Oddur Thorarensen lögfræðingur (Nýja Bíó Siglufirði)

Oddur Thorarensen fæddist 12. febrúar 1920 á Akureyri. Hann lést 25. maí 2015 á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð í Reykjavík.

Foreldrar hans voru Hinrik Thorarensen læknir, f. 15.9. 1893, d. 26.12. 1986, og Svanlaug Margrét Ólafsdóttir Thorarensen stúdent, f. 19.2. 1896, d. 6.11. 1950.

Bræðurnir eru: 

1) Oddur Thorarensen lögfræðingur f.12.2  1920 á d. 25. maí 2015. Maki: Guðrún Thorarensen f. 10.12. 1921, d. 31.1. 1984

2) Ragnar Thorarensen, doktor í rafmagnsfræði, f. 5.2. 1921, d. 3.3. 2011. Maki: Constance W. Allen (USA)

Oddur Thorarensen

Oddur Thorarensen

3) Ólafur Thorarensen, viðskiptafræðingur, f. 23.8. 1922.

4) Hinrik Thorarensen viðskiptafræðingur, f. 20.2. 1927, d. 21.9. 2010.

Faðir þeirra eignaðist einnig dótturina  Stella Thorarensen, f. 8.2. 1938, búsett í Kanada. Móði hennar var Rósa Halldórsdóttir (Rósa í Turninum)

Oddur giftist Guðrún Thorarensen, f. 10.12. 1921, d. 31.1. 1984. 

Foreldrar hennar voru Þorsteinn Jónsson bóndi í Lyngholti við Hofsós. f. 29.10. 1886, d. 30.10. 1952, og Sigríður Sigurjónsdóttir, f. 1.3. 1892, d. 10.2. 1948.

Afkomendur Odds og Guðrúnar eru 

Hinrik Ólafur Thorarensen gjaldkeri, f. 12.2. 1948, d. 31.8. 1975. Barnsmóðir hans Þórunn Ósk Ástþórsdóttir, f. 15.6. 1951. Barn þeirra: 

Guðrún Jóna Thorarensen, f. 20.9. 1970, maki Ragnar Þór Hilmarsson, f. 23.1. 1966. Börn: 

Diljá Líf Ragnarsdóttir Thorarensen, f. 15.3. 1998, og

Salka Rán Ragnarsdóttir Thorarensen, f. 25.10. 1999.

Oddur ólst upp á Akureyri þar sem hann gekk í skóla en fjölskyldan dvaldist á Siglufirði á sumrin. Hann útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1940.

Í framhaldi af því nam hann lögfræði við Háskóla Íslands. Eftir þann tíma vann hann fyrir Landsbankann en fluttist til Siglufjarðar og tók við rekstri kvikmyndahúss (Nýja Bíó) og verslunar þar í bæ. 

Árið 1984 seldi hann reksturinn til Steingríms Kristinssonar og fjölskyldu - og ári síðar flutti hann til Reykjavíkur.