Tengt Siglufirði
Marteinn Haraldsson - fæddist á Siglufirði 7. september 1939. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 24. maí 2016.
Foreldrar Marteins voru Haraldur Sölvason, verkamaður á Siglufirði og í Hveragerði, f. 3.1. 1904, d. 20.2. 1996, og Guðrún Brynjólfsdóttir, húsfreyja og verkakona, f. 17.12. 1914, d. 15.12. 2010.
Systur Marteins eru
1) Halla Haraldsdóttir, listakona f. 1934, og
2) Sigurlaug Haraldsdóttir, f. 1945.
Marteinn kvæntist Álfhildur Stefánsdóttir, f. 18.5. 1941, bankastarfsmanni og gistihússtjóra, 6.1. 1961. Hún er dóttir Stefán Guðmundsson bifreiðarstjóri og Hulda Stefánsdóttir húsfreyju.
Börn Marteins og Álfhildar eru
1) Ólafur Helgi Marteinsson, f. 30.4. 1959, sambýliskona er Ása Árnadóttir og eiga þau þrjú börn,
Árni Ólafssonur,
Brynhildur Svava Ólafsdóttir og
Guðrún Hulda Ólafsdóttir.
2) Haraldur Marteinsson, f. 1.7. 1961, maki Kolbrún Inga Gunnarsdóttir og eiga þau fjögur börn,
Martein Brynjólf Haraldsson,
Katrín Dröfn Haraldsdóttir,
Álfhildur Haraldsson og
Oddný Halla Haraldsdóttir.
3) Rúnar Marteinsson, f. 10.4. 1963, maki Sigríður Vigdís Vigfúsdóttir og eiga þau tvö börn,
Vigfús Fannar Rúnarsson og
Elísabet Alla Rúnarsdóttir.
4) Steinunn Hulda Marteinsdóttir, f. 31.1. 1966, sambýlismaður er Halldór Hafsteinsson og eiga þau tvö börn,
Kristínu Margréti Halldórsson og
Hilmar Þór Haraldsson.
Fyrir átti Halldór Ólaf Natan.
Marteinn ólst upp á Siglufirði og eftir hefðbundna skólagöngu fór hann til sjós. Seinna aflaði hann sér vélstjórnar- og skipstjórnarréttinda á minni skip og báta. Á sínum sjómannsferli stundaði Marteinn allan almennan veiðiskap, svo sem síldveiðar, togarasjómennsku á síðutogurum, fór á vertíðir og stundaði handfæra- línu- og netaveiðar.
Snemma stóð hugurinn til eigin útgerðar og var Marteinn í senn skipstjóri og vélstjóri á bátum sínum, sem flestir báru nafnið Dröfn. Marteinn var farsæll sjósóknari og farnaðist vel. Samhliða útgerðinni rak Marteinn saltfisk- og skreiðarvinnslu um áratuga skeið.
Á uppgangstíma rækjuveiða á níunda áratugnum stofnaði hann rækjuverksmiðju á Siglufirði ásamt sonum sínum. Í fyrra slóst hann í lið með alnafna sínum og stofnaði bjórverksmiðjuna Segul 67.
Árið 1990 réðst Marteinn í það með öðrum að kaupa hlut ríkisins í útgerðarfélaginu Þormóði ramma hf. á Siglufirði, sem í dag heitir Rammi hf. Marteinn sat í stjórn Ramma hf. frá árinu 1990 til dauðadags.