Kristinn Halldórsson

 Kristinn Halldórsson fæddist í Siglufirði fyrir 51 ári, f. 07-12-1915 - d. 16. 12. 1966,

Hann varsonur merkis hjónanna Halldór Jónasson kaupmaður þar, og Kristín Hafliðadóttir hreppstjóra í Siglufirði, Guðmundssonar, sem var héraðskunnur höfðingi um sína daga.

Kristinn var heilsuveill alla ævi, en bar það mótlæti með karlmennsku.  Kristinn Halldórsson stundaði nám í Verslunarskóla íslands og var dux á burtfararprófi.
Að loknu námi tók hann við verslun föður síns í Siglufirði rak hana lengi og stundaði jafnframt útgerð og síldarsöltun. 

Fróður um marga hluti og víðlesinn og fenginn til þess af bæjarstjórn Siglufjarðar að skrá sögu Siglufjarðar fyrir 50 ára afmæli kaupstaðarins, en hann lést frá því verki sem honum var að líkindum allra verka hugleiknast.

Kristinn Halldórsson - Ljósm; ókunnur

Kristinn Halldórsson - Ljósm; ókunnur

Kvæntur var Kristinn Halldórsson Ingibjörg Karlsdóttir, afbragðskonu, sem lifir mann sinn ásamt tveimur börnum þeirra,

  • Dóra Kristinsdóttir, sem er að ljúka háskólanámi og
  • Halldór Kristinsson, nemanda í Verslunarskóla Íslands.

Fyrir mína hönd og minna votta ég þeim og systkinum Kristins einlæga samúð. „Guð huggi þá, sem hryggðin slær".
-----------------------------------------

Kristinn Halldórsson

Nokkrir yngri lesendur síðu minnar hafa spurt mig hver er og hvaða atvinnu stundaði Kristinn Halldórsson. Ég sjálfur man vel eftir Kristnin sem hæglátum manni, hann stundaði verslun við Aðalgötu 3 og kona hans rak einnig vefnaðarvöru verslun handan götunnar. Og ekki má gleyma síldarsöltunarstöð hans.

Neðan ritaðar minningargreinar í sem birtist í Morgunblaðinu 10. janúar 1966 og Siglfirðingi síðar, ættu að segja ókunnum eitthvað !
sk
-------------------------------------------------

Kristinn Halldórsson Siglufirði — Minning

GAMALL vinur minn og eigi óvandabundinn fluttist til borgarinnar í haust. Við þekktumst vel á yngri árum, en fundum okkar fækkaði skjótt því að hann bjó norður í landi. Nú hugðum við gott til að rifja upp og endurnýja fyrri kynni. 

En svo skeður það „á snöggu augabragði" rétt fyrir jólin að hann er burtkallaður af þessum heimi, Næstsíðasta dag ársins var hann horfinn til moldar í ættarbyggð sinni, Siglufirði. 

Sögu þeirrar byggðar var hann að skrá fyrir andlát sitt, og hafði um margra ára skeið viðað að sér fróðleik til þess. Nú er hann sjálfur geng inn í þá sögu, sem hann var að færa í letur. 

Allir Siglfirðingar þekktu Kristin Halldórsson, hann setti svip á sinn bæ og þótti öðrum fremur vænt um þessa byggð. Hann tók í orðsins fyllstu merkingu ástfóstri við hana. Þar kom fágæt tryggð hans og ræktarsemi skýrt fram. Tryggðina í fari hans og vinfestuna ber e.t.v. hæst í minningunni. Raunar var allur persónuleiki hans um margt sérstæður. Hann var of dulur og stoltur til að bera tilfinningar sínar á torg, og verzlunarbros setti hann aldrei upp um dagana, það þori ég að fullyrða. Þótt hann væri verzlunarmaður. 

þessi tryggi vinur fyrirleit alla falska gyllingu, uppgerðar vinahót, leikræna stimamýkt og tvíbenta tungulipurð. Ef nokkuð var hætti honum til að sýnast á hinn bóginn, öfugt við það sem flestum er farið, sýnast kaldrænni en hann var. 

Slíkum mönnum þarf að kynnast til að meta þá rétt, og engum er betra að kynnast og eiga að vinum en þeim, sem ávallt reynast betri en þeir láta og efna ætíð meira, en þeir lofa, slíkir eru alltof fágætir, hinir alltof margir. 

Vissulega var Kristinn Halldórsson góður drengur, réttlátur og raungóður, framúrskarandi heiðarlegur og skemmtilegur í hópi góðra vina, sem hljóta að sakna hans því meir sem hann var sérstakari vinur. Kímnigáfa var honum í blóð borið, létt og leikandi, og studdist við örugga eðlisgreind. Þessi örfáu minningarorð áttu aðeins að vera látlaus vina kveðja og oflof var honum allra sízt að skapi. 

En mannlýsingu nokkra mættu þau gjarnan geyma, mynd af manni, sem stóð upp úr hinum gráa hversdagslega grúa, þótt hann reyndi að dyljast og stendur lifandi fyrir hugskotssjónuim þegar margar aðrar myndir hafa máðst út. 

Við vinir þínir, Kristinn Halldórsson, gleymum þér ekki, skapari þinn sá fyrir því. Ekki mun heldur neinn koma í þinn stað, slíkir menn lifa þótt þeir deyi. 

Kristinn Halldórsson fæddist í Siglufirði fyrir 51 ári, sonur merkishjónanna Halldórs Jónassonar, kaupmanns þar, og Kristínar Hafliðadóttur hreppstjóra í Siglufirði Guðmundssonar, sem var héraðskunnur höfðingi um sína daga. Kristinn var heilsuveill alla ævi, en bar það mótlæti með karlmennsku. 

Hann stundaði nám í Verzlunarskóla íslands og var dux á burtfararprófi. 

Að loknu námi tók hann við verzlun föður síns í Siglufirði rak hana lengi og stundaði jafnframt útgerð og síldarsöltun. 

Fróður um marga hluti og víðlesinn og fenginn til þess af bæjarstjórn Siglufjarðar að skrá sögu Siglufjarðar fyrir 50 ára afmæli kaupstaðarins, en hann lézt frá því verki sem honum var að líkindum allra verka hugleiknast. 

Kvæntur var Kristinn Halldórsson Ingibjörg KarlsdóttIr, afbragðskonu, sem lifir mann sinn ásamt tveimur börnum þeirra, Dóru, sem er að ljúka háskólanámi og Halldóri, nemanda í Verzlunarskóla Íslands. Fyrir mína hönd og minna votta ég þeim og systkinum Kristins einlæga samúð. „Huggi þá, sem hryggðin slær". 

Emil Björnsson.
_____________________________________________

Hinn 30. des. sl. var til moldar borinn á Siglufirði Kristinn Halldórsson kaupmaður.

Hann var fæddur á Siglufirði 7. des. 1915, dáinn 16. des. 1966.

Foreldrar hans voru Halldór Jónasson kaupmaður á Siglufirði og Kristín Hafhðadóttir Guðmunds sonar hreppsstjóra á Siglufirði.

Systkini hans voru:

  • Hafliði Halldórsson, forstjóri Gamla bíós, giftur Þórunni Sveinbjarnardóttur.
  • Petrína Halldórsdóttir, búsett og gift í Bandaríkjunum.
  • Matthea Halldórsdóttir, búsett í Reykjavík, og
  • Hulda Halldórsdóttir, sem býr á heimili Hafliða.

Kristinn útskrifaðist frá Verzlunarskóla Íslands 1938 og var hann hæstur prófsveina það ár.

Hann giftist eftirlifandi konu sinni Ingibjörgu Karlsdóttur  árið 1943.
Þau eignuðust tvö börn,

  • Guðný Dóra Kristinsdóttir, nú við nám í Háskóla íslands og
  • Halldór Kristinsson, sem stundar nám í Verzlunarskóla íslands.

Kristinn tók við verzlun föður síns á Siglufirði 1940, þegar bróðir hans Hafliði fluttist til Reykjavíkur. Jafnframt var hann við síldarsöltun, meðan hægt var að stunda þá atvinnugrein á Siglufirði, og komu þar vel í ljós mannkostir Kristins í samskiptum við aðra, að sama fólkið kom til hans um árabil og tengdist vináttuböndum við hann og fjölskyldu hans. 

Kristinn átti við vanheilsu að stríða allt frá bernsku, svo að hann gekk aldrei fullkomlega heill til skógar. Mikið bætti það um, að hann átti indælt heimili, enda var hann með afbrigðum heimakær, þótt Kristinn gæti ekki heitið gleðimaður, komst maður samt að því í þröngum hóp, að hann var húmanisti, vel lesinn og gerði sér glögga grein fyrir því sem var að gerast í þjóðlífi okkar, enda fannst öllum gott að koma á heimili þeirra hjóna. 

Hlédrægni hans var það mikil, að það voru ekki aðrir en þeir sem höfðu þekkt hann lengi, sem skildu hvaða mannkostum hann var bú inn. Kristinn tók það mikla tryggð við Siglufjörð, þar sem hann var fæddur og hafði starfað allt sitt líf, að hann taldi að hann gæti ekki unað sér langdvölum annars staðar. 

Kristinin var ágætlega ritfæa maður og skrifaði margar greinn ar í blöð og tímarit. Álit Siglfirðinga á hæfni hans og þekkingu á sögu Siglufjarðar lýsti sér bezt í því, að Bæjarstjón Siglufjarðar hafði falið honum að skrifa sögu bæjarfélagsina frá 1918-1968 í sambandi við fimmtíu ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar, og vann hann að því verki jafnhliða sínu starfi, því þau hjónin ætluðu að dvelja hér í Reykjavík veturlangt. 

Þegar ég hitti Kristinn, 14. des. sl. á skrifstofu hans hjá Ríkisendurskoðun, þar sem hann ætlaði að vinna i vetur, lét hann í ljós gleði sína yfir starfi sínu og veru sinni hér. Ekki kom mér þá i hug, að aðeins rúmum sólarhring síðar væri hann lagður af stað til sólarlandanna. 

Kristni þakka ég tuttugu ára góð kynni og fimmtán ára samstarf. Eftir er minningin um góðan dreng. Ættingjum hans öllum og þó sérstaklega konu hans og börnum votta ég innilega samúð og bið Guð að veita þeim handleiðslu. 

Andrés Finnbogason.
------------------------------------------------

Siglfirðingur í maí 1966

KRISTIN N HALLDÓRSSON Minningarorð 

Sú sorgarfregn barst hingað til Siglufjarðar 16. des. s. 1. að Kristinn Halldórsson væri dáinn. Okkur vini hans setti hljóða. Alltaf virðist dauðinn koma mönnum á óvart, og vissulega gerði hann það í þetta skipt.

Kristinn var fæddur hér í Siglufirði 7. desember 1915, sonur merkishjónanna Kristínar Haf liðadóttur, Guðmundssonar, hreppstjóra, þess þekkta og vinsæla manns, og Halldórs Jónassonar, kaupmanns. Hann ólslt upp á fyrirmyndarheinili foreldra sinna ásamt fjórum systkinum sínum, en hann var yngstur þeirra. 

Kristinn brautskráðist frá Verzlunarskóla Islands 1938 með miklum sóma, enda námshæfileikar mikhr, trútt minni og gáfur góðar. Hann byrjaði ungur að starfa við verzlun föður síns og tók við rekstri hennar að öllu 1940, en áður hafði Hafliði bróðir hans veitt fyrirtækinu forstöðu. 

Um nokkurt árabil fékkst Kristinn einnig við síldarverkun á eigin söltunarstöð, en varð að hætta þeim rekstri sem aðrir fleiri, þegar síldin hætti að veiðast fyrir Norðurlandi. Síðusitu árin vann hann á skrifstofu Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði. 

Sem fyrr greinir var Kristinn mjög vel greindur maður, en dulur og fremur ómannblendinn, og langt frá því að vera allra, en hann var trölltryggur þeim, sem hann valdi að vinum sínum. Hann hafði opin augu og eyru fyrir því skoplega sem fyrir bar á lífsleiðinni. 

Svipaði honum þar til Halldórs föður síns. Kristinn gat verið manna skemmtilegastur í þröngum vinahópi, orðheppinn og fyndinn, og orð hans geiguðu ekki frá marki. 

Hann var flestum mönnum hreinlyndari, sjálfstæður í skoðunum og ábyggilegur í viðskiptum öllum. 

Hann var manna fróðastur um allt sem Siglufjörð varðaði, og hafði viðað að sér miklum gögnum þar að lútandi, enda var hann fenginn af bæjarstjórn Siglufjarðar til að skrifa sögu bæjarins, sem út átti að koma á 50 ára afmæli Siglufjarðarkaupstaðar, 20. maí 1968. 

Eftirmæli dr. Jóns Þorkelssonar um fræðaþulinn Ólaf Davíðsson enda þannig: „Viltu taka upp verkin hans, og verða þar að manni?" Og við getum líka spurt, hver vill taka upp verk Kristins um ritun sögu Siglufjarðar. 

Verður ekki sá mað ur vandfundinn? Krisitinn var kvæntur Ingibjörgu Karlsdóttur, mikilhæfri húsfreyju. Þau eignuðust tvö börn, Dóru, f. 3. marz 1945 og Hallór, f. 29. sept. 1948. 

Síðast liðið haust fór Kristinn með fjölskyldu sína til Reykjavíkur og ætlaði að dvelja þar vetrarlangt, því að börn hans stunda þar nám, Dóra í Háskólanum, en Halldór í Verzl unarskólanum. En hann hafði aðeins dvalið stuttan tíma í Reykjavík þegar kallið kom. Kallð, sem allir verða að lúta. Hann andaðist 16. desember og var borinn til grafar frá Siglufjarðarkirkju 30. s.m. 

Hann er kominn heim til Sigluf jarðar, sem hann unni svo mikið. Konu og börnum hans, systkinum og ættingjum votta ég innilega samúð. 

Hin sanna trú og minningin um góðan dreng verði þeim huggun harmi gegn. 

St. St. ________________________________________________________________

St. St. er sennilega Stefán Stefánsson frá Móskógum, skrifstofustjóri lengi vel hjá Sjúkrasamlagi

Eftir kristinn Halldórsson liggja ótaldar fróðleiksgreinar um Siglufjörð og síldina og fleira. (sk)