Tengt Siglufirði
Fæddur 12. október 1917 - Dáinn 26. marz 1988
Páll Jónsson, Siglufirði - (afmæliskveðja 1987 x d. 27. mars 1988) Varð sjötugur mánudaginn 12. október (1987)
Foreldrar hans voru Pálína Pálsdóttir og Jón Björnsson, trésmíðameistari, kenndur við Ljótsstaði í Unadal í Skagafirði, sem eldri Siglfirðingar muna vel og þekktu af góðu einu.
Páll Gísli fetaði í fótspor föður síns, hvað starfsval varðar, og nam fag sitt bæði hérlendis og í Danmörku. Þar kynntist hann konuefni sínu, Eivor Jónsson, sænskri að ætt og varð þeim sex barna auðið.
1) Víóla Pálsdóttir, maki Kristinn Rögnvaldsson, byggingameistari, Siglufirði.
2) Maj Britt Pálsdóttir, maki Jóhannes Blöndal rafvirkjameistari frá Siglufirði, nú búsett í Reykjavík.
3) Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari, maki Katrín Leifsdóttir.
4) Karl Eskil Pálsson, kennari, fréttamaður maki Jóhanna Ragnarsdóttir.
5) Björn Gunnar Pálsson, sjómaður, maki Jóhanna Sveinsdóttir, og
6) Erik Pálsson, nemi í smíðum, ókvæntur.
Páll átti dóttur fyrir, 7) Þórhildur Pálsdóttir, maki Kristján Lárentínusson, skipstjóri í Stykkishólmi.
Páll stundaði sjálfstæðan at vinnurekstur framan af starfsferli sínum, en hefur verið byggingameistari hjá Síldarverksmiðjum ríkisins frá árinu 1952. Hann er hagur maður, eins og hann á ætt til, og harðduglegur og þóttu þau verkefni í góðum höndum, er hann tók að sér.
Páll hefur alið allan sinn aldur í Siglufirði, ef undan eru skilin nokkur tímabil náms og starfs utan bæjarmarka. Þar liggur bróðurpartur starfsferils hans og þar eru hans hjartarætur, enda Siglfirðingur af lífi og sál. Ættir Páls eru hinsvegar skagfirskrar og hann hefur starfað ötullega innan Skagfirðingafélagsins.
Hann hefur og starfað innan Rótarýklúbbs Siglufjarðar. Félagsmálastarf Páls var þó fyrst og síðast innan Félags sjálfstæðismanna í Siglufirði, en þar var hann verkfús, hvenær sem á þurfti að halda, ráðhollur og tillögugóður. Hann var um tíma varafulltrúi í bæjarstjórn Siglufjarðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sat í ýmsum nefndum.
Ég sé ástæðu til þess á þessum tímamótum, fyrir hönd skagfirskrar sjálfstæðismanna, heima og heiman, að senda Páli á Ljótsstöðum, en svo er heimili hans gjarnan nefnt, bestu árnaðaróskir sjötugum og þakka honum kynni og samstarf.
Páll G. Jónsson dvelur nú á Landspítala, en hann hefur átt við veikindi að stríða undanfarið. Það er von okkar, vina hans, að hann megi hafa góðan bata og eiga mörg góð ár í heimaranni.
Stefán Friðbjarnarson --- Afmæliskveðja.
==========================
Páll Gísli Jónsson frá Ljótsstöðum Fæddur 12. október 1917 - Dáinn 26. marz 1988
Það mun hafa verið á árunum 1932-1936 að fjölskyldur tóku sig upp til búferla úr Skagafirði og fluttust til síldarbæjarins fræga, Siglufjarðar. Má með sanni segja að silfri hafsins hafi verið mokað þar upp í þrær og síldarplön í bókstaflegri merkinu. Ég minnist fólks af þrem samliggjandi bæjum á Höfðaströnd sem fluttu með stuttu millibili.
Þessar jarðir voru Þrastar staðir, Hólakot og Ljótsstaðir. Þessar jarðir voru ekki stórar en hlunnindalausar og eftirtekjan í samræmi við það. Það var eftirsjá í þessu góða fólki fyrir ekki stærri byggðarkjarna en Hofshreppur var þrátt fyrir að kauptúnið Hofsós var þá í sama hreppi. Þetta var músík- og söngfólk og þarna flutti eini lærði trésmiðurinn á stóru svæði duglegur og vandvirkur fagmaður Jón Björnsson á Ljótsstöðum ásamt konu sinni Pálína Pálsdóttir og fimm börnum.
Elstur bræðranna er Páll Gísli vinur minn sem ég kveð hér með fáum orðum. Páll fetaði í fótspor föður síns í starfsvali og gerðist byggingameistari. Nam hann iðn sína í hinum nýja heimabæ sínum og síðar í Danmörku.
Páll stundaði sjálfstæðan atvinnurekstur á Siglufirði fyrst framan af starfsferli sínum. En allt frá árinu 1952 var hann byggingameistari hjá Síldarverksmiðjum ríkisins. Ég hef þetta í fleirtölu þar að umdæmi Páls spannaði um Norðurland og Austfirði.
Ekki er að efa það að hér var á ferðinni .................................