Tengt Siglufirði
Kristinn Guðmundsson - Fæddur á Siglufirði 24. desember 1914- Látinn 5. október 1980
Foreldrar hans voru: Guðmundur Jónsson, kenndur við Helgustaði - Fæddur í Hækingsdal, Kjós 14. júlí 1877 - Látinn 8. ágúst 1953 og Björg Lilja Bjarnadóttir - Fædd á Siglufirði 10. júní 1878 - Látin á Siglufirði 26. október 1948.
Systkinin samfeðra, voru:
Systkin Kristins, sammæðra voru:
Samhliða sá hún ásamt móðir sinni, Björgu um ungan sonarson hennar; Hannes Garðarsson og hálfbróðir sinn; Kristinn Guðmundsson.
Kristinn fór snemma að vinna fyrir sér, fyrst við ýmis sendla störf, en síðar 10-11 ára hóf hann að vinna fyrir Hinrik Thorarensen við Nýja Bíó og fleira sem „Tóri“ stundaði sem var margt eins og flestir vita ! Hann dvaldi mikið í sýningarklefa bíósins og var farinn að sýna í Nýja Bíó árið 1928, sem tiltækur í forföllum aðeins 14-15 ára –
Á svipuðum tíma var hann og Kristján Þorkelsson jafnaldri hans sem sáu um raforkuframleiðslu fyrir bíóið, rafal sem knúinn var af 5-10 hesta Bulunder steinolíuvél.
Þegar hann var rúmlega 16
ára, fékk Thorarensen hann til að sjá um bókaldið fyrir Tóbaksverslun ríkisins sem Tóri var umboðsmaður fyrir á þeim tíma.
Kristinn Hafði mjög fagra og vel
læsilega skrift og hafði aflað sér þekkingar á bókhaldi í og utan skóla.
Þá var hann í námi í útvarpsvirkjun í norskum bréfaskóla í um tvö ár, ásamt því að lesa reglulega nokkur norsk tímarit um útvarpsfræði. Á þeim var lítið um að útvarpstæki væru til á Siglufirði, en Kristinn sá að þarna var framtíðin (áttti fljótt auðvelt með að lesa og skrifa norsku, eins og bróðir hans Kristmann)
Til þess að afla sér réttinda sem útvarpsviki, dvaldi hann í rúmt ár hjá Landsímanum í Reykjavík, áður en hann gekkst undi próf í iðngrein sinni.
Eftir heimkomuna tók hann að sér að gera við útvarpstæki og öðru því tengt í hjáverkum, en hann fast réð sig hjá Nýja Bíó upp frá því sem sýningarmaður. Síðan stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki Útvarpsviðgerðir Kristins Guðmundssonar, sem var í upphafi til húsa við enda Aðalgötu, í húsi sem nefnt var Bristol og var við Tjarnargötuna. Þá í eigu Thorarensen, sem rak þar austan við, söltunarstöð um tíma, en leigði svo manni að nafni Sigfús Baldvinsson, stöðina sem rak hana æ síðan undir nafninu, Söltunarstöð Sigfúsar Baldvinssonar. (Fúsi Bald)
Kristinn kynntist konu sinni Valborg Steingrímsdóttir f. 1914 d. 1973, sem hafði unnið í Skóbúðinni sem Tóri rak í bíóhúsinu.
Kristinn og Valborg Steingrímsdóttir þurftu að útvega sér konungsleyfi til að geta gift sig en þau voru aðeins 20 ára, (löglegur giftinga aldur var 21 árs) << Mynd af Leyfisbréfinu hér fyrir neðst.
Valborg fæddist á bænum Þverá í Öxnadal 1. Febrúar 1914 -
Foreldrar Valborgar voru: Guðný Jóhannsdóttir - Fædd í Úlfsstaðakoti í Blönduhlíð, Skag. 17. júlí 1885 -Látin í Reykjavík 7. júní 1981 Verkakona á Sauðárkróki 1930. Húsfreyja á Þverá í Öxnadal, Eyj. Síðar húsfreyja í Reykjavík. - Og Steingrímur Stefánsson - Fæddur á Steinsstöðum í Öxnadal, Eyj. 4. nóvember 1885 - Látinn á Þverá í Öxnadal, Eyj. 11. ágúst 2015 - Var á Þverá, Bakkasókn, Eyj. 1890. Bóndi á Þverá í Öxnadal, Eyjafirði. Hann dó úr lungnabólgu 11. ágúst 1915
Kristinn og Valborg Steingrímsdóttir eignuðust þrjú börn, þau eru:
Þau þurftu að útvega sér forsetaleyfi til að geta látið gifta sig en þá var Steingrímur aðeins 20 ára (eins og foreldrar hans áður) -
Guðnýjar er nánar getið á síðunni HÉR -- Forvitnir geta lesið meira um Steingrím,
frá tenglunum: „Síldarverksmiðjurnar“ – „Togarinn Elliði“ – „Haförninn
Siglufirði“ – og „Hvalvíkin“ Að auki áhugamál hans á og frá vefnum www.sk21.is )
Hulda starfaði fyrstu hjúskapaár sín sem húsfreyja á Dyrhólum Mýrdal til 1975 . Síðan í Kópavogi, barnagæsla og ræstingar.
Börn Huldu og Stefáns eru:
Kristinn Guðmundsson var ekki mikill félagsmaður, en átti þó marga góða vini. Hann lét oft undan freistingum Bakkusar, en stundaði þó vinnu sína við Nýja Bíó og útvarpsviðgerðir af árvekni.
Meira um störf hans við Nýja Bíó og fleira má lesa á þessum vef, frá tenglinum „BíóSaga Siglufjarðar“ Kristinn varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn 5. október 1980