Ólafur Guðmundur Jóhannsson, aðalvarðstjóri

Ólafur Jóhannsson lögreglumaður á Siglufirði, fæddist á Skeiði í Fljótum í Skagafirði 17. október 1927. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 28. júní 2013.

Foreldrar hans voru Jóhann Benediktsson, bóndi á Skeiði og víðar í Fljótum, f. 14. júní 1894, d. 9. júní 1964 og Sigríður Jónsdóttir, f. 14. maí 1890, d. 14. okt. 1939. Systkini hans eru: 

  • Sóley,
  • Jónína,
  • Stefán,
  • Ingibjörg,
  • Árný,
  • Björg,
  • Sæmundur,
  • Einar, og
  • Jón, 
Ólafur Jóhannsson

Ólafur Jóhannsson

þau eru öll látin. Eftirlifandi systkini eru 

  • Guðmundur Jón,
  • Andrés Stefán og
  • Sigurður Þorsteinn (samfeðra).

Ólafur Jóhannsson var kvæntur Anna Björnsdóttir, f. 17. feb. 1921 á Siglunesi, búsett á Siglufirði. Þau skildu. 

Foreldrar hennar voru Björn Jónsson, bóndi á Siglunesi, f. 8. nóv. 1885, d. 7. sept. 1949, og Sigrún Ásgrímsdóttir f. 27. júní 1893, d. 17. feb. 1973. Börn þeirra:

1) Björn Sigurður Ólafsson (Björn Ólafsson), f. 17. júní 1952, eiginkona hans er María Jóhannsdóttir, börn þeirra eru

  • Anna María,
  • Ásbjörn Smári og
  • Arnar Þór.

Þau eiga fjögur barnabörn.

2) Kjartan Smári Ólafsson, f. 24. apríl 1954, sambýliskona hans er Þóra Sigurgeirsdóttir, dætur þeirra eru

Elín Sigríður og Salóme Rut.

Þau eiga tvö barnabörn.

3) Sigrún Gunnhildur Ólafsdóttir, f. 27. maí 1956, synir hennar eru

  • Jón Pálmi,
  • Ólafur Valtýr,
  • Arinbjörn og
  • Brynjar. 

Hún á þrjú barnabörn.

4) Sigríður Elva Ólafsdóttir, f. 9. nóv. 1958, maki Guðbrandur Ólafsson lögregluþjónn. Börn þeirra eru

  • Guðrún Sif,
  • Jóhann Örn og
  • Ólafur Guðmundur.

Þau eiga sjö barnabörn.

5) Sóley Ólafsdóttir, f. 9. des. 1960, maki Björn Z. Ásgrímsson. Börn þeirra eru

  • Ásgrímur Guðmundur,
  • Anna Lind og
  • Sunna Lilja.

Þau eiga eitt barnabarn.

6) Ólafur Ásgeir Ólafsson, f. 10. júlí 1963, maki Pamela Collins Ólafsson. Synir þeirra eru:

  • Björn Jóhann,
  • William Þór og
  • Lúkas Atli.
  • Fyrir átti Ólafur soninn Ómar, f. 24. maí 1951 í Skagafirði, d. 4. ágúst 2002, maki Rannveig Pétursdóttir.  Synir þeirra eru
  •  
  • Pétur Már og Atli Þór.

Þau eiga þrjú barnabörn.

Seinni kona Ólafs er Sigríður Kristín Björnsdóttir (Sigríður Björnsdóttir), f. 11. júlí 1940 á Siglufirði.

Foreldar hennar: Björn Tryggvason, f. 11. apríl 1911 á Ísafirði, d. 4. jan. 1962 og Halla Jóhannsdóttir, f. 18. ágúst 1917 á Siglufirði, d. 18 maí 1975. Fyrir átti Sigríður börnin:

  • 1) Björn Jónsson,
  • 2) Sigurjón Jónsson,
  • 3) Guðmund Jónsson,
  • 4) Kristin Jónsson, 
  • 5) Valborg Jónsdóttir
  • 6) Sigrún Jónsdóttir og
  • 7) Jóhann Valberg Jónsson.

Ólafur hóf störf í lögreglunni á Siglufirði 1. maí 1947 og starfaði þar til 1974, er ríkið tók við löggæslu af Siglufjarðarkaupstað 1948. Ólafur starfaði óslitið í lögreglunni í meira en 50 ár, eða þar til að hann hætti störfum 17. okt. 1997, fyrir aldurs sakir.

Ólafur starfaði áður sem bifreiðarstjóri, auk þess við ökukennslu, fjárbúskap og verkamannavinnu með lögreglustarfinu. 

Ólafur var virkur í félags- og trúnaðarstörfum. Hann var formaður Starfsmannafélags Siglufjarðarkaupstaðar í nokkur ár og hefur gegnt flest öllum trúnaðarstörfum innan Lögreglufélags Norðurlands vestra. 

Hefur setið á þingi BSRB og síðan á þingum Landssambands lögreglumanna. Formaður í Lionsklúbbi Siglufjarðar og ritari. Stjórnarformaður Siglufjarðardeildar KEA.