Ólafur Árni Thorarensen

Ólafur Thorarensen fæddist á Siglufirði 23. ágúst 1922. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar, Siglufirði, 12. apríl 2016.

Foreldrar hans voru Hinrik Thorarensen læknir, f. 15. september 1893 á Akureyri, d. 26. desember 1986, og Svanlaug Margrét Ólafsdóttir Thorarensen stúdent, f. 19. febrúar 1896 á Stokkseyri, d. 6. nóvember 1950.

Bræður hans voru 

1) Oddur Carl Thorarensen (Oddur Thorarensen), lögfræðingur og bíóeigandi, f. 12.2. 1920, d. 25.5. 2015, maki Guðrún Thorarensen

2) Ragnar Thorarensen, doktor í rafmagnsverkfræði, f. 5.2. 1921, d. 3.3. 2011 í Santa Barbara í Kaliforníu - Maki: Constance W. Allen

Ólafur Thorarensen

Ólafur Thorarensen

3) Hinrik Thorarensen, viðskiptafræðingur og verslunareigandi, f. 20.2. 1927, d. 21.9. 2010.

Hálfsystir þeirra samfeðra er Stella Klara Thorarensen Bohnsack stúdent, f. 8.2. 1938, nú búsett í Fredericton í Kanada. Móðir hennar er. Rósa Halldórsdóttir (Rósa í Turninum)

Ólafur Thorarensen giftist þann 12. febrúar 1960 Gisela Gerd Edith Dahm, f. 16.6. 1938, síðar framkvæmdastjóri í Berlín. Þau skildu 1968.Synir þeirra eru: 

1) Ólafur Árni Ólafur Thorarensen tannlæknir, f. 5.9. 1961, verkefnastjóri á St. Olavs sjúkrahúsinu í Þrándheimi í Noregi. Dóttir hans er

Snædís Thorarensen, f. 8.5. 1991. Móðir hennar er Sædís Númadóttir, f. 6.11. 1963.

Þeirra börn eru

Melkorka, f. 12.11. 2011, og

Jórunn, f. 15.4. 2014, öll búsett í Spokane í Bandaríkjunum.

2) Ragnar Ólafur Thorarensen, land- og viðskiptafræðingur MBA, f. 7.1. 1965, starfar hjá Þjóðskrá Íslands. Hans kona er Sigríður Axelsdóttir tannlæknir, f. 30.7. 1964. Þeirra börn eru:

Ólöf, f. 3.2. 1997,

Þórunn, f. 11.4. 2000, og

Kristín, f. 6.3. 2004. Þau eru öll búsett í Kópavogi.

Ólafur Árni, eða Óli Thor eins og hann var kallaður af flestum, eyddi sínum bernskuárum á Siglufirði og Akureyri. 

Hinrik faðir hans var læknir á Siglufirði og umfangsmikill í viðskiptum þar. Á sumrin dvöldu Óli og bræður hans á Siglufirði en sóttu skóla á veturna á Akureyri. 

Óli útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1942 og hélt svo það sumar vestur til Bandaríkjanna þar sem hann lagði stund á viðskiptafræði við Berkeley-háskóla í Kaliforníu þaðan sem hann útskrifaðist 1944.

Að námi loknu sneri hann aftur heim til æskustöðvanna á Siglufirði og rak þar bíó og verslun ásamt Oddi bróður sínum til fjölda ára. Síðar skiptu þeir eignunum á milli sín þannig að Óli rak búðina en Oddur bíóið. 

Búðin var líf og yndi Óla og hana rak hann með hléum til ársins 1985 þegar hann settist í helgan stein og flutti til Kanaríeyja. Þar bjó hann til ársins 2008 þegar hann sneri aftur heim til Siglufjarðar.

Síðustu árin dvaldi Óli á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar á Siglufirði.