Páll Þorsteinn Jóhannsson

Páll Jóhannsson fæddist á Siglufirði 5. október 1948. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 31. október 2012.

Foreldrar hans voru Jóhann Sigurður Jóhannsson, f. á Siglufirði 9. september 1906, d. 14. júlí 1993 og Soffía Margrét Pálsdóttir, f. í Héðinsfirði 20. febrúar 1917, d. 25. maí 1990,

bræður hans eru:

Helgi Jóhannsson, f. 19. janúar 1950,

Már Jóhannsson, f. 14. des. 1951, og

Oddur Guðmundur Jóhannsson, (Guddi) f. 15. desember 1954.

Páll giftist Guðrún María Ingvarsdóttir sjúkraliði 12. september 1971, f. 15. des. 1948,

foreldrar hennar voru Ingvar Guðni Brynjólfsson, f. 8. mars 1914, d. 28. janúar 1979, lektor í þýsku við Háskóla Íslands og kona hans Fríða Sigríður Hallgrímsdóttir, f. 5. júlí 1907, d. 4. mars 2006, húsfreyja. 

Páll Jóhannsson - Ljósmyndari ókunnur

Páll Jóhannsson - Ljósmyndari ókunnur

Páll og María eignuðust tvo syni saman:

1) Sigurður Kristinn Pálsson, f. 26. janúar 1977, bifvélavirki á Akureyri, kona hans er Geirþrúður Gunnhildardóttir, f. 26. september 1975. Börn þeirra eru:

a) Kristína Marsibil Pálsdóttir, f. 7. febrúar 2005,

b) Hallgrímur Nikulás Pálsson, f. 20. apríl 2009 og

c) Kolgrímur Maríus Páll Kristinn Pálsson, f. 12. janúar 2012. 

Geirþrúður átti fyrir eitt barn

Gottskálk Leó Guðmundsson, f. 6. júní 2003. 

2) Jóhann Ásgrímur Pálsson, viðskiptafræðingur á Selfossi, f. 20. janúar 1981, kona hans er Heiða Ösp Kristjánsdóttir félagsráðgjafi, f. 16. júlí 1981. Þau eiga tvo syni:

a) Kristján Breki Jóhannsson, f. 31. janúar 2008 

b) Patrekur Brimar Jóhannsson, f. 5. apríl 2012. 

Páll átti dóttur fyrir hjónaband með Guðlaug Erlendsdóttir, f. 8. júní 1951:

Rut María Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Ólafsfirði, f. 7. júní 1969, maður hennar er Magnús Albert Sveinsson, f. 31. janúar 1965.  Börn þeirra eru:

a) Leó Pétur Magnússon, f. 5. febrúar 1993 og

b) Eydís Ásta Magnúsdóttir, f. 5. apríl 2001.

Á unglingsárum sínum var Páll í sveit til 1962 á Siglunesi hjá Erlendur Magnússon vitavörður frænda sínum og konu hans Elfríður Pálsdóttir. Með skóla vann hann við beitningar á bátnum Björg SI 84.

Sumrin 1963-1966 var hann á handfæraveiðum með Gísli Jónsson á trillunni Jón Kr SI 3 og var góður afli öll árin en þó sérstaklega góður 1966.

Eftir að venjulegri skólagöngu lauk í Gagnfræðaskóla Siglufjarðar lá leiðin í Hólaskóla þar sem hann lauk búfræðiprófi vorið 1967. Í kjölfarið fór hann að læra mjólkurfræði á Akureyri og vorið 1969 fluttist hann til Danmerkur til að ljúka náminu og um mitt sumar 1970 kom hann svo aftur heim og hóf störf sem mjólkurfræðingur hjá Mjólkursamlagi KEA á Akureyri og starfaði þar í samtals 33 ár.

Páll og María slitu samvistum í byrjun árs 2002 og Páll fluttist búferlum suður á bóginn og hóf störf hjá Actavis í Hafnarfirði og starfaði þar síðustu árin.

Fljótlega eftir að Páll kom suður árið 2002 giftist hann vinkonu sinni Gréta Sigurðardóttir, f. 19. des. 1951, og áttu þau góðan tíma saman síðustu árin hans Páls.

Þau áttu mörg sameiginleg áhugamál sem voru meðal annars ferðalög og fjallgöngur.

Gréta á þrjú börn og sjö barnabörn.

Útför Páls fór fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 14. nóvember 2012.