Otto Holger Winther Jörgensen, fyrrv. póst- og símstjóri

Otto Jörgensen, fyrrverandi umdæmisstjóri Pósts og Síma á Siglufirði, lést 9. Júní 1979 á Sjúkrahúsi Siglufjarðar, 83 ára gamall.

Jörgensen, eins og hann var alltaf nefndur var fæddur á Seyðisfirði. 13. janúar 1896. Ungur hóf hann störf hjá Landsíma Íslands og þá fyrst á Seyðisfirði. Hann varð símritari og stundaði um tíma nám í fagi sínu erlendis. Til Siglufjarðar kom hann 1921 og varð póst og símstjóri hér nálægt hálfa öld eða þar til hann varð að hætta vegna aldurs. Hann tók virkan þátt í bæjar- og félagsmálum hér á Siglufirði um áratuga skeið.

Hann var bæjarfulltrúi sósíalista og fyrsti formaður sósíalistafélags Siglufjarðar. Hann starfaði lengi í Kaupfélagi Siglufjarðar og formaður um skeið. Áhugmál Jörgensens voru mörg og hafði hann mikið yndi af stangveiði enda einn af máttarstólpum Stangveiðifélagsins um langt árabil. Þá var hann og einn af. stofnendum Rotaryklúbbs Siglufjarðar og heiðursfélagi þar. Jörgensen var kvæntur Þórunni Þórðardóttur, hún lést 1961. --------------------------------------------------------------------

Otto Jörgensen

Otto Jörgensen

Hann kom Siglufjarðar fyrst til skammrar dvalar, að því er ráðgert var, en sú dvöl varð að langri, farsælli starfsævi, sem spannar nær alla sögu Siglufjarðar sem kaupstaðar. Ottó Holger Winther Jörgensen, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur á Seyðisfirði 13. janúar 1896, sonur hjónanna Karoline Lane Johanne Jörgensen og Anders Jörgensen, bakarameistari.

Ungur að árum hóf hann störf hjá Landsímanum í Seyðisfirði og lauk símritaraprófi árið 1914. 

Að loknum þeim áfanga fór hann til frekara náms í fagi sínu. Hann hóf kennslu í símritun í Reykjavík árið 1919, sem hann stundaði unz hann var skipaður símstjóri í Siglufirði 1921.

Árið 1925 var hann jafnframt skipaður umdæmisstjóri Pósts og síma í Siglufjarðarumdæmi, en þessum störfum gegndi hann þar til hámarskaldri embættismanna var náð. Jörgensen var gæddur sterkum persónuleika, víðsýnn og vel látinn. Hann ávann sér skjótt traust og virðingu samborgara, sem entist honum á leiðarenda.

Hann var mikill starfsmaður en ljúfur húsbóndi og hélt um stjórnartauma á stofnun sinni með þeim hætti, að hann naut þakklætis og hlýhugar bæði viðskiptavina og undirsáta. Markviss stjórnunarsemi, blandin velvild í garð samstarfsfólks, var hans aðalsmerki.

Jörgensen tók ríkan þátt í öllu því, sem á döfinni var í vaxandi bæjarfélagi, sem á starfsævi hans breyttist úr þorpsnefnu í miðstöð síldveiða og síldariðnaður, sem var stóriðja þeirra tíma og einn af hornsteinum verðmætasköpunar í þjóðfélaginu. Þjónustan við síldveiðiflotann var stór þáttur í starfi stofnunarinnar.

Og það segir sína sögu að á 25 ára starfsafmæli Jörgensens í Siglufirði færðu Síldarverksmiðjur ríkisins honum fagran silfurbikar að gjöf fyrir ágæt störf í þágu síldarútvegsins. Hann var bæjarfulltrúi á árunum 1937—1945, einn af stofnendum kaupfélags á staðnum og þátttakandi í margs konar félags og menningarstarfsemi, s.s. Rótaríklúbbi Siglufjarðar, en þar var hann heiðursfélagi, Bridgefélagi Siglufjarðar, Stangveiðifélagi Siglufjarðar, o.fl.

Jörgensen var róttækur í skoðunum, einn af stofnendum Sósíalistafélags Siglufjarðar, og fór aldrei í grafgötur með þá afstöðu sína. Að leikslokum bæjarmálaafskipta hans átti hann þó ekki síður hlýhug og virðingu þeirra, sem örlögin skákuðu hægra megin markanna í stjórnmálaátökum, sem oft vóru hörð og hávaðasöm.

Persóna hans, starf og samskipti við samferðafólk var einfaldlega af þeirri reisn að hafið var yfir pólitískt dægurþras. Það var vel gjörlegt að hafa önnur sjónarmið en Jörgensen á þessum árum, en hitt var útilokað, að vera persónulegur andstæðingur hans.

Otto Jörgensen kvæntist Þórunn Þórðardóttir, sjómanns og bátasmiðs í Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi, Jónssonar, hinn 15. október 1921. Þau hjón eignuðust tvö börn: 

1) Halldór Jörgensen, sem lézt ung að aldri og

2) Gunnar Jörgensen, er tók við embætti póst- og símstjóra í Siglufirði, er faðir hans lét af störfum fyrir aldurssakir. Hann lézt fyrir nokkrum árum um aldur fram og var að honum mikill sjónarsviptir í Siglufirði. 

Gunnar heitinn var kvæntur Freyja Jörgensen, Árnadóttir Kristjánssonar, af Lambanesætt, sem er að góðu kunn í A-Skagafirði og í Siglufirði.  Þeirra börn eru:

Ottó Jörgensen, flugvirki í Luxemburg,

Árni Jörgensen, blaðamaður á Mbl.,

Halldóra Jörgensen,

Guðbjörg Jörgensen 

Gunnar Jörgensen, 

Otto Jörgensen verður lagður til hinstu hvílu í Fossvogskirkjugarði hér í Reykjavík á morgun, mánudag, við hlið konu sinnar, sem lézt árið 1961. Honum fylgja fararóskir Siglfirðinga, sem þakka honum langa samfylgd, farsælt ævistarf og margþætt framlag siglfirzkra málefna. 

Stefán Friðbjarnarson.
-----------------------------------------  

Mjölnir 13 júní 1979

Otto Jörgensen, fyrrverandi umdæmisstjóri Pósts og Síma á Siglufirði, lést s.l. laugardag á Sjúkrahúsi Siglufjarðar, 83 ára gamall.

Jörgensen, eins og hann var alltaf nefndur var fæddur á Seyðisfirði. 13. janúar 1896. Ungur hóf hann störf hjá Landsíma Íslands og þá fyrst á Seyðisfirði. Hann varð símritari og stundaði um tíma nám í fagi sínu erlendis.

Til Siglufjarðar kom hann 1921 og varð póst og símstjóri hér nálægt hálfa öld eða þar til hann varð að hætta vegna aldurs. Hann tók virkan þátt í bæjar- og félagsmálum hér á Siglufirði um áratuga skeið. Var bæjarfulltrúi sósíalista og fyrsti formaður sósíalistafélags Siglufjarðar. Hann starfaði lengi í Kaupfélagi Siglufjarðar og formaður um skeið.

Áhugmál Jörgensens voru mörg og hafði hann mikið yndi af stangveiði enda einn af máttarstólpum Stangveiðifélagsins um langt árabil. Þá var hann og einn af stofnendum Rótaríklúbbs Siglufjarðar og heiðursfélagi þar. Jörgensen var kvæntur Þórunn Þórðardóttir, hún lést 1961
-----------------------------------------

Afmælisgrein í tilefni af 80 ára afmæli 1976: 

Otto Jörgensen, fyrrv. póst- og símstjóri í Siglufirði, sem sett hefur svip á það byggðarlag í meir en hálfa öld, er áttræður í dag. 

Otto Holger Winther Jörgensen, eins og hann heitir fullu nafni, er fæddur í Seyðisfirði 13. janúar 1896, sonur hjónanna Anders Jörgensens, bakarameistara þar, og konu hans Johanne Jörgensen.

Otto hóf störf hjá Landsímanum í Seyðisfirði ungur að árum og lauk símritaraprófi árið 1914. 

Að því loknu fór hann utan til frekara náms í fagi sínu. 

Hann höf kennslustörf í símritun í Reykjavík á árinu 1919, sem hann stundaði unz hann var skipaður póst- og símastjóri í Siglufirði árið 1921.

Árið 1925 var hann skipaður umdæmisstjóri pósts og síma í Siglufjarðarumdæmi, er hann gegndi uns hámarksaldri íslenskra embættismanna var náð. Otto er gæddur sterkum persónuleika, víðsýnn og vel látinn og ávann sér skjótt traust og virðingu samborgara sinna, sem enst hefur honum góðan aldarhelming.

Hann var mikill starfsmaður en ljúfur húsbóndi og hélt um stjórnartaumana f stofnun sinni með þeim hætti, að hann naut þakklætis og hlýhugar bæði  viðskiptavina og undirsáta og vel látinn og ávann sér skjótt traust og virðingu samborgara sinna, sem enst hefur honum góðan aldarhelming.

Slík stjórnunarsemi, blandin velvild í garð samstarfsfólks, var hans aðalsmerki. Póstmeistarinn tók ríkan þátt f félagslífi staðarins og bæjarmálum, meðan þessi söguríki bær óx úr þorpsnefnu í miðstöð síldveiða og síldariðnaðar í landinu; stóriðjuverstöð, sem um áratugi var einn helsti hornsteinn verð- mæta- og gjaldeyrissköpunar í landinu.

Hann var bæjarfulltrúi á árunum 1937 til 1945, einn af stofnendum kaupfélags á staðnum og virkur þátttakandi í margs konar félags- og menningarstarfsemi. Ekki væri rétt frá sagt þessum þætti í félagsmálaþátttöku póstmeistarans, ef þess væri ekki jafnframt getið, að hann var róttækur í skoðunum og á vinstri væng bæjar- og þjóðmála. 

Að leikslokum bæjarmálaafskipta hans átti hann þó ekki síður hlýhug og virðingu okkar, sem örlögin skipuðu hægra megin markanna í stjórnmálaátökum, sem þó voru oft hörð og hávaðasöm.

Það var vel gjörlegt að hafa önnur sjónarmið en Otto Jörgensen á þessum árum — en hitt var útilokað, að vera persónulegur andstæðingur hans. Slíkir voru persónutöfrar hans og samskipti öll við samborgara, hverjar sem skoðanir þeirra voru. Otto Jörgensen kvæntist Þórunn Þórðardóttir, sjómanns og bátasmiðs að Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi, Jónssonar, hinn 15. október 1921.

Þeirra sonur var Gunnar Jörgensen, er tók við embætti póst- og símstjóra í Siglufirði, er faðir hann lét af störfum fyrir aldurssakir. Hann lést fyrir nokkrum árum, um aldur fram, og var að honum mikill sjónarsviptir í Siglufirði.

Gunnar Jörgensen heitinn var kvæntur Freyja Jörgensen Árnadóttir  (Freyja Árnadóttir) foreldrar hennar voru Árni Kristjánssonar, af Lambanesætt, sem er að góðu kunn í Austur-Skagafirði og Siglufirði og Guðbjörg Kristinsdóttir ljósmóðir. 

Þeirra Gunnars og Freyju eru: 

1) Ottó Jörgensen flugvirki, Reykjavík, 

2) Arni Jörgensen, blaðamaður á Morgunblaðinu, 

3) Halldóra Jörgensen, 

4) Guðbjörg Jörgensen og 

5) Gunnar Jörgensen, öll í heimahúsum.

Á þessum tímamótum í ævi Otto Jörgensen, fyrrv. símstjóra í Siglufirði, hugsa allir Siglfirðingar til hans með hlýhug, virðingu og þakklæti. Mér kæmi heldur ekki á óvart að skipstjórnarmenn og aðrir þeir, sem við hann áttu samskipti á árum „síldarævintýrisins", hugsi til fyrri tíma, bæði með söknuði og þakklæti.

Ég veit að ég mæli fyrir hönd allra Siglfirðinga er ég færi afmælisbarninu bestu árnaðar óskir með einlægri ósk um, að hann megi enn lifa mörg ánægjurík ár í firðinum milli fjallanna, þar sem mannlíf hefur þróast frá landnámsöld fram á okkar daga, og þar sem nú er hafin ný framsókn og þáttaskil í byggðasögunni.

Stefán Friðbjarnarson. (1976, er Otto var 80 ára)