Magdalena Björk Jóhannesdóttir

Magdalena Jóhannesdóttir fæddist á Siglufirði 6. maí 1934. Hún lést á lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi 22. desember 2015.

Foreldrar hennar voru Katrín Sigríður Frímannsdóttir frá Austarahóli í Fljótum og Jóhannes Jósepsson frá Siglufirði.

Systir Magdalenu er 

Harpa Jóhannesdóttir Möller fædd 1943, maki Sigurður Ingólfsson.

Árið 1952 giftist Magdalena  Birgir Schiöth, f. 30. september 1931, d. 30. desember 2004.  Þau skildu.

Magdalena og Birgir eignuðust tvær dætur;

Guðrún Schiöth, f. 1953, Börn Guðrúnar með Tryggvi Jóhannsson (Þau slitu samvistum) eru:

Magdalena Jóhannesdóttir - Ljósmynd: Kristfinnur

Magdalena Jóhannesdóttir - Ljósmynd: Kristfinnur

Birgir Örn,

Ómar Aage og

Ellen Alma.

Inger Schiöth, f. 1963, en auk þess ólst upp hjá þeim að miklu leyti elsta barnabarn þeirra

Birgir Örn, til sjö ára aldurs. 

Inger Schiöth er maki Sveinn Þórðarson.

Börn þeirra eru

Magdalena Katrín og

Breki Þór.

Árið 1977 giftist Magdalena seinni manni sínum,  Róbert Einar Þórðarson, f. 28. maí 1925, d. 26. nóvember 2011.

Dætur hans og fyrri konu, Guðbjörg Jóhannesdóttir, eru:

1) Sólveig, f. 1948, maki Grímur Bjarndal. Dætur þeirra eru 

Guðbjörg, Brynhildur, 

Hrafnhildur og 

Bergrún.

2) Jóhanna Fríða, f. 1953, maki Björn B Jónsson. Synir þeirra eru

Jóhann Haukur og

Unnar Steinn. 

3) Matthildur, f. 1954, maki Jens Pétur Jóhannsson. Synir þeirra eru

Róbert Einar,

Ingimar Ari og

Jóhann Pétur.

4) Unnur Fjóla, f. 1957, maki Anders Köhler. Börn hennar eru

Daníel og

Sandra.

Magdalena var alin upp á Siglufirði. Móðir hennar veiktist þegar hún var 10 ára og var systrunum komið í fóstur á sitthvoru heimilinu. Magdalena var alin upp hjá hjónunum Sigríður Jónsdóttir og  Hallur Garibaldason. 

Harpa Jóhannesdóttir var alin upp hjá Sigrún Björnsdóttir og Kristinn Th. Möller. 

Uppeldissystkini Magdalenu voru

Pétur Hallsson, f. 1920, d. 1991,

Margrét Petrína Hallsdóttir, f. 1922, d. 2004,

Magðalena Sigríður Halldóttir (Madda Halls), f. 1928, d. 2015,

Helgi Hallsson, f. 1931, d. 2007, Jón, f. 1933, og

Guðjón Hallur Hallsson. 1939.

Magdalena vann við verslunarstörf fyrst á Siglufirði og síðar hjá Sláturfélagi Suðurlands í Glæsibæ ásamt því að sinna heimili og börnum.

Hún var félagi í Leikfélagi Siglufjarðar. Var önnur tveggja kvenna í Karlakórnum Vísi, söng með blönduðum kvartett frá Siglufirði sem m.a. söng vinsæla lagið „Kveiktu ljós“.

Þau hjónin bjuggu fyrstu árin í Reykjavík og svo um hríð á Skagaströnd þegar Róbert tók við útibússtjórastöðu Landsbankans þar uns hann lét af störfum 1989 og fluttust þau þá á Selfoss.

Útför Magdalenu fór fram 2. janúar 2016.