Páll Erlendsson ritstjóri og organisti

Páll Erlendsson var fæddur á Sauðárkróki 30. sept. 1889 - lézt 17. sept. 1966, í Sjúkrahúsi Siglufjarðar og var jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju.

Við þá kirkju hafði hann verið organleikari í tvo áratugi. Með honum er horfinn á braut merkur borgi og góður drengur, sem Siglfirðingar munu lengi minnast með þakklæti og virðingu.

Foreldrar hans þau hjónin  Erlendur Pálsson, bóndi að Hofi í Hjaltadal. Erlendssonar og Guðbjörg Stefánsdóttir, bónda á Fjöllum f Kelduhverfi, N.-Þing. Ólafssonar. Erlendur, faðir Páls, var bókhaldari á Sauðárkróki. en síðar verzlunarstjóri við Grafarós, áður en verzlunin fluttist til Hofsóss.

Páll gekk ungur í Lærða skólann í Reykjavík og stundaði þaðan nám á árunum 1904-1908, en hvarf frá námi í 4. bekk og gerðist þá verzlunarmaður hjá verzluninni við Grafarós.
En síðar hóf hann búskap að Þrastarstöðum á Höfðaströnd, og bjó þar á árunum 1916—40, en þá fluttist hann alfarinn með fjölskyldu sína til Siglufjarðar. Meðan Páll átti heima í Hofshreppi voru honum falin margvísleg trúnaðarstörf í þágu sveitarinnar og tók mjög virkan þátt í félagslífi hreppsbúa og sýslu.

Páll Erlendsson

Páll Erlendsson

Hann var í stjórn búnaðarfélags hreppsins og hafði oft formennsku á hendi, var í skólanefnd og um skeið kennari við unglingaskóla á Hofsósi. f safnaðarmálum tók hann mjög virkan þátt, var formaður sóknarnefndar í fjölda ára og organleikari í tvo áratugi.

Þá stjórnaði hann karlakórnum „Þröstum" í yfir tuttugu ár og verður það að teljast brekvirki að halda uppi karlakór i fámennri byggð svo langan tíma. Þá stjórnaði hann oft söng við hátíðleg tækifæri í Skagafirði, ekki sízt á Hólum í Hjaltadal, þegar kirkjulegar hátíðir voru haldnar þar. Munu margir t.d. minnast þess, er hann æfði og stjórnaði söng á Hólum við biskupsvígslu sr. Friðriks J. Rafnars, árið 1937, og svo fór, að þegar Páll flutti úr héraðinu þurfti jafnan að fá söngkrafta lengra að.

Eftir að Páll fluttist til Siglufjarðar gerðist hann skrifstofumaður og stundaði einnig söngkennslu við skólana þar, en gerðist síðan organleikari við Siglufjarðarkirkju og því starfi gegndi hann í rúma tvo áratugi, og rækti það sem annað af sinni alkunnu skyldurækni og trúmennsku.

Hélt hann uppi merki fyrirrennara sinna í söngmennt og hljóp oft í skarðið og æfði karlakórinn „Vísir", þegar söngstjóra vantaði eða æfði söng fyrir félagasamtök, þegar hátíðleg tækifæri stóðu fyrir dyrum. Allt voru þetta þættir í merkilegu, en tímafreku  menningarstarfi, þótt lítið bæri hann úr býtum fyrir þessi störf. Ég Held að Páli hafi ekki verið sýnt um að meta störf sínu til fjár, hvorki þessi né önnur.

Páll Erlendsson var greindur maður, fróður og vel ritfær. Um skeið annaðist hann útgáfu vikublaðsins „Siglfirðings", blaðs Sjálfstæðismanna. Skrifaði hann mikið í blaðið og ekki sízt margar fróðlegar greinar um ættfræði og persónusögu.

Páll kvæntist 16 ágúst 1916 Hólmfríður Rögnvaldsdóttir frá Unadal, hinni ágætustu konu, er lifir hann, ásamt fjörum börnum þeirra:

1) Guðbjörg Pálsdóttir, húsfreyju í Reykjavík,

2) Erlendur Pálsson,  bæjarfógetafulltrúi í Hafnarfirði,

3) Jón Ragnar Pálsson bankastjóri á Sauðárkróki og

4) Guðrúnu Pálsdóttir, handavinnukennari  húsfreyju í Reykjavík.

Páll Erlendsson var að eðlisfari hlédrægur maður, sem ekki lét mikið yfir sér, skyldurækinn, glaður og góður samstarfsmaður og hvers manns hugljúfi. Siglufjörður er stórum fátækari, eftir að hann er horfinn, en minningin geymist um góðan dreng og um menningarstarf, sem hann vann þar um rúman aldarfjórðung.

Óskar J Þorláksson.
--------------------------------------------------

Ævi og störf Páls Erlendssonar voru tengd Skagafirði og Siglufirði, byggðunum sem hann unni. Hann átti rætur í traustum ættum, sem lengi höfðu gert garð- inn frægan, enda var arfur hans góðar gáfur og fróð- leiksfýsn, er leiddu til góðrar menntunar og yfirgripsmikillar þekkingar, og drengskapur og manndómur, er skópu viðfelldinn og athyglisverðan persónuleika.

Og mörg eru þau málefni, sem hann lagði lið, bæði í sveitum Skagafjarðar og í Siglufirði, enda var hann frumkvöðull í menningarlífi þessara staða á sviði félags- og menningarmála, einkum á sviði söngs og hljómlistar. Í þessum f áu orðum verður hvorki rakin ætt né ævi Páls heitins Erlendssonar, þó ástæða væri til í þessu blaði, en látið nægja að vísa til þeirrar ágætu minningargreinar, er systursonur hans, Ólafur Haukur Árnason, skólastjóri á Akranesi, skrifaði í Morgunblaðið.

Hins veg ar er bæði skylt og ljúft að minnasit þess þáttar í ævistarfi Páls heitins, sem tengt var þessu blaði, þeim félagsskap er stendur að útgáfu þess og þeim málefnum og sjónarmiðum, sem hvort tveggja, félagsskapur og blaðið, unnu og vinna fyrir. Páll heitinn Erlendsson var um áratugi í forystuliði sjálfstæðismanna, bæði sem bóndi í sveit, og borgari þessa bæjar. Hann var löngum í stjórn Félags sjálfstæðismanna hér í Siglufirði, og hann var ritstjóri blaðsins „Siglfirðings" fjölda ára.

Afskipti hans af þjóðmálum einkenndust öll af hógværð, háttvísi og drengskap. Hann hélt því löngum fram, að góðum málstað hæfði aðeins heiðarleg og málefnaleg barátta. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við Pál Erlends son látinn, fyrir öll hans fórnfúsu störf í þágu sameiginlegs málstaðar, sem unnin voru af fórnfýsi og verða okkur fordæmi.

Nú, þegar þessi vinur okkar er genginn til æðra sviðs, er okkur efst í huga minningin um mætan dreng og heilsteyptan persónuleika, sem vann í þágu góðra málefna, vegna málefnanna, en spurði aldrei að launum. Og við trúum því, að hann uppskeri laun sinna mörgu fórnfúsu starfa, þar sem þau eru vegin á vogarskál hins eilífa kærleika.

Stefán Friðbjarnarson.