

5. Kristín María Eggertsdóttir, f. 10. maí 1945, 

6. Svava Eggertsdóttir, f. 2. október 1947, og 

7. Guðbjörg Sjöfn Eggertsdóttir, f. 3. október 1949.

Þann 15. september 1957 giftist Kolbrún Viðar Magnússon rafviki, f. 9. september 1933, d. 7. febrúar 1977.

Foreldrar hans voru 

Magnús Þorláksson, f. 2. apríl 1903, d. 30. mars 1976, og  Guðný Ólöf Stefánsdóttir, f. 4. apríl 1911, d. 24. september 2000. 

Kolbrún og Viðar eignuðust sex börn. Þau eru: 

1) Magnús Sævar Viðarsson, f. 2. desember 1953, d. 7. mars 1976;

2) stúlkubarn, andvana fætt 24. mars 1955;

3) Jóna Theodóra Viðarsdóttir, f. 22. júní 1957, maki Magnús Jónatansson.
Þeirra sonur er

Magnús Sævar, f. 3. ágúst 1976.

Jóna átti fyrir dóttur, 

Kolbrúnu Björnsdóttur, f. 9. febrúar 1974. Jóna á sjö barnabörn, sem eru:

Sólveig María,

Lára Theodóra,

Ísak N. Thorberg,

Theodóra, Arnór Blær,

Matthías Thorberg og

Helena;

4) Guðný Ólöf Viðarsdóttir, f. 30. september 1959, mak Gísli Viðar Þórisson og eru börn þeirra þrjú:

Hrafnhildur, f. 15. september 1981,

Kolbrún, f. 3. desember 1985, og

Gísli Viðar, f. 23. júní 1990.

Guðný á tvö barnabörn:

Perlu Sól og

Lúkas Sean;

5) Vilborg Rut Viðarsdóttir, f. 27. október 1964, fv. maki Aðalsteinn Þór Arnarsson og eiga þau fimm börn. Þau eru:

Viðar, f. 8. september 1983,

Marteinn Örn, f. 30. apríl 1989,

Steinunn Þóra, f. 15. maí 1993,

Hjörvar Már, f. 10. október 2000,

Bjartmar Ari, f. 2. nóvember 2003;

6) Þóra Viðarsdóttir, f. 8. október 1965, fv. maki Hólmar Stefánsson. Þau áttu fjögur börn sem eru:

Jóna Dóra, f. 14. janúar 1994,

Viðar Magnús, f. 14. apríl 1995, d. 15. apríl 1995,

Adda Margrét, f. 4 maí 1996, og

Stefán Óskar, f. 15. ágúst 2000.

Fyrir átti Þóra einn son, 

Arnar Inga Reynisson, f. 20. september 1986.

Þóra er í fjarbúð með Michael Lund.

Kolbrún og Viðar skildu árið 1967.

Kolbrún Eggertsdóttir vann á sínum yngri árum heimavið, við nælonsokkaviðgerðir og prjónaskap. Hún vann einnig við þrif og ýmis verslunarstörf. Síðar kenndi hún handmennt við Grunnskóla Siglufjarðar og Grunnskólann í Njarðvík. Kolbrún hélt nokkur námskeið í bútasaumi í Njarðvík á meðan hún starfaði þar. Kolbrún bjó um tíma í Reykjavík, Reykjanesbæ og Mosfellsbæ.

Hún flutti aftur til Siglufjarðar en dvaldi um vetrartímann hjá dætrum sínum í Reykjavík. 

Kolbrún átti sæti í Barnaverndarnefnd Siglufjarðar um langt skeið. Hún starfaði með Kvenfélaginu Von og Systrafélagi Siglufjarðarkirkju. Meðan Kolbrún bjó sunnan heiða tók hún þátt í starfi eldri borgara í Hlaðhömrum í Mosfellsbæ. Hún var alla tíð dyggur stuðningsmaður og baráttukona Alþýðubandalagsins, síðar Samfylkingarinnar.