Tengt Siglufirði
Kristín Hannesdóttir fæddist á Siglufirði 23. desember 1910. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Siglufirði 2. apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar voru Kristín Björg Þorsteinsdóttir, húsfreyja, fædd 18. desember 1881 á Stóru-Hámundarstöðum, Árskógshreppi í Eyjafirði, og Hannes Jónasson bóksali, fæddur 10. apríl 1877 að Ytri-Bakka í Arnarneshreppi í Eyjafirði. Börn þeirra Björgu og Hannesar eru:
1) Hallfríður Árdal, húsfreyja og handavinnukennari á Siglufirði;
2) Jónída María Hannesdóttir, lést fimm ára gömul;
3) Kristín Nanna Hannesdóttir, bóksali á Siglufirði;
4) Steindór Hannesson, bakarameistari á Siglufirði;
5) Þorsteinn Hámundur Hannesson, óperusöngvari, framkvæmdastjóri í Reykjavík; og
6) Jóhann S Hannesson., skólameistari á Laugarvatni.